Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 1
Fólskuleg hópárás á
unglingsstúlku tekin
upp á síma
Lögreglan rann-
sakar unglings-
stúlkur vegna
líkamsárásar
gegn eineltis-
fórnarlambi
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
rannsakar fólskulega líkamsárás
sem beindist gegn unglingsstúlku
nærri Langholtsskóla. Ein stúlkan
tók árásina upp á síma og hefur
Fréttatíminn myndskeiðið undir
höndum. Þar sjást þrjár stúlkur
lemja og niðurlægja unglings-
stúlkuna, sem er nemandi í
Austurbæjarskóla, með hrotta-
legum hætti, en árásin átti
sér stað á þriðjudaginn var.
„Þetta mál er í algjörum
forgangi hjá okkur,“ sagði
Benedikt Lund, lögreglu-
fulltrúi hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu
sem varðist þó allra frétta
af málinu þar sem stúlkurn-
ar eru allar undir átján ára
aldri. „Við erum með um
fjögur hundruð mál á okkar könnu,
þannig að það ætti að sýna hversu
alvarlega við töku á þessu máli,“
bætti hann við.
Samkvæmt heimildum Frétta-
tímans var stúlkan lokkuð upp í
Langholtsskóla þar sem hinar stúlk-
urnar virðast hafa setið fyrir henni.
Engin þeirra er þó nemandi í skól-
anum. Myndbandið sem um ræðir
er rétt um hálf mínúta og sýnir lok
árásarinnar. Þar má sjá fórnarlamb-
ið sitja hágrátandi á gangstéttinni
á meðan ein stúlka, sem hefur sig
mest í frammi, sparkar í bak og
hnakka fórnarlambsins. Þá heyrist
fórnarlambið hrópa „fyrirgefðu“
þegar sú sem leiðir árásina rífur
í hárið á henni. Hún sparkar því
næst kröftuglega í bak stúlkunnar.
Ungur maður sést í myndskeiðinu
og má heyra að hann er að hringja
í lögregluna. Þá reynir annar pilt-
ur að bægja stúlkunum frá þar sem
hann stumrar yfir fórnarlambinu.
Samkvæmt heimildum hefur
stúlkan mátt þola gróft einelti, þá
helst á netinu. Ekki náðist í skóla-
stjórnendur Austurbæjarskóla
vegna málsins.
Stjórnarmaður í foreldrafélagi
skólans, Stefán Jónsson, hafði ekki
heyrt um málið þegar Fréttatíminn
ræddi við hann degi eftir árásina.
„En við munum að sjálfsögðu
óska eftir upplýsingum um málið,“
sagði hann í samtali við blaðið.
Fjölskyldu fórnarlambsins er
mjög brugðið og vildu þau ekki tjá
sig um málið og sögðust treysta
því að lögreglan rannsakaði það til
hlítar.
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
18. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 06.05.2016
Þrjár stúlkur sjást á myndbandinu á meðan sú fjórða tekur árásina upp. Tveir vegfarendur reyndu að koma fórnarlambinu til aðstoðar.
Talið er að árásin sé tilkomin vegna eineltis en fórnarlambið er nemandi í Austurbæjarskóla. Lögreglan segir málið alvarlegt.
Gróft eineltismál í forgangi
Almenningur tapaði
750 milljörðum
Aflandsreikningar
sköpuðu gríðartjón
Dorrit slapp ekki við
útvarpsgjaldið
Neikvætt eigið fé
Dorritar ehf.
10
6
Fyrsta tölublað
Vala og Ásgeir
Allt það góða við
Ísland er að versna 20
Ólga vegna
Seljahlíðar
Óánægðir aðstandendur 14
Svín í framboði
Furðulegir forseta
frambjóðendur 24
Mynd | Hari
www.sagamedica.is
SagaPro
Minna mál með
KRINGLUNNI ISTORE.IS
Viðurkenndur endursöluaðili
Sérverslun með Apple vörur
DJI vörurnar eru lentar!
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum verslana
„Sem hlaupari þá er mikilvægt að
halda öllum liðum vel smurðum.
Ég hef notað Nutrilenk Active í
töluverðan tíma og finn að líkaminn
þolir langvarandi álag mun betur og
eymsli í liðum eru miklu minni en
áður. Ég mæli hiklaust með Nutrilenk
Active. Það virkar.“
Friðleifur Friðleifsson,
hlaupari og íþróttamaður.
Eitt mest selda
bætiefni fyrir
liðina á Íslandi.
BIRNA GLÍMDI VIÐ
ÍÞRÓTTAÁTRÖSKUN
Á UNGLINGSÁRUNUM
ÓLÖF SIGRÍÐUR
ER EFNILEGUR
FATAHÖNNUÐUR
HLEYPUR
MARAÞON Í
JAKKAFÖTUM
MAGGA PÁLA:
ÞRIGGJA ÁRA
SEM LEMUR BÍTUR
OG SLÆR
FANNEY Í DRAUMASTARFINU HJÁ JAMIE OLIVER 4
HLAUPADROTTNINGIN
MÖLBRAUT Á SÉR
RISTINA OG
HLEYPUR
VARLA AFTUR
TRÚIR EKKI
HVAÐ LAGIÐ
ER VINSÆLT
FÖSTUDAGUR
06.05.16
SILJA
ÚLFARS
4 SÓLGLERAUGU
SEM FULLKOMNA
SUMARLÚKKIÐ