Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 32

Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 32
Erfiðar ömmur Kæra móðir – takk innilega fyrir spurninguna þína. Ég veit að þú ert ekki sú eina í þessum heimi sem hefur lent í þessum aðstæðum eða svipuðum. Málið er að mæður sem hafa alið upp barn finnst mörgum hverjum, ef ekki flestum, þær verða sérfræðingar og jafnvel snillingar í þeim málum og það má til sanns vegar færa. Í ljósi þess finnst mörgum þær fá leyfi til að gefa ráð og hafa skoðanir um alla hluti er kemur að barnauppeldi. Vandinn er auðvitað að við erum ekki alltaf bestu dómarar í eigin sök. Þó eitt hafi hentað einu barni þá er alls ekki víst það sama henti því næsta. Fyrir alla þá sem hafa skilað góðu verki og hafa komið barni til manns er eitthvað sem allir geta verið stoltir og því viljum gjarnan miðla af því hvað við gerðum og hvernig – en gleymum að þetta er dulbúin stjórnun. Erfiðar tengdó Auðvitað er bara gott eitt sem býr að baki hjá tengdamóður þinni en það gerir einmitt málið aðeins flókið. Áhyggjur þínar eru rétt- mætar því það skiptir öllu máli fyrir barnið að fá ekki misvísandi skilaboð um það sem má. Þá er al- veg ljóst að þið foreldrar leggið lín- urnar með það. Frá fæðingu eruð þið að mynda tengsl við barnið og við finnum mjög fljótt hvað virkar og hvað virkar ekki. Það er enginn betri til að meta það en foreldrar barna hvað hentar barninu best. Sjálfstraust í uppeldi skiptir miklu máli og það fáum við með því að trúa á það sem við erum að gera og vinna að því og þá þarf sátt við tengdó. Sannleikurinn er eina leiðin Í þessu sambandi þá er sann- leikurinn eina vopnið. Þú þarft að byrja á því að ræða þetta við manninn þinn og sammælast um þá leið sem þið farið. Eins og við vitum þá getur verið erfitt að segja það sem í hjarta okkar býr en það er hægt að gera það á mjög uppbyggjandi hátt. Það sem þú gætir t.d. sagt við tengdamóður þína er að þú metir mjög mikils áhuga hennar og aðstoð og þú vitir að hún vilji þér og ykkur allt það besta. Hins vegar teljir þú að það henti fjölskyldu ykkar að gera hlutina á þann veg sem þið hafið ákveðið. Segðu henni að fyrir drenginn ykkar sé mjög mikilvægt að fá skýr skilaboð og hann eigi það skilið. Segðu henni jafnframt að það skipti þig miklu máli að fá stuðning hennar við þá ákvörðun. Ekki óttast sársaukann sem erfiðu samtali fylgir, þetta mun verða til þess að treysta ykkar bönd og hún mun meta þig fyrir einlægni þína. Magga Pála Uppeldisáhöldin Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Erfið tengdó? Hæ frábæra Magga Pála! Takk fyrir allt. Sonur minn er í einum af Hjallastefnuleikskólunum þínum og nýtur hvers augnabliks og við hjónin erum mjög ánægð. Ég vildi spyrja þig um fjölskyldumál sem snýst samt um uppeldi sonarins. Þannig er mál með vexti að ég og tengda- mamma mín höfum mjög ólíkar áherslur í uppeldinu og það verður stundum erfitt. Fyrst verð ég að segja að tengda- mamma er alveg frábær og mikil hjálp fyrir okkur og við viljum að hún sé ríkur hluti af æsku hans. En er það heppi- legt þegar annar aðaluppalandinn reynir að vera strangur og fylgja reglum (mamma og pabbi) en hinn (amma) lætur allt undan og dekrar? Ég er líka að tala um á heimilinu okkar, í matartíma og varðandi að horfa á sjónvarp að þá kemur það fyrir að ég segi nei og þá horfir litli guttinn spyrjandi á ömmu sína sem segir já. Mér finnst ekki heppilegt að gefa svona ólík skilaboð en hvað segir þú um þetta? Og eins með að strákurinn fái að heyra að ömmu hans finnist ég til dæmis ekki elda nógu sniðugan mat sem hentar ekki börnum, ég er alin upp í útlöndum og vandist allt öðruvísi matargerð en tíðkast hér heima, en mér finnst að barnið mitt eigi bara að venjast á sama mat og foreldrarnir borða. Það skal tekið fram að í leikskólanum borðar strákurinn góðan og hefð- bundinn íslenskan mat svo hann er ekki að missa af neinu. Ég hlakka til að vita hvort þú getir gefið mér einhver góð ráð varðandi þessi mál. Með bestu kveðju! Ráðvillt mamma SDS-MAX Brotvél með sogbúnaði Model HM1203 Afl 1510 W Höggtíðni 950-1900/mín Höggkraftur 19,1 J Titringur 15,5 m/sek2 Þyngd 9,7 kg SDS-PLUS bor- og brotvél fylgir með í kaupum Kr. 138.000,- með VSK ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is 32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.