Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 16

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 16
Það leikur draugur lausum hala á Vesturlöndum, draugur popúlismans. Um alla Evrópu eru gömlu stjórn málaflokkarnir að tapa stjórnartaum- unum til nýrra hreyfinga, hvort heldur eru hægri róttæklingar, Front National í Frakklandi, eða vinstri róttæklingar, Podermos á Spáni. Mímir Kristjánsson ritstjorn@frettatiminn.is Í Bandaríkjunum eru teikn á lofti um að frambjóðandi sem flokks- eigendur styðja ekki, eigi raun- verulegt tækifæri á því að verða forseti. Í Demókrataflokknum vekur velgengni Bernie Sanders gegn Hillary Clinton athygli meðan hægri popúlistinn Trump hefur brotið andstöðu innan Rebúblik- anaflokksins á bak aftur. Fleyið sem vaggar á öldum popúlismans uppi á Íslandi er sjóræningjaskúta Birgittu Jóns- dóttur. Píratar hafa trónað efst í skoðanakönnunum óslitið í meira en ár og eru nú nær jafnstórir og gömlu flokkarnir, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, til samans. Margir Íslendingar hugsa um Pírata sem dæmigert íslenskt fyrirbæri, afleiðingu þeirrar djúpu fyrirlitningar sem Íslendingar hafa á stjórnmálamönnum eftir efna- hagshrunið 2008. En Píratar eru klassískur popúlistaflokkur, bara einn margra í heilum sjórængja- flota sem er að takast að bylta öll- um stjórnmálum í Vestur-Evrópu. Birgitta Jónsdóttir á meira sam- eiginlegt með Bernie Sanders en Sigmundi Davíð. Raunverulega á hún meira sameiginlegt með Donald Trump þótt hana langi varla að heyra það. Ég vil þó undir- strika að ég horfi á popúlismann sem jákvætt afl, mjög nauðsynlegt verkfæri sem fólkið notar til að fullvissa sig um að þjóðkjörnir fulltrúar séu að vinna vinnuna sína. Popúlistabylgjan núna er svar fólksins við því að stjórnmála- menn hafi sett landið sitt á sölu. Hann er til í mörgum gerðum, allt frá þeirri fremur geðþekku, líkt og Birgitta Jónsdóttir og Píratarnir, og allt að alþýðlegum fasisma Do- nalds Trump. Samnefnarinn milli allra þess- ara hreyfinga er þó að þær eru far- vegur fyrir fólk til að taka stjórnar- taumana frá valdastéttinnni, sem hefur haldist illa á þeim. Það sem er áhugavert, er að gömlu hægri og vinstri hugtökin eru nú í bakgrunni eldri og mikil- vægari skilgreiningar, sem á rætur sínar að rekja aftur til frönsku byltingarinnar. Spurningin sem brennur á vörum fólksins á götum Aþenu, í heitu pottunum i Reykja- vík og kosningafundum í Wis- consin og Ohio er þessi: Á valdið að vera hjá meirihluta fólksins eða lítilli elítu sem veit betur en fólkið sjálft um hvernig framtíðin á að líta út. Á átjándu öld var elítan að- allinn og klerkastéttin en á okkar dögum eru það bankamenn, stjórn málamenn og embættis- menn. Það er sérlega alvarlegt að stjórn málamennirnir, sem eiga að vera fulltrúar fólksins, hafa vanrækt skyldur sínar í mörgum löndum og staðið saman sem einn maður í kringum sameiginlega hagsmuni, í baráttu við fólkið. Hvergi hafa þessar átakalínur ver- ið jafn skýrar og á Íslandi á árun- um eftir hrunið. Skilin milli hægri og vinstri eru nánast ógreinileg, línan liggur milli þeirra sem telja að stjórnmálamenn eigi að fá að starfa í friði í bakherbergjum og þeirra sem krefjast þess að fólkið fái meira milliliðalaust vald í hend- ur yfir framtíð landsins. Við sáum þetta í stríðinu um Icesave 2010. Þá vildi vinstri hreyf- ingin, með Samfylkinguna og Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar, berja í gegn samning yfir hausamótunum á fólki. Þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lögin frá Alþingi, hvöttu kjörnir fulltrúar, fólkið til að vera heima í stað þess að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ríkis- stjórnin vann því einbeitt að því að koma í veg fyrir að hlustað yrði á vilja þjóðarinnar. Svo var það stjórnarskráin. Al- þingi féllst á það, nánast í óðagoti árið 2008, að skrifa nýja stjórnar- skrá. Það var mikilvægur sigur fólksins. En síðan það var hefur Alþingi, núna með Framsókn og Sjálfstæðisflokk í broddi fylkingar, gert sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að vilji fólksins heyrist. Þrátt fyrir tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá sem var kallað á sér- stakan þjóðfund, Stjórnlagaráð, sem var kosið af fólkinu og að tveir þriðju þjóðarinnar hefði samþykkt stjórnarskrárákvæðin í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Al- þingi ekki samþykkt nýja stjórnar- skrá. Enn og aftur eru átakalín- urnar milli stjórnmálamanna og almennings. Við sáum hlægilegt dæmi um sama hlut þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs dró til baka umsóknina um aðild að Evrópu- sambandinu og neitaði íslensku þjóðinni um að fella aðildarum- sóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sýnir meira en nokkuð annað hversu miklar áhyggjur stjórnmála- stéttin hefur af því að fólkið fái sjálft að ráða. Meira að segja þegar þjóðin er sammála valdhöfum. Ekki þykir ráðlegt að setja fordæmi fyrir því og venja fólk á að taka þátt í að stýra þjóðarskútunni. Það er í svona málum sem Pírat- ar standa með almenningi. Flokk- urinn hefur enga aðra skoðun á ESB en að þjóðin eigi að fá að kjósa um málið. Píratar vilja einnig sam- þykkja nýja stjórnarskrá. Þetta er klassískur popúlísmi, eins og við þekkjum um alla Evrópu og frá kosningabaráttu Trump og Sand- ers í Bandaríkjunum. Birgitta Jónsdóttir er vel meðvituð um að það er ekki hugmyndafræði Pírata sem gerir það að verkum að þeir mælast með 38 prósent í könnunum. Í Noregi hefur systurflokkurinn, með sömu hugmyndafræði, vart 38 at- kvæði. Píratar sækja fram af því þeir eru andstjórnmála- flokkur, flokkur andstjórn- málamanna og Birgitta Jónsdóttir er andstjórnmála- maður líkt og Bernie Sand- ers og Donald Trump. Vaxtarskilyrði popúl- ismans eru sérlega góð á Íslandi. Stór norræn rannsókn, sem nýlega var kynnt, sýnir að þrjátíu prósent Norð- manna og tuttugu og fimm prósent Dana bera mikið traust til þjóðþinga sinna, á Íslandi eru það fimm prósent. Meðan popúlista- flokkar annars staðar streitast við að verða nógu stórir til að mynda rík- isstjórn, er erf- itt að sjá fyrir sér íslenska ríkisstjórn án Pírata eftir kosningar. Einar Már Guðmunds- son skrifar í Hvítu bókinni að Ísland hafi verið tilrauna- stöð nýfrjáls- hyggjunnar á árunum fyrir hrun. Velgengni Pírata gerir það að verk- um að Ísland er aftur að verða tilraunastöð, í þetta sinn fyrir popúlista. Hvað gerist þegar pop- úlistaflokkar ná völdum. Getur andstjórnmálamaðurinn orðið for- sætisráðherra án þess að verða um leið hluti af stjórnmálastéttinni? Birgitta Jónsdóttir hefur fram að þessu aftekið að taka við starfinu sem næstum fjörutíu prósent Ís- lendinga biðja hana um að gegna. Verða Píratar bara hluti af kerfislægri stjórnmálastétt eða getur flokkurinn áfram orðið verkfæri fólksins í baráttunni við Alþingi, verandi stærsti flokkurinn í Alþingishús- inu. Vinni Píratar í alþing- iskosningunum munu popúlistaflokkar um allan heim fylgjast spenntir með. Mímir Krist- jánsson er blaðamaður á Klasse- kampen í Noregi. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP 3840x21604K-UHDIPS SKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ Öflug leikjafartölva úr úrvalsdeild Acer með Soft-touch metal finish, 15” 4K IPS skjá, ofur öflugu leik- jaskjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi. 219.900 NITRO NÝTT VAR AÐ LENDA 4BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM VÖRUM! Birgitta Trumpsdóttir Birgitta Jónsdóttir er vel meðvituð um að það er ekki hugmyndafræði Pírata sem gerir það að verkum að þeir mælast með 38 prósent í könnunum. 16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.