Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 14

Fréttatíminn - 15.04.2016, Side 14
Löngu áður en Lands- bankinn í Lúxemborg fór að stofna aflandsfélög fyrir íslenska auðmenn á Tortóla höfðu íslenskir útgerðar- menn og fiskútflytjendur komið sér upp félögum á Kýpur sem notuð voru til að halda hluta söluverðs undan skiptum og gjaldeyris- skilum. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans notuðu fjölmörg íslensk út- gerðarfélög kýpverska banka til að skjóta fé undan skatti og skiptum á tíunda áratug síðustu aldar, nokkru fyrr en Landsbankinn og Kaupþing í Lúxemborg fóru að stofna aflandsfélög á Tortóla. Venjubundin leið var sú að þegar gámur af ferskfiski eða afli af frysti- togurum var seldur voru gefnar út tvöfaldar faktúrur. Önnur hélt utan um peningana sem sendir voru til Íslands, komu til skipta með áhöfninni og til skattaskila. Hin nótan hélt utan um þóknun útgerðarmannsins. Þeir peningar voru sendir til Kýpur inn á reikn- ing félags sem stofnað var kringum þessi undanskot. Viðmælandi Fréttatímans, sem tók þátt í sölu á ferskfiski og afla út fyrstitogurum á tíunda áratug síðustu aldar, lýsir þessu svo að þetta hafi verið alvanalegt. Hann hafi sjálfur ekki haft frumkvæði að þessu heldur hafi starfsmaður skipafélags verið sendur á hann til að kenna honum hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Hann fór til Kýpur, stofnaði félag og skráði það til heimilis í póstboxi og fór síðan í banka og stofnaði reikning með 50 þúsund dollurum. Eftir það var frá 2 prósentum og allt upp í 10 pró- sent af söluverðmætinu sent inn á slíkan reikning. Sé miðað við frystitogara á þessum árum getum við gert ráð fyrir að aflaverðmætið hafi verið um 200 milljónir króna á núvirði. Hver togari gat farið um tíu túra á ári. Heildarverðmætið var þá ná- lægt 2 milljörðum á ári. Af því fóru líklega um 100 milljónir króna á reikninginn á Kýpur. „Þið gerið ykkur enga grein fyrir hvað það eru miklir peningar í slorinu,“ segir viðmælandi Frétta- tímans. Þegar viðmælendur Fréttatím- ans eru spurðir um hvað hafi verið gert við peningana nefndu þeir týpíska ofsaeyðslu í útlöndum. Á Ventura í Orlando í Flórída mun vera fjölmörg hús í eigu svona kýpverskra félaga í eigu útgerðar- manna. Gagnvart íslenskum skattayfirvöldum virðist sem út- 14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 700 milljörðum skotið undan Meginástæður aukinna skattsvika eft- ir aldamót voru slælegt eftirlit og veik löggjöf sem ekki hélt í við breytt við- skiptaumhverfi. Helsti farvegur svik- anna voru aflandsfélagögin. Auðvitað er illmögulegt að segja til um hversu stór hluti aflandsfélaga eru stofnuð í kringum skattaundanskot eða -snið- göngu. Skúli Eggert ríkisskattstjóri sagði í viðtali um daginn að það væri örugglega meira en helmingurinn. Víða er gengið út frá því að um 80 prósent af fjármunum sem renna í gegnum þessi félög séu óframtaldar eignir eða tekjur. Miðað við áætlun þeirra Jóhann- esar og Þórólfs má ætla að á árunum 2000 til 2008 hafi allt að 1150 til 1800 milljörðum króna verið haldið utan skattskila. Aukin undanskot frá síðustu árum síðustu aldar byggja annars vegar á auknum umsvifum í samfélaginu, skattsvik eru meiri í uppsveiflu en niðursveiflu, og hins vegar þeirri þjóðbraut skattsvika sem bankarnir opnuðu til aflandslanda. Ef marka má áætlun þeirra Jóhannesar og Þórólfs má gera ráð fyrir að eftir þeirri þjóð- braut hafi um 450 til 700 milljörðum króna verið skotið undan skattskilum með þessum hætti á þessum árum. Eftirlit lamið niður En hvernig má það vera að þetta hafi gerst fyrir framan nefið á stjórnvöld- um og í raun með þeirra blessun og velvilja? Jóhannes Hraunfjörð Karlsson hefur dregið það vel fram í greinarskrifum og ritgerðum hvernig stjórnvöld brutu í raun niður skattaeftirlit fremur en að byggja það upp. Jóhannes dregur línu á milli skattabreytinga Gunnars Thor- oddsen, þáverandi fjármálaráðherra, 1964 og brotthvarfs hans úr embætti og alla leið í sendiráðið í Kaupmanna- höfn. Hann bendir á að Guðmundur Skaftason, sem Gunnar réð í skattalög- regluna, hafi aðeins enst tvö ár í starfi. Það tók síðan hátt í fjögur ár fyrir þau mál sem Guðmundur hafði rannsakað að druslast í gegnum kerfið og upp í Hæstarétt. Eldri dæmi er eignakönnunin í stríðslok og sérstakur eignaskattur, sem ætlað var að deila stríðsgróð- anum jafnar um samfélagið. Sú að- gerð dróst á langinn og varð sífellt veigaminni eftir því sem á leið. Þeg- ar eignaskatturinn var loks settur á hafði hann lítil efnahagsleg áhrif og dró litið úr ójöfnuði í samfélaginu. Embætti ríkisskattstjóra var lagt niður og annað samskonar stofnað til að hreinsa út yfirmennina á upp- hafsárum ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Þetta gerðist í kjölfar þess að Vífilfell, Coca-Cola á Íslandi, var kært fyrir sýndargjörning þar sem fyrir- tækið keypti upp skuldir NT, dag- blaðs Framsóknarflokksins. Þessi aðferð, að skipta um nafn á stofn- unum og skilja yfirmennina eftir, er viðtekin aðferð stjórnmálamanna til að beygja embættismenn til hlýðni. Áður hefur verið sagt að Indriði H. Þorláksson hvarf á braut 2006, stuttu eftir að hann stofnaði til stór- fyrirtækjaeftirlits innan embættis ríkisskattstjóra. Tveir megingallar Þessi afskipti stjórnmálamanna að skattaeftirliti dregur fram tvo megin- galla íslensks samfélags. Annað er vald stjórnmálanna yfir stjórnsýsl- unni. Það hefur verið orðað þannig að á Íslandi hafi demókratían orðið til á undan bírókratíunni; stjórnmál- in urðu til á undan stjórnsýslunni. Víðast í Evrópu var þessu öfugt farið. Þar hafði stjórnsýslan mótast undir konungsvaldi og náð að móta sínar hefðir áður en lýðræðið komast á. Stjórnsýslan virkar því sem mótvægi og stuðningur við framkvæmdavald- ið en ekki sem auðsveipur þjónn. Af þessum sökum hefur íslenska stjórn- sýslu skort þá festu sem mörg eldri samfélög búa við. Hinn megingallinn eru tengsl helstu valdaflokka á Íslandi við at- vinnufyrirtæki sem stunda starfsemi í fárveiku efnahagskerfi. Íslenska krónan er skaðræði og eyðir í raun verðmætum. Það er því mikill hvati hjá fyrirtækjum að halda sem mest af verðmætum utan krónuhagkerf- isins. Þetta sést á viðbrögðum Sig- mundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Þau fluttu fé sitt út úr krónuhagkerf- inu við fyrsta tækifæri. En þetta hefur verið líka verið raunveruleiki íslenskra út- og innflytjenda allar götur. Það var innbyggt í íslenskt viðskiptalíf áratugum saman að inn- flytjendur notuðu tvöfalt bókhald til að skilja hluta af hagnaði sínum eftir í útlöndum. Sama gerðu útgerðar- FYLKIR – HAUKAR 15. apríl kl. 19.30 0–1 Fylkishöll SELFOSS – GRÓTTA 16. apríl kl. 16.00 0–1 Selfoss ÍBV – FRAM 16. apríl kl. 16.00 1–0 Vestmannaeyjar VALUR – STJARNAN 16. apríl kl. 16.00 0–1 Valshöllin 8 LIÐA ÚRSLIT KVENNA 2. UMFERÐ #olisdeildin menn og fiskútflytjendur. Þeir fluttu aðeins heim þann hluta söluverðs- ins sem nauðsynlegt var til að halda fyrirtækjunum gangandi en skyldu restina eftir á útlendum reikningum og síðar í útlendum félögum í skatta- skjólum. Þetta fyrirkomulag var á allra vit- orði. Það var almennt talið meðal heildsala og útgerðarmanna að það væri í raun ekki hægt að reka fyrir- tæki á Íslandi, þar sem krónan, gjald- eyrishöft og verðlagseftirlit þrengdu að rekstrinum, nema með því að skjóta einhverju undan í útlöndum. Sigurður Einarsson, Pálmi Har- aldsson og Baldur Guðlaugsson. Þessir voru meðal nefndarmanna sem lögðu línurnar fyrir stjórn- völd í skattamálum fyrir Hrun. Panama-skjölin Sjávarútvegurinn hefur lengi notað skattaskjól „Þið gerið ykkur enga grein fyrir hvað það eru miklir peningar í slorinu“ Meðal þeirra sem vissu þetta voru fjármálaráðherrar Sjálfstæðis- flokksins. Helsta bakland flokksins var meðal heildsalanna í Reykjavík, sem áttu Morgunblaðið, og útgerð- armanna út um land. Með auknu frjálsræði í viðskiptum brotnaði heildalastéttin niður og nú eiga út- gerðarmennirnir Morgunblaðið. Og eins og fjármálaráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hefur Morgunblaðið lagst á sveif með þeim sem eiga afla- ndsfélög. Grið yfir skattsvikurum Um leið og til tals kom að skattrann- sóknarstjóri keypti gögn um tengsl Íslendinga við aflandsfélög skipaði Bjarni Benediktsson nefnd til að smíða frumvarp um skattgrið fyrir þá sem kæmu ótilneyddir með fjár- munina í ríkissjóð sem þeir höfðu Ofvaxið bankakerfi Kýpur hrundi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Það hafði belgst út af flóttapeningum héðan og þaðan en líklega mest frá Rússlandi. En íslenskir útgerðarmenn og fiskútflytjendur höfðu einnig notað skattaskjólin á Kýpur til að koma fé undan skatti og skiptum. Hrun bankakerfisins hafði víðtæk áhrif á Kýpur. Þar eins og annars staðar bar alþýða manna þyngstu byrðarnar. Nóta frá aflandsfélagi á Kýpur sem íslenskt útgerðarfélag notaði til skatta- og gjaldeyrisundanskota. Það er til heimilis í póstboxi við Makarios breiðgötu á Limassol ásamt þúsundum annarra félaga. Eitt af þeim félögum Samherja sem voru til rannsóknar vegna brota á gjaldeyrislögum var til heimilis á sama stað, kannski í næsta pósthólfi. gerðarmennirnir séu að leigja hús- in þegar þeir fara í sumarleyfi en í raun eru þeir að leigja af sjálfum sér eða taka út þá fjármuni sem þeir skutu undan. Önnur dæmi eru nefnd. „Börn útgerðarmanna taka aldrei náms- lán,“ sagði einn. Annar nefndi að það hefði tíðkast þegar áhöfn frystitogara var boðið til útlanda að útgerðarmaðurinn borgaði allt. Þótt áhöfnina hafi ef til vill grunað að það væri í raun hún sjálf sem væri að borga með peningum sem skotið hefði verið undan skiptum þá gat hún ekki bent á hvernig það hefði verið gert. Það hefur löngum verið vitað að peningum væri skotið undan skatti, skiptum og gjaldeyrisskilum við sölu á sjávarafurðum. Í síðasta Fréttatíma var rifjað upp að Rich- ard Thors gat lifað á slíku fé í næst- um 35 ár eftir að Kveldúlfur varð gjaldþrota. En þessi undanskot tilheyra ekki aðeins löngu liðnum tíma. Eins og fram kemur í um- mælum viðmælenda Fréttatímans voru þessi undanskot almenn og stórtæk áður en bankarnir fóru að bjóða upp á aflandsfélög í stórum stíl. Og eftir Hrun skrifaði Guðmund- ur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og máltæknimanna, grein um gríðarlegan mun á markaðs- virði sjávarafurða og því verði sem kom til skipta á Íslandi. Eftir að hafa dregið fram nokkur slík dæmi skrifaði Guðmundur: „Sjómenn, og þjóðin öll, eiga skýlausa kröfu á að þessi mál verði útskýrð. Ef stjórn- endur útgerðanna eru að gefa afurðirnar frá sér vegna lélegrar sölumennsku verða þeir stjórn- endur að víkja. Það er efnahagslegt skemmdaverk að gefa frá okkur sjávarafurðirnar á miklu lægri verðum en nágrannaþjóðirnar eru að fá, ef sú er raunin.“ Í kjölfar greinarinnar var fjallað um málið í Kastljósi en síðan hefur lítið verið fjallað um málið. Miðað við samanburð Guðmundar munar tugum milljarða króna á ári á upp- gefnu söluverðmæti og því sem ætla má að útflytjendur geti fengið á frjálsum markaði. Vandinn á Íslandi er sá að flest útgerðarfélög eiga sjálf sölufyrirtæki erlendis og því er engin frjáls verðmyndun, menn eru mest að selja sjálfum sér aflann. Eftirlitskerfið með þessum gríðar- legu viðskiptum heitir Verðlagsstofa skiptaverðs. Og eins og þau eftirlits- kerfi sem fjallað er um í greininni hér til hliðar er hún bæði fjársvelta og hefur ekki mannskap til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Á meðan svo er hafa útgerðarmenn þetta eins og þeim sýnist, segir Guðmundur Ragnarsson. svikið undan. Nefndin er enn að störfum og líklega er Bjarni brunn- inn inn á tíma. Í ljósi Panama-skjal- anna er ólíklegt að hann fái slíkt frumvarp samþykkt. En viðbrögð hans eru um margt lík viðbrögðum annarra fjármálaráð- herra flokksins. Fram á sjöunda ára- tuginn úrskurðaði fjármálaráðherra sjálfur refsingar vegna skattaundan- skota og beitti því valdi sjaldan. Og aldrei gagnvart flokksmönnum eða helstu fjárhagslegu stuðningsmönn- um hans. Þegar skattalögregla var loks sett á og lögum breytt svo að skattsvik færu fyrir dómstóla greip Magnús Jónsson á Mel, arftaki Gunn- ars Thoroddsen og fyrrum fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, til þess ráðs að veita öllum þeim grið sem höfðu verið til rannsókna vegna skattsvika.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.