Berklavörn - 01.06.1945, Qupperneq 19

Berklavörn - 01.06.1945, Qupperneq 19
fyrir samtökum þessum, og sú von er orð- in að veruleika með byggingu vinnuheim- ilisins. Hinar opinberu varnir, berklahæl- in, og nú síðast hin almenna berklaskoðun, voru góð til varnar, en hinsvegar var ekki séð fyrir vinnu handa þeim, sem þurftu að vinna til þess að fá aftur lífsþrótt og áhuga fyrir lífinu. Vinnuheimilið á að vekja nýjar vonir í brjóstum hinna veikbyggðu. Það er stór- virki berklasj úklinganna sjálfra, sem hafa að vísu notið rnikils skilnings, stuðnings og samúðar, en forgangan og verkið sjálft er þeirra verk. Berklaveikin er sem betur fer í rér.un, en þó er varla nokkur karl eða kona í landinu, svo að eigi hafi misst ættingja, náinn vin. leikbróður eða leiksystur úr berklaveiki. Þjóðin er þess vegna öll í þakkarskuld við þá menn, sem hafa beitt sér fyrir byggingu vinnuheimilis berkla- sjúldinga. Starf þeirra er til fyrirmyndar fyrir þá, sem vilja vinna að mannúðai’mál- um til almenningsheilla. Rétt er og nauð- synlegt, að ríkið reisi og reki sjúkrahús og ýmiskonar hæli, en hitt er ekki síður nauð- syn að auka samúð, félagsskap og sam- vinnu meðal landsmanna, en til þess eru samtök, slík sem samband íslenzkra berklasjúklinga, mæta vel fallin og fer vel á því að almenn samtök og ríkisvaldið haldist í hendur um úrlausn mannúðar- og þjóðþrifa mála. ísland er að vísu ennþá „Ægi girt“ en það er ekki lengur „langt frá öðrum þióð- um“, heldur í hringiðu heimsins. Þarfir landsbúa eru augljósar, en auk þess að vinna að því að uppfylla þær, eigum við að kappkosta að eignast þann metnað, að standa öðrum þjóðum framar í hverskon- ar mannúð og félagslegum þroska. Á þann hátt getum við unnið öðrum þjóðum gagn. Baráttan við þjáningar, sjúkdóma og ör- birgð er þjóðfélagsvandamál, en jafnf ramt viðkomandi hverjum einstakling. Allir eiga að láta sig þessa baráttu skipta. Aðr- ar þjóðir hafa herskyldu. Erfitt mun að skylda menn til hinnar þjóðfélagslegu bar- áttu, en almennt velsæmi ætti að bjóða mönnum, að í þeirri baráttu má enginn sitja hjá. Kvíðinn fyrir komandi degi hefur lamað lífsþrótt alls fjöldans og verið upphaf ým- iskonar óhamingju og óhappaverka. Á þetta hefur verið bent af umbóta- og fram- faramönnum. Og nú standa vonir manna til þess, að hinn nýi heimur, sem rís upp á rústunum eftir styrjöldina, byggist á þeirri kenningu, að hver þjóð fyrir sig og hið nýja þjóðabandalag í heild, einbeiti öllum kröftum til þess að efla andlegt og efnalegt frelsi þegnanna og útrýma skort- inum og kvíðanum. Samband íslenzkra berklasjúklinga hef- ur hafizt handa um að útrýma kvíðanum frá berklasjúklingum, sem brottskráðir eru af heilsuhælum, en alltaf eru nóg verk- efni eftir óleyst. Þau eru svo mörg, að það er full nauðsyn þjóðlegrar vakningar í þessu efni og því fyrr, sem almenningi verður þetta ljóst, því betri mun árangur- inn verða. T5appclrœtii 55. c J. "15. 55. Flugvélin er framtíðar-samgöngu- tæki Islendinga. I happdrætti S. í. B. S. er einn vinningurinn tveggja manna flugvél og flugnám. Þjóðnýtara fyrirtæki en Vinnu- heimili S. í. B. S. er ekki hægt að styrkja. Kaupið því happdrættismiða S. í. B. S. Munið happdrætti S. í. B. S.! BERKLAVÖRN 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Berklavörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.