Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 18

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 18
Hafðu okkur með í ráðum 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í. Það er ekki sjálfgefið að nýbakaðir foreldrar tengist börnum sínum tilfinn- ingaböndum. Þvert á móti eru að minnsta kosti 250 konur á landinu sem þurfa stuðning til að læra að elska ungbörnin sín og setja þarfir þeirra ofar sínum eigin. „Það er hægt, en tekur tíma,“ segir Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Fólk er ekki alltaf sammála um hvar mörkin liggja og hvenær barn telst vanrækt. Við lítum svo á að barn sem ekki fær tilfinn- ingalega næringu sé vanrækt. Jafnvel þó það fái mat, húsaskjól og alla þá veraldlegu hluti sem það þarfnast. Tilfinningalega van- rækt börn geta hugsanlega verið í hættu. Fjölmargar rannsóknir sýna að skortur á nánum tilfinn- ingatengslum aftrar þroska og hef- ur víðtæk áhrif á framtíð þeirra.“ Þetta segir Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi sem er einn af sér- fræðingunum sem mynda teymið FMB, foreldrar – meðganga – barn. Það þykir nokkuð framúrstefnu- leg geðheilbrigðisþjónusta og er afsprengi samvinnu geðsviðs og kvennadeildar Landspítalans. FMB er fyrir foreldra sem glíma við alvarlegan geðheilsu- eða tengslavanda. Þeir sem þiggja þjónustuna eru oftast nýbakaðar Móðurást Sérfræðingar á Landspítalanum hjálpa mæðrum að tengjast börnum sínum Sjáum ástarsamböndin fæðast Tilfinningalega vanrækt börn geta átt við svefn- vanda, óværð og næringarvanda að stríða. Mynd | NodicPhotos/GettyImages 18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.