Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 66
Rithöfundurinn
og forsetafram-
bjóðandinn Andri
Snær Magnason er staddur í lyft-
unni hans Spessa, ljósmyndara
í gömlu Kassagerðinni á Laugar-
nesi. Á ferðalaginu upp fjórar
hæðir hússins segir hann frá sín-
um hæðum og lægðum í ástinni
og Lególandi.
„Sem barn dreymdi mig alltaf
um Lególand, það var eins-
konar Mekka æskunnar. Ég fékk
þann draum ekki uppfylltan fyrr
en ég hafði formlega yfirgefið
áhyggjuleysi æskunnar. Ég var
með tveggja ára syni mínum sem
var of lítill í tækin svo við fórum
saman í kubbaherbergið, eða svo-
kallað Draumaland æskunnar.“
Skömmu áður en Andri Snær
fór í Lególand með fjölskyld-
unni bárust honum þær fréttir
að vinur hans hefði svipt sig lífi.
Vinur sem lifði hliðstæðu lífi og
hann sjálfur. „Við gengum báðir
í Árbæjarskóla og vorum vinstri
bakverðir hjá Fylki. Síðar fórum
við báðir í Menntaskólann við
Sund, eignuðumst kærustur sem
hétu Magga og áttum báðir okkar
frumburð vorið 1997. Ekki nóg
með það heldur eru mæður okkar
alnöfnur og systur okkar heita
Hulda, báðar fæddar í maí 1968.
Ég stóð þarna í Draumalandi
æskunnar og ábyrgð fullorðinsár-
anna helltist yfir mig.“
Á þessu augnabliki ferðaðist
Andri aftur í tímann til tvítugsár-
anna. Hann lýsir tilfinningunni
þegar allt var mögulegt og út-
ópíunni þegar allar dyr standa
opnar. „Árin eftir það lokar
maður dyrum og tekur ákvarð-
anir sem oft á tíðum hræða
mann. Annarsvegar er lífið stutt
og hinsvegar var hugmyndin um
ævistarf óbærileg, að vera eitt-
hvað eitt næstu 50 árin. Áhyggj-
urnar að geta ekki framfleytt
fjölskyldunni, að mistakast, verða
hugmyndasnauður og brenna
út. Ég var staddur í Draumalandi
æskunnar þegar ég yfirgaf hana
formlega.“
Hvað varðar hæðir í lífi Andra
eru þær sem veita hugarró þær
hæstu. „Þessar meðvituðu hæðir,
líkt og þegar ég vann stærstu
menningarverðlaun Þýskalands
og þegar við fylltum Þjóðleik-
húsið á mánudaginn, það eru
miklir sigrar en þeim fylgir
gjarnan stress og óróleiki. Ein
af þessum hæðum sem fylgir
hugarró, hamingja og einskær
kærleikur, var þegar við Magga,
konan mín, fórum saman til Brig-
hton. Ég var að taka á móti litlum
verðlaunum, ekkert viðtal, engin
ræða. Við einfaldlega nutum þess
að vera saman. Ég get ekki sett
fingurinn á nákvæmlega hvað
það var en þetta er tilfinning sem
kemur frá þindinni, að vera ást-
fanginn og upplifa hæðir í löngu
sambandi.“ | sgk
66 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
„Annarsvegar er lífið
stutt og hinsvegar var
hugmyndin um ævistarf
óbærileg, að vera
eitthvað eitt næstu
50 árin.“
Samkvæmt lista Wikipedia er yfir
nyrstu staði í heimi er Reykjavík
ekki nyrsta höfuðborg sjálfstæðs
ríkis á jarðarkringlunni. Svo kafað
sé í listann getur Akureyri státað
af nyrsta skyndibitastað í heimi,
nefnilega Dominos. Enn mark-
verðara er að á Íslandi
er líka nyrsta banana-
ræktun heims, auðvi-
tað í Hveragerði.
Nyrsta
bananaræktin
Draumaland
æskunnar
„Ég stóð þarna í Draumalandi æskunnar og ábyrgð fullorðinsáranna
helltist yfir mig, ég skildi ekki hvað hefði skilið þarna á milli.“
Lyftan #14
Spessi
Marie Kondo hefur gert það
að ævistarfi sínu að kenna
öðrum að skipuleggja
sig. Nýjustu skrif henn-
ar, Taktu til í lífi þínu!,
hefur farið sigurför um
heiminn. Hún fjallar um
japönsku KonMari aðferð-
ina, listina að grisja og endur-
skipuleggja heimilið. Bókin kom
nýverið út í íslenskri þýðingu.
1. Tæklaðu flokka
en ekki herbergi
Kondo mælir með því að byrja á
flokkum líkt og bókum, fötum,
pappírum, þvert á öll herbergi.
2. Berðu virðingu fyrir
eigum þínum
Ef hluturinn skiptir þig
máli, á sér hlutverk og
yrði saknað, þá má halda
honum.
3. Brjóttu saman,
ekki hengja upp
Kondo kennir þér að brjóta saman
og ganga frá fötum þannig yfirsýnin
sé góð en taki ekki mikið pláss.
4. Elskaðu fataskápinn þinn
Enduruppgötvaðu þinn stíl og haltu
áfram að skapa fataskáp byggðan á
fötum sér þér líður vel í.
Burt með drasliðGLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki
og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum
ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa
og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Gamli og nýi tíminn mætast í borg
sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í
Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs
og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku
frá maí til október.
VERÐ FRÁ 89.000.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
100% DÚNSÆNG FYRIR
FERMINGARBARNIÐ
FERMINGARLEIKUR
LÍN DESIGN
MIÐAR Á
JUSTIN BIEBER
SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ
Áttablaðarós
Verð nú 9.990 kr
Verð áður 12.980 kr
Blómahaf
Verð nú 7.990 kr
Verð áður 15.490 kr
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI
SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS
100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr