Fréttatíminn - 15.04.2016, Síða 42
Guðfinna Kristinsdóttir, 24 ára,
og Hrannar Örn Karlsson, 25 ára,
keyptu sér eigið húsnæði í Miðtúni
fyrir tveim árum. Bæði hafa þau
kynnst leigumarkaðnum í gegnum
mæður sínar í uppvexti sínum
og bæði óska þau sér öryggis í
þeim efnum. Þau eru týnda kyn-
slóðin á þrítugsaldri sem í þeirra
tilfelli hefði aldrei getað átt fyrir
útborgun í eigin húsnæði nema
vegna tjóns og missi í eigin lífi.
Alda Lóa Leifsdóttir
altaloa@frettatiminn.is
Kynntust í hópi tölvunörda
Þrátt fyrir ungan aldur eiga þau Guðfinna
og Hrannar eigið húsnæði í Miðtúni og
sleðahundinn Tyrael en nafnið hans er
fengið úr tölvuleiknum Diablo. Í leiknum
er Tyrael engill viskunnar en þessi skír-
skotun í engil er persónulegri fyrir Hrann-
ar og Guðfinnu af því að sama ár og þau
fengu hundinn, 2013, dó Elísabet, móðir
Hrannars vegna veikinda.
Hún var nítján og hann tuttugu ára
þegar fóru að umgangast hvort annað í
gengum vinahóp þeirra við Tækniskólann.
Hópurinn var samsafn af fólki sem hefur
sameiginlegan áhuga á tölvutækni, tölvu-
leikjum og bíómyndum. Hrannar lærði
tölvunarfræði og Guðfinna hönnun við
Tækniskólann.
„Ég veit ekki hvernig við byrjuðum að
tala saman þannig að það endaði í sam-
bandi. Þetta þróaðist vægast sagt mjög
hægt,“ segir Guðfinna. „Ég hef áhuga á
tækni og tölvum en ég er miklu minna í því
heldur en hann og vinir hans. En ég náði
alltaf að spjalla við þá um tölvuleikina,“
segir hún og Hrannar bætir við: „Það er
kannski ekki endilega hobbíið sem tengir
okkur heldur er það frekar hvernig við lít-
um á lífið.“ Guðfinna segir að það sem að-
greini þau sé að hún sé kvíðin yfir minnstu
atriðum en Hrannar alltaf pollrólegur og
algjör klettur í sambandinu.
Lærðu ung að vinna fyrir sér
Við nánari athugun er það fleira sem þau
eiga sameiginlegt og kannski ekki tilviljun
að þau búa saman í dag. „Ég byrjaði að
vinna 11 ára við að steikja kleinuhringi og
raða í hillurnar þegar mamma rak Esso
bensínstöð í Reykholti. Ég fékk smá laun
og út frá því lærði ég að vinna og byrjaði 14
ára að vinna á Motel Venus með skólanum í
Borgarnesi en pabbi rak Mótelið. Við bjugg-
um þar og ég hjálpaði til við að koma upp
kvöldmatnum fyrir gestina. En svo vann ég
líka á sumrin á Hótel Eddu í Neskaupstað.“
Draumurinn er að flytja til
útlanda og lifa almennilegu lífi
Fyrirmynd Búra er hinn danski Havarti-rjómaostur sem
athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld
á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn.
Framleiðsla á Búra hófst árið 1980. Hann er mjúkur og
smjörkenndur ostur með vott af ávaxtasætu, ljúfum
sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd
einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum
ávöxtum, berjum og kryddsultum.
BÚRI
LJÚFUR
www.odalsostar.is
Fjárhagslega ábyrg og unnu með skóla
Þegar pabbi og mamma skildu og við
mamma og litla systir mín fluttum í bæinn
vann ég í Eldsmiðjunni með Hagaskóla og svo
Tækniskólanum. „Ég er alin upp þannig að
ég sá um mig sjálf og tók aldrei lán. Ég keypti
fyrsta bílinn minn sjálf og borgaði bílprófið
og keypti allar skólabækurnar fyrir eigin
peninga.“
Hrannar skýtur inn í: „Sama hér, eina lánið
sem ég hef tekið er íbúðarlánið okkar.“ Guð-
finna segir að mamma Hrannars hafi verið
öryrki og einstæð með rosalega lágar tekjur
og hafi kennt honum og bróður hans að taka
ekkert auka lán né að vera með auka greiðslu-
byrði, heldur þvert á móti að lifa ódýrt á því
sem væri í boði. Hrannar tekur undir þetta og
segir að það hafi ekki verið fá skipti sem hann
hafi borðað núðlur í matinn.“
Mæður þeirra eru bakhjarlarnir
Annað sem einkennir bakgrunn þeirra Guð-
finnu og Hrannars er að bæði uxu þau úr
grasi hjá mæðrum sem störfuðu ýmist við
umönnunar- og/eða verslunarstörf en störf-
Myndir | Alda Lóa Guðfinna og Hrannar með sleðahundinn Tyrael fyrir framan heimili sitt og fjárfestingu.
Týnda kynslóðin Ungt fólk hefur dregist efnahagslega aftur úr öðrum aldurshópum. Það hefur lægri laun
og fær minni stuðning en fyrri kynslóðir. Margt ungt fólk reynir að lifa íslenska drauminn; vinnur mikið og
skuldar mikið í von um að þetta reddist. Fréttatíminn mun fjalla um týndu kynslóðina á næstu vikum.
TEKJUR
-10%
-54.580 kr.
BÆTUR
-34%
-7305 kr.
EIGUR
-12%
-1.635.499 kr.
EIGIÐ FÉ
-39%
-1.607.853 kr.
25–39 ára frá aldamótum til 2014
Unga fólkið situr eftir
Ungt fólk á Íslandi hefur
setið eftir í efnahagslegu til-
liti. Á meðan kjör miðaldra
og eldra fólks eru í dag
nokkuð betri en um þau
voru um aldamótin eru kjör
ungs fólks umtalsvert lakari,
tekjur lægri og eignastaða
verri. Þessi skil á milli efna-
hagslegrar stöðu kynslóð-
anna skýra rof á pólitíska
sviðinu og krónískan land-
flótta.
Minni tekjur,
lægri bætur
Frá aldamótum hafa tekjur
ungs fólks dregist saman
á meðan tekjur eldra fólks
hafa aukist, fjárhagsleg staða
unga fólksins hefur versnað
á meðan staða eldra fólks
styrkist og yngra fólkið hefur
fengið minni stuðning út úr
skattkerfinu á sama tíma
ríkið hefur aukið stuðning við
eldra fólk. Hækkun íbúða-
verðs hefur haldið ungu fólki
frá kaupum og leiguverð
hefur keyrt niður kaupmátt.
Fleiri gefast upp
Það er með öðrum orðum
mun erfiðara að vera ungur í
dag en um síðustu aldamót.
Og skal þá engan undra að
ungt fólk hafi gefist upp á
stjórnmálaflokkunum sem
hafa byggt upp og viðhaldið
kerfinu sem vinnur gegn
því. Og það er skiljanlegt að
margt af unga fólkinu kjósi
að fóta sig fremur í nágranna-
löndunum þar sem er ríkari
stuðningur við námsmenn,
börn og unga foreldra.
42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016