Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 88

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Snemma árs 2014 var frumflutt í leik- húsinu Volksbühne í Berlín ópera í fjórum hlutum, Der Klang der Offen- barung des Göttlichen, eftir tón- skáldið Kjartan Sveinsson og Ragnar Kjartansson myndlistarmann. Á ís- lensku nefnist verkið Kraftbirtingar- hljómur guðdómsins og byggir á Heimsljósi Halldórs Laxness. Það var nær fimmtíu mínútur að lengd, flutt af Film Orchestra Babelsberg og Filmchor Berlin undir stjórn Davíðs Þórs Jónssonar við drama- tískar sviðsmyndir Ragnars, án leik- ara á sviðinu. Óperan vakti mikla athygli í Berlín og var síðan sett upp í Borgarleikhús- inu á Listahátíð í Reykjavík. Nú hef- ur útgáfufyrirtæki sem Ragnar á í, Bel-Air Glamour Records, ásamt The Vinyl Factory, virtum útgefanda tón- listar á vínyl, gefið tónlist Kjartans út á tveimur plötum með ljósmyndum úr uppfærslunni, en hún er einnig fá- anleg í stafrænni útgáfu sem hægt er að hlaða niður. Kjartan vakti fyrst athygli tónlistarunnenda sem einn meðlima hinnar ofurvinsælu hljómsveitar Sig- ur Rósar sem hann var í á árunum 1997 til 2012 og lék í henni á hljóm- borð og gítar, auk þess að sjá mikið um útsetningar hljómsveitarinnar. Eftir að hafa ferðast með hljómsveit- inni um heiminn í áratug hætti Kjart- an því árið 2008 en hélt áfram að vinna með félögum sínum í hljóð- verinu, þar til hann sagði endanlega skilið við sveitina fjórum árum síðar. Hann lagði á þeim tíma stund á tón- smíðanám við Listaháskóla Íslands og var farinn að semja sjálfstæð tón- verk. Þá hefur Kjartan unnið mikið í samstarfi við aðra listamenn. Sam- starfið við Ragnar hefur ekki síst ver- ið fjölbreytilegt og gjöfult; auk sam- vinnuverkefnisins Der Klang… má nefna að Kjartan kemur fram í hinu marglofaða myndbandsverki The Visitors, hann samdi lögin fyrir inn- setninguna Take me Here by the Dishwasher, sem hópur gítarleikara lék og söng án afláts, hann samdi tón- listina sem hornaflokkur lék í litlum báti sem sigldi síendurtekið milli bryggja við Arsenale-bygginguna í Feneyjum á Feneyjatvíæringum árið 2013, og þá samdi hann tónlistina við aðra óperu, Krieg, sem einnig var flutt í Volksbühne nú fyrr á árinu. Þá hefur Kjartan öðlast talsverða reynslu af því að semja kvikmynda- tónlist og má nefna þrjár myndir eftir Rúnar Rúnarsson: kvikmyndirnar Eldfjall og Þresti og stuttmyndina Síðasta bæinn. Svo hefur Kjartan nokkuð unnið að upptökustjórn og stýrt upptökum á plötum Ólafar Arn- alds og Kristínar Önnu Valtýsdóttur. Fullkomnun sem verður aldrei fundin Þrátt fyrir að Kjartan hafi komið þetta víða við í tónlistinni er útgáfan á Der Klang der Offenbarung des Gött- lichen sú fyrsta á einkatónsmíðum hans. „Til að byrja með var ekkert rætt um að gefa þetta út, ég þurfti bara að semja tónlist fyrir uppfærsluna í Berlín,“ segir Kjartan þegar sest er niður að ræða um útgáfuna og tón- smíðarnar. Hann hafði þá þegar sam- ið tónlist við uppsetningu Kjartans Ragnarssonar leikstjóra, föður Ragn- ars, á Heimsljósi, en það var jólasýn- ing Þjóðleikhússins veturinn 2011. Kjartan telur að sú sýning hafi jafn- vel kveikt í Ragnari að vinna áfram með verk Halldórs Laxness. „Mér hefur alltaf þótt vænt um tónlistina sem ég vann fyrir sýn- inguna, var nokkuð ánægður með stefin og ákvað síðan að vinna áfram með þau fyrir sýninguna í Berlín, þau komu því flest úr leikhúsinu,“ segir Kjartan. „Eftir að ákveðið var að ráðast í verkið hafði ég alveg ár í að semja tónlistina. Til að byrja með gerðist ekkert en svona hálfu ári fyrir frum- sýninguna fór ég að vinna að þessu af krafti og sá þá enn betur að annað kom ekki til greina en að nota stefin sem ég hafði samið fyrir leikhúsið.“ – Sviðsverkið vísar mjög ákveðið í leikhús- og óperuhefð fyrri tíma, í hið ægifagra og rómantík. Þú byggir upp rómantískan en um leið mínimalískan og endurtekinn hljómagang, ákveðna sefjun; var þér sú leið strax ljós? „Upphaflega átti þetta að vera Wagnerískara,“ svarar hann og bros- ir. „Og verkið er svo sem dramatískt. Ég held að þessi endurtekning og mínimalismi hæfi verkinu mun betur en óstöðvandi dramatík allan tímann. Í henni er ákveðin hógværð sem hæf- ir leikmyndinni. Það eru markviss ris í köflunum fjórum en tónlistin er ekki frek, hún fær tíma, verður smám saman dramatískari áður en hún minnkar aftur.“ – Það vantar nú ekki dramatíkina í verkið og það hrærði við tilfinningum margra. Við frumsýninguna í Berlín sat til að mynda við hlið mér kona sem hágrét. Finnst þér eftirsóknarvert að hræra á þann hátt við tilfinningum áheyrenda? „Útkoman var bara tónlist sem ég kann að meta. Auðvitað er maður allt- af að leita að einhverri fullkomnun en finnur hana aldrei. En að ná þó að komast nærri einhverju sem maður er sáttur við er ánægjulegt.“ Þegar spurt er hvort Kjartan hafi einhverja skilgreinanlega hug- myndafræði um það hvernig hann kýs að skrifa tónlist sína út fyrir hljóðfæri segir hann ekki svo vera. „Í þessu verki er ég sem dæmi með fá stef og fer því óhjákvæmilega að leika mér með þau því við gengum út frá því að verkið yrði 40 til 50 mín- útur. Það kom frekar auðveldlega. Ég er að breyta dúrstefjum í mollstef, spegla og snúa þeim við og hreyfi þau ryþmískt til og í sjálfu sér er það ekki flókið – meira og minna 19. og jafnvel 18. aldar aðferðir í tónsmíðum. Tón- málið er mjög hefðbundið. En það kom meira ómeðvitað en sem meðvit- aður ásetningur. Svo kemur inn í það mínimalisminn, sem hefði nú verið bannaður á þeim öldum, endurtekn- ingarnar og slíkt. Þetta eru mikið sömu tóntegundirnar – eins og mantra.“ Byrjaði sem kántrí-melódrama Þegar Kjartan er spurður út í sam- starfið við Ragnar, sem hefur staðið í fimm ár, segir hann þetta tónverk, Der Klang…, skera sig nokkuð úr því það hafi verið samvinnuverkefni. Í öðrum hefur hann komið með tónlist inn í verk Ragnars. Segir Ragnar honum þá hvers konar tónlist hann þarf? „Lagið fyrir Feneyjaverkið S.S. Hangover átti líka að vera Wagner- ískt!“ segir hann og brosir. „Annars ræðum við þetta ekkert mjög mikið, hann treystir mér fyrir því að koma með það sem þarf. Í Dishwasher eru tíu lög sem fléttast inn í hvert annað; í því fyrsta sem ég samdi þar ímyndaði ég mér hvers konar lag Raggi myndi semja – byrjaði á einhverju kántrí- melódrama og flækti það svo. Ég reyni bara að skilja hann og vinn út frá því.“ – Svo hefurðu gert nokkuð af því að semja fyrir kvikmyndir – þú ert mikið samvinnutónskáld. „Já, ætli það megi ekki segja það. það er hvetjandi að vera í góðu sam- starfi. Það gefur manni þetta auka rými til að fara út fyrir sjálfan sig, sem mér finnst gott. Og í kvikmynda- músík, sem er mjög opið form, gerist oft eitthvað sem öðlast framhaldslíf. Formið er svo opið að oft þarf enga framvindu. Lögin eða stefin geta ver- ið opin í báða enda og það getur verið þægilegt. Þau þurfa að þjóna hinu sjónræna en möguleikarnir eru mikl- ir. Stundum er bara um að ræða stef sem lifa í fimm sekúndur, það þarf ekkert að byggja neitt upp, þau fljóta bara í einhverri stemningu og mér finnst það mjög skemmtilegt. Og í þeirri vinnu koma oft upp hugmyndir sem lengi má vinna með áfram. Eftir að hafa unnið að bíómynd á maður stundum bunka af stefjum. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með í kvikmyndaferlinu. Byrja á að lesa handritið og velta stemningunni fyrr mér og svo sé ég hráklipp og byrja að semja tónlistina við þau. Þetta er ákveðið þjónustuhlutverk en mjög mikilvægt. Maður hefur séð kvikmyndir sem lofa mjög góðu en eru ónýtar því tónlistin virkar ekki.“ – Í slíku samstarfi skiptir sveigjan- leiki listamanna máli. Skiptir hljóm- sveitarbakgrunnur þinn þar máli, að kunna að sættast á málamiðlanir og kasta hugmyndum á milli? „Já, já. Hljómsveitarárin eru aðal- skólinn,“ svarar Kjartan, hugsar sig svo um og bætir brosandi við: „Ég held samt að ég sé sveigjanlegri nú en ég var þá! En ég hef reynt margt í músík og það sem ég lærði í Listahá- skólanum hefur svo sem líka skipt máli.“ Vill líka fá að spila á rafmagns- gítar og trommusett – Hvað gaf það þér sem reynslan kenndi þér ekki, eins og það að út- setja og semja fyrir Sigur Rós? „Ég vildi verða betri í þessum hefð- bundnu hlutum, eins og útsetningum, tónsmíðaaðferðum og hljómfræði. Ég vildi sækja í fræðigreinar en í skól- anum hins vegar var mikil áhersla lögð á það að vera skapandi og gera eitthvað sniðugt, sem ég hafði ekkert mjög mikinn áhuga á. Ég lærði samt hitt og þetta, ekki síst í hljóm- fræðitímum þegar maður var að greina Wagner, Debussy og slíkt. Ég vildi styrkja grunninn minn. En fyrir mér er svo eðlilegt að búa til músík, ég hef alltaf gert það og hef ekki þurft hvatningu til þess – þótt það sé að verða mikilvægara nú þeg- ar ég er orðinn eldri og staðnaðri.“ Hann glottir. „Og það er ekki eins og ég sé alltaf að skapa tónlist, ég geri margt annað, kannski of margt ann- að… En þegar ég er að semja eru það oft tarnir sem taka tíma.“ – Verður tónlistin til við píanóið? „Bæði og. Þó alltaf minna og minna. Ég spila orðið svo lítið á hljóð- færi að tengingin við þau verður alltaf minni og minni. En ég er alltaf með „Hljómsveit- arárin eru aðalskólinn“  Kjartan Sveinsson segist hafa verið heppinn með það að geta og mega gera það sem hann langar til að gera Félagar Kjartan Sveinsson og Ragnar Kjartansson á sviðinu í Volksbühne.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.