Berklavörn - 01.06.1945, Síða 36

Berklavörn - 01.06.1945, Síða 36
frá lampanum, kemur þéttur skuggi á skerminn af hlutnum. Myndin hverfur um leið og straumurinn er rofinn. Beinin í höndinni gefa á sama hátt þéttan skugga, en vöðvar og húðin mun vægari. Þessi mis- munur á þéttleika skugganna er kominn undir eðlisþunga efnanna. Eftir því, sem efnin eru þyngri í sér, gefa þau þéttari skugga. Geislarnir fara hindrunarlaust í gegnum loftfylltan lungnavefinn, ef hsnn er heilbrigður, en bólgublettir gefa skugga, mismunandi þétta, eftir því, hve bólgan er mikil. Læknirinn sér skuggann af srnn- leikanum, eða því sem er. List hans er í því fólgin að greina og þýða hina mismun- andi skugga, og þekkja þær sjúklegu breytingar, sem valda þeim. Hann verður að vera ,,skyggn“ á sína vísu. — Við rönt- genmyndatöku kemur ljósnæm filma i stað skyggniskermsins. Hún er næm fyrir venjulegri birtu auk röntgengeisla, og er þ\ú í lokuðu ljósheldu hylki. Vinningurinn við það að taka mynd, er auk annars sá, að þannig fæst góð heimild um ástand sjúkdómsins á hverjum tíma og myndina má geyma og hafa til samanburðar síðar. Sjúklingar koma reglulega með vissu milli- bili á berklavarnarstöðina til skyggninga. Á þann hátt er fylgzt með sjúkdómum og þeim aðgerðum, t. d. loftbrjóstmeðferð, sem gerðar eru til þess að lækna sjúkdóm- inn. Röntgenmyndir eru venjulega teknar í byrjun, ef eitthvað athugavert hefur komið í ljós, eða til þess að staðfesta breyt- ingar, se,m orðið hafa. Röntgenfilman er næmari en skyggniskermurinn, svo að smávægilegar sjúkdómsbreytingar í lung- unum geta komið gleggra fram. Aðferð- irnar bæta þó hvor aðra upp. Við allsherjar berklaskoðun hér í Reykjavík, sem nýlega er lokið, voru tekn- ar röntgenljósmyndir á röntgend. L.snd- spítalans. Þær verða þannig til, að skyggni- myndin er ljósmynduð. Skyggniskermur- inn og ljósmyndavélin eru sambyggð sem eitt áhald. Það er fullkomlega ljósþétt, svo að myndirnar má taka í fullri birtu. Sjúkl- ingurinn leggur brjóstið að áhaldinu, rcnt- gengeislum er beint í gegn um hann brot úr sekúndu, skyggnimynd af lungunum kemur fram, og ljósmyndast hún um leið. Skyggnimyndina á skerminum sér því enginn, nema auga ljósmyndavélarinr.ar, sem er í sambandi við hann. Stærð fiim- unnar, sem þannig er tekin, er 10X12,5 cm. Sumsstaðar hefur verið notuð minni filmustærð, en sú stærð sem hér er notuð, þykir mjög heppileg. Filmuna má skoða með eða án stækkunarglers, en minni film- ur þai’f að skoða í stækkunarvél, og meiri hætta á því að óverulegar sjúkdómsbreyt- ingar geti farið fram hjá lækninum. Brjóstþykkt hvers og eins er mæld, og styrkleiki röntgengeislanna miðaður við hana. Nafn, fæðingardagur, ár og heimil- islang er skrifað á smá miða. Miðanum er þannig fyrir komið, að nafnið kemur á sjálfa filmuna, þegar myndin er tokin. Þannig á að vera öruggt, að hver filma sé rétt merkt. Röntgenljósmyndir gera yfirgripsmikl- ar hópskoðanir á fólki mögulegar. Filmu- kostnaðurinn er aðeins 1/10 af því, sem stór filma kostar. Auk þess gerir hin lit-la fyrirferð geymslu myndanna auðveldari. Tækin eru þannig gerð, að mikinn fjoida sjúklinga má skoða á tiltölulega stuttum tíma. Það er seinagangur að taka einn á mínútu, en 70—75 á klukkustund bótti okkur mjög hæfilegt. Röntgenlampinn ræður nokkru um það hver hraði er á, því að hann má ekki hitna yfir visst mark. Alltaf má gera ráð fyrir því, að ein og ein filma eyðileggist, þótt lítil brögð væru að því við berklaskoðunina hér s. 1. vetur. Sumar filmur geta verið gallaðar frá verksmiðjunni. Rafmagnsbilun getur og eyðilagt filmur í dimmstofu, en við getum 20 BEEKLAVÖEN

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.