Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 12
12 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016
Þótt tillögur nefndarinnar hafi
ekki allar komist til framkvæmda
beittu stjórnvöld sér mjög í anda
þeirra. Eitt dæmi þess er að Indriði H.
Þorláksson hætti sem ríkisskattstjóri
2006. Hann hafði þá stofnað stór-
fyrirtækjaeftirlit innan embættisins
tveimur árum fyrr, deild sem truflaði
mjög forsvarsmenn stærri fyrirtækja
og stjórnvöld. Eins og fram kemur
síðar er það nánast meginregla ís-
lenskra stjórnsýslu að þeir embættis-
menn sem beita sér gegn skattsvikum
stærri fyrirtækja verða ekki langlífir
í starfi. Þótt það hljómi undarlega,
þá hefur það verið stefna íslenskra
stjórnvalda lengst af að horfa framhjá
skattsvikum stærri fyrirtækja.
Þjóðbraut í skattaskjól
En hversu umfangsmikil voru skatt-
svikin á þessum árum?
Skattsvik hafa alltaf verið mikil á
Íslandi. Í grein um skattaundanskot
og áhrif sérhagsmuna á skattkerfið
á Íslandi meta Jóhannes Hraunfjörð
Karlsson og Þórólfur Matthíasson
skattsvik í sögulegu ljósi. Í yfirferð
þeirra kemur fram að eftir stríð hafi
góðum hluta stríðsgróðans verið
skotið undan. Þeir meta að á fimmta
áratugnum hafi um 35 til 45 prósent
allra skattskyldra tekna verið skotið
undan skatti eða ígildi um 6 til 8 pró-
sent af landsframleiðslu þess tíma.
Þegar stjórnvöld kölluðu til sér-
fræðinga Efnahagssamvinnustofn-
unar Evrópu, undanfara OECD,
voru þeirra helstu tillögur að stoppa
upp í götin í skattkerfinu. Íslenska
kerfið var viðundur í samanburði
við skattkerfi annarra landa. Það
1945–
1949
1930–
1939
9–17% 1–2%
1940–
1949
35–45% 6–8%
1950–
1959
20–25% 5–7%
1960–
1969
20–30% 6–9%
1970–
1979
20–25% 7–8%
1980–
1989
10–15% 4–6%
1990–
1999
10–15% 4–6%
2000–
2008
15–25% 7–11%
1950–
1954
1955–
1959
1960–
1964
1965–
1969
1970–
1974
1975–
1979
1980–
1984
1985–
1989
1990–
1994
1995–
1999
2000–
2004
2005–
2009
324
þús. kr.*
267
þús. kr.
349
þúsund kr.
552
þúsund kr.
673
þúsund kr.
952
þúsund kr.
1.243
þúsund kr.
925
þúsund kr.
1.024
þúsund kr.
1.035
þúsund kr.
1.181
þúsund kr.
2.539
þúsund kr.
2.734
þúsund kr.
Undanskot sem
hlut af heildar
tekjum hins
opinbera
Sem hlutfall
af lands
framleiðslu
sama lagði svokölluð hagfræðinga-
nefnd til, sem skipuð var fulltrúum
allra flokka árið 1946.
En þrátt fyrir nokkrar breytingar
héldu skattsvikin áfram. Jóhannes
og Þórólfur meta að óframtaldar
tekjur hafi verið um 20 til 30 pró-
sent af skattstofni næstu áratug-
ina og allt upp í 9 prósent af lands-
framleiðslu. Eftir 1980 dró heldur
úr skattsvikunum en upp úr alda-
mótum sprungu þau hins vegar út í
viðlíka umfang og verið hafði stríðs-
gróðaárin.
Skattsvik frá stríðslokum
Eins og sjá má á grafinu tóku skattaundanskot stökkið í aðdraganda
Hrunsins. Helstu ástæður þess voru stofnun aflandsfélaga og markviss
stefna stjórnvalda í að halda niðri sköttum á hina efnameiri.
Mál Sigmundar Davíðs og
Önnu Sigurlaugar varpar
ljósi á veru íslenskra auð-
manna meðal kröfuhafa í
föllnu bankanna. En mál
þeirra bendir einnig til
þess að meðal þeirra sem
bíða síðasta gjaldeyrisút-
boðs Seðlabankans séu
Íslendingar sem hafa geymt
fé sitt í aflandsfélögum.
Á árunum fyrir Hrun frestuðu
margir Íslendinga, sem drógu arð
upp úr fyrirtækjum sínum, skatt-
skilum með því að endurfjárfesta
í erlendum fyrirtækjum, og þá oft
í skattaskjólum. Peningarnir voru
þá sendir til Lúxemborgar þar sem
Landsbankinn eða Kaupþing færðu
þá undir fyrirtæki sem bankarnir
keyptu á aflandssvæðum. Í sumum
tilfellum voru peningarnir skildir
eftir í útlöndum. Þess þekkjast dæmi
að þeir hafi verið lánaðir til félaga á
aflandseyjum og lánið síðan afskrif-
að. Það getur verið þrautinni þyngra
að rekja spor þeirra eftir það.
En eins og Wintris-mál Sigmundar
Davíðs sýnir var hluti af þessum
peningum fluttur aftur heim. Sig-
mundur og Anna, kona hans,
stofnuðu Wintris og fluttu mikla
fjármuni með því til Tortóla. Þeir
komu síðan aftur til Íslands þegar
þau létu Wintris kaupa skuldabréf í
bönkunum þremur. Frásögn þeirra
hjóna er óljós en ætla má að þau hafi
keypt skuldabréf fyrir um helming
eða þriðjung af eignum félagsins.
Óljóst er hvort það hafi verið þeirra
ákvörðun eða hvort Landsbankinn
stjórnaði fjárfestingunum í takt við
fjárfestingastefnu sem þau settu. Þar
sem skattur var ekki tekin af hagn-
aði erlendra félaga af skuldabréfa-
viðskiptum þessi árin en hagnaður
af hlutabréfum erlendra félaga bar
skatt er skiljanlegt að Wintris hafi
fjárfest í skuldabréfum. Þetta hafa
verið nokkurs konar vaxtamunavið-
skipti. Eigendur Winstris hafa viljað
hagnast af háum vöxtum og verð-
tryggingu á Íslandi.
Það er erfitt að ímynda sér að
slíkt félag hafi einvörðungu fjárfest í
skuldabréfum bankanna. Miðað við
umfang félaga á borð við Wintris,
það er félaga á aflandseyjum í
eigu Íslendinga, má slá því föstu
að slík félög hafi einnig fjárfest í
ríkisskuldabréfum, skuldabréfum
Íbúðalánasjóðs og öðrum slíkum
bréfum.
Með öðrum orðum er í raun frá-
leitt að gera ráð fyrir öðru en að
aflandsfélög í eigu Íslendinga, og
þar með félög sem stofnuð voru
í kringum skattaundanskot, séu
meðal þeirra erlendu aðila sem eiga
skuldabréf og bankainnistæður, séu
hluti hinnar svokölluðu snjóhengju.
Og það er næstum ómögulegt að
Wintris hafi verið hið eina þessara
félaga sem gerði kröfur á bankanna
vegna skuldabréfa sem þau keyptu.
Stjórnvöld hafa skilgreint snjó-
hengjuna sem forgangsmál varðandi
höft auk slitabúanna. Mörkin voru
sett við Hrun. Þeir Íslendingar sem
höfðu flutt fjármuni út úr krónuhag-
kerfinu fyrir það voru undanþegnir
skilaskyldu. Þá var litið svo á að þau
erlendu félög sem áttu kröfur á sli-
tabúin eða skuldabréf eða banka-
innistæður á Íslandi ættu að fá að
fara út úr krónunni áður en hægt
væri að leggja af gjaldeyrishöft á
allan almenning.
Wintris-mál forsætisráðherrans
fyrrverandi hefur hins vegar dregið
fram að þessi erlendu félög geta
allt eins verið félög Íslendinga sem
færðu fé sitt yfir í erlend félög til
að fresta eða komast undan skatt-
greiðslum.
Þrátt fyrir þetta er það yfirlýst
forgangsmál ríkisstjórnar og Seðla-
banka að standa sem fyrst fyrir
gjaldeyrisuppboði til að hleypa út
restinni af snjóhengjunni. Með út-
boðum á undanförnum árum hefur
Seðlabankinn þegar hleypt út um
160 milljörðum króna. Eftir eru tæp-
lega 300 milljarðar króna.
Í ljósi uppljóstrana Panama-skjal-
anna, Wintris-málsins og þeirra
gagna sem skattrannsóknarstjóri
keypti er ljóst að stjórnvöld ættu að
fara sér hægt í þessu máli. Seðla-
bankinn gefur engar upplýsingar
um lögheimili þeirra sem eiga
skuldabréf eða bankainnistæður í
snjóhengjunni og hefur aldrei birt
slíkan lista. Það hlýtur að koma
fram krafa á næstunni um að það
verði gert. Það er engin ástæða til
að hleypa grunuðum skattsvikurum
fram fyrir biðröð þeirra sem bíða
eftir afléttingu gjaldeyrishafta.
Panama-skjölin Afhjúpun spillingar og óeðlilegra viðskipta á Íslandi
Hringrásin strandaði
í kröfum og sjóhengju
Wintris-mál Sigmundar Davíðs varð honum að falli. En þótt það sé á margan hátt einstakt
meðal málefna stjórnmálamanna þá svipar fjármálum fyrrverandi forsætisráðherahjón-
anna til fjármála margra þeirra sem urðu stórríkir á árunum fyrir Hrun.
Mynd | Hari
*Þúsund krónur á hvern íbúa