Berklavörn - 01.06.1945, Síða 37

Berklavörn - 01.06.1945, Síða 37
ALFREÐ GÍSLASON, læknir: VEFRÆNIR SjÚKDÓMAR - SÁLRÆN LÆKNING Alfreð Gíslason. Maður, sem til þessa hefur verið heilsu- góður, fer að kenna stingverkjar í brj óst- inu. Hann kann óþægindunum illa og tekur að hugleiða, af hverju þau stafi. hrósað happi, að myndatakan tókst með ágætum. Mikið er komið undir leikni og árvekni starfsfólksins. Berklaskoðunin, sem hér var fram- kvæmd, er einstök, þar sem íbúar heillar borgar eru röntgenskoðaðir. Annars stað- ar mun það enn ekki hafa verið gert. Hins- vegar hafa hernaðarþjóðirnar gert slfkar skoðanir á hermönnum í stórum stíl, og starfsmannahópum. Berklayfirlæknirinn, Sig. Sigurðsson, á skilið miklar þakkir fyrir það menningar- afrek í heilbrigðismálum, að hafa komið í framkvæmd allsherjar röntgenskoðun íbúa Reykjavíkur. Athyglin beinist meir og meir að verkn- um og staðnum, þar sem hann situr. Ef til vill gæti þetta verið bólga í brjósthimnu eða lunga og því ekki hættulaust. Beygur og kvíði setjast um sál hans, óvissan kvel- ur hann, og andlega getur hann ekki á heilum sér tekið.Stingurinn helzt og jafn- vel magnast samfara sálarró hans. Loks fer hann til læknis og skoðun fer fram. Lungu og brjósthimna reynast heilbrigð, en brjóstvöðvarnir öðru megin eru aumir viðkomu. Úrskurðurinn fellur, þetta er vöðvagigt. Nú er þungu andlegu fargi létt af sjúklingnum. Kvíðinn og áhyggj- urnar veðrast burtu. Verkurinn helzt að vísu, en athyglin beinist nú minna að honum en áður og við það er sem missi hann sárasta broddinn. Sannfæringin am, að hér sé meinlítill kvilli á ferðinni, veitir honum þegar verulegan hluta batans. Þegar um alvarlegan líkamlegan sjúk- dóm er að ræða, er sú ein meginkrafan í meðferðinni, að sjúklingurinn fái að njóta hvíldar, ekki aðeins líkamlegrar kyrröar heldur og andlegs næðis. Það er reynt að vernda hann gegn því, sem þreytt geti hann andlega og sér í lagi fyrir öllu, er valdi honum geðshræringa. Þetta er við- urkenning á þeirri staðreynd, að andleg áreynsla og snöggar geðbreytingar hafa uggvænleg áhrif á gang líkamlegra sjúk- dóma. Jafnt lærðum sem leikum er það ljóst, að það gengi mannsmorði næst að tjá fár- veikum manni, að nú væri úti um alla lífs- von, hans biði ekki annað en dauðinn. Það andlega áfall, sem af slíkri yfirlýsingu leiddi, gæti hæglega jafngilt lokaósigi’in- um i sameiginlegri baráttu líkama og sál- ar við sjúkdóminn. í fullum skilningi þessa er ekki eingöngu leitast við að bægja frá sjúklingnum óþægilegum sálarlegum áhrif- um, heldur er beinlínis reynt að telja í hann kjai’k, vekja og glæða vonir hans um BERKLAVÖRN 21

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.