Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 16
Maðurinn býr enn í þjónustuíbúðinni og segist ekki vilja koma óorði á starfs- fólkið með því að segja nánar frá atvik- inu. Hann segist kunna vel við starfsmenn Seljahlíðar. Þá hafði aðstandandi konu sem býr í húsinu samband við Fréttatímann og sagði frá því að mjög erfiðlega hafi geng- ið að fá aðstoð fyrir hana að næturlagi. Konan glímdi um tíma við miklar auka- verkanir af lyfjum og var hrædd og ótta- slegin um nætur. Fjölskyldunni hafi verið tjáð af starfsfólki að þjónusta á nóttunni væri ekki innifalin og starfsfólkið gæti lít- ið fyrir hana gert. Aðstandendur hennar hafi reynt að óska eftir auknu eftirliti með henni á nóttunni en konan ekki talin nógu veik til að fá viðbótarþjónustu. Hrædd um að „fá að heyra það“ Inga Snorradóttir er meðal þeirra aðstand- enda sem segja að seint hafi verið brugðist við öryggiskalli íbúa að næturlagi. Hún segir að lítið mark hafi verið tekið á orðum móður hennar þegar hún óskaði eftir að- stoð vegna ónæðis. „Þannig háttaði til að á sama gangi og hún var sjúklingur með alvarlega heila- bilun. Var oft mikið ónæði af viðkomandi þar sem hann rataði ekki um og ráfaði inn í herbergi mömmu hvort sem var að degi eða nóttu. Það kom því oft fyrir að hún reyndi að fá næturvaktina til að koma og fjarlægja viðkomandi og koma honum í rúmið. Iðulega beið hún allt frá einum og upp í þrjá klukkutíma. Svo þegar vaktin mætti var hún sögð fara með vitleysu, að það væri enginn á ferli.“ Inga segist hinsvegar ekki hafa haft ástæðu til að véfengja móður sína. „Ég horfði upp á það dag eftir dag að þessi sjúk- lingur gekk inn í herbergi mömmu með- an ég var í heimsókn hjá henni og hafði því enga ástæðu til að rengja hana, þegar hún sagði að þetta gerðist líka á nóttunni. Ég íhugaði stundum að gista þarna, til að kanna málið. Það hvarflaði því að manni að næturvaktin svæfi á verðinum. Móður minni var ekki vel við að ég kvartaði því hún sagði að „þá fengi hún bara að heyra það.“ Þetta er auðvitað ekki boðlegt, þegar eldri borgurum finnst þeir þurfa að þegja þegar á hlut þeirra er gert,“ segir Inga. Inga segir að móðir hennar hafi viljað læsa að sér til að fá svefnfrið á nóttunni en hún hafi verið beðin um að gera það ekki. „Okkur þótti það skrýtið og ég veit að hún óhlýðnaðist því stundum og læsti.“ Máttlaus svör forstöðukonunnar Inga segist gera sér grein fyrir að öldrun- arþjónusta sé fjársvelt og að vandamálin stafi af því. „Vandamálið í Seljahlíð er fyrst og fremst mannekla. Það hefur engin tíma til að gefa sig að fólkinu og tala við það. Ég veit ekki hvort önnur yfirstjórn gæti gert betur með þá peninga sem borgin lætur í þetta. Mamma vildi samt alls ekki að ég kvartaði við starfsfólkið. Hún hafði sjálf unnið við umönnun og vissi ýmislegt um hvernig svona hlutir ganga fyrir sig. Ég þurfti hreinlega að stelast til að gera at- hugasemdir án þess að segja henni frá því. Mér fannst eins og það vantaði að sam- skipti á milli vakta í húsinu og skilaboðin bærust ekki til allra. Eftir að mamma lést fannst mér ég verða að segja forstöðukonu heimilisins frá því hvernig við upplifðum þetta svo það væri hægt að bæta úr. Meðal þess sem ég nefndi var að hún hefði ítrek- að orðið fyrir ónæði á nóttunni. Ég fékk þau svör að mamma hefði átt það til að bíta fólk af sér og hvæsa. Mér finnst ekki rétt að fólk veigri sér við að veita gömlu fólki hjálp, af þessum ástæðum. Ég upp- lifði samtalið við forstöðukonuna að hún teldi að lítið væri hægt að gera til að breyta þessu. Ég áttaði mig á því að það væri of seint í rassinn gripið. Mér fannst samt gott að geta sagt henni frá þessu í þeirri von að hlutirnir yrðu lagaðir.“ VÍKURVERK NOTAÐIR VAGNAR • KAUPTÚNI 3 • 210 GARÐABÆ • SÍMI 522 2222 • WWW.VIKURVERK.IS NÚNA ER MIKIL SALA Í NOTUÐUM FERÐAVÖGNUM. Ef þú ert að selja eða kaupa notaðan tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl þá ert þú velkomin til okkar að Kauptúni 3. (Beint á móti IKEA) þar sem við erum með flesta notaða ferðavagna. Hafðu samband við okkur í síma 522 2222 eða notadir@vikurverk.is VÍKURVERK - NOTAÐIR VAGNAR Ástandið gæti versnað með þenslunni Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að tvö þessara mála séu á borði borgarinnar. Þau séu til skoðunar. „Við tökum málin alvarlega og okkur finnst þetta miður og viljum látum fara yfir hvert einasta atvik.“ Meðal annars er vilji til að taka í notkun nútíma- legra öryggiskerfi í húsinu. Öryggiskallkerfi Seljahlíðar er fjórtán ára gamalt. „Við viljum geta séð og skrásett hringingar í kerfinu og hversu oft er hringt úr hverri íbúð.“ Hún segir ýmis- legt hafa komið í ljós við skoðun málanna tveggja sem fjallað var um í fjöl- miðlum í síðustu viku. Málin hafi reynst flóknari en þau virtust vera í fyrstu. „En algengur mis- skilningur er að Selja- hlíð sé dvalarheimili og að þjónustan eigi að vera í samræmi við það. Raunin er að þetta er íbúðakjarni þar sem bæði eru 49 þjónustuíbúðir sem fólk leigir af Félagsbústöðum og svo 20 hjúkrunarrými þar sem veitt er hjúkrunarþjónusta. Þjónustuíbúðirnar eru búnar öryggiskallkerfi en þar er veitt lágmarksþjón- usta. Þjónustuíbúðirnar njóta hinsvegar góðs af mann- auðnum sem er til staðar vegna hjúkrunarrýmanna. Við greiðum um það bil 50 milljónir á ári með þessum hjúkrunarrýmum, meðal annars vegna þess að þjón- ustan flæðir yfir í þjónustuíbúðirnar.“ Aðspurð hvort ekki sé nauðsynlegt að geta treyst því að gamalt fólki fái hjálp þegar það hringir öryggis- kallkerfinu, svarar hún: „Jú, að sjálfsögðu.“ Hún viðrar hinsvegar áhyggjur sínar af því að þenslan í þjóðfélaginu eigi eftir að bitna enn fremur á öldrunarþjónustu. „Ef fólk hefur áhyggjur af mönnun á slíkum úrræðum í dag, þá tel ég líklegt að ástandið eigi eftir að versna. Þessi staðir eiga í vök að verjast með að fá hæft starfsfólk á næstunni. Öldrunarþjón- ustan er oftast fyrsti staðurinn sem áhrif þenslunnar gætir.“ Berglind Magnúsdóttir, skrifstofu- stjóri vel- ferðarsviðs Reykjavík- urborgar, segir vilja til að kaupa nýtt öryggis- kerfi í Seljahlíð. Þetta var bara eina úrræðið sem hann fékk, því það var ekkert annað pláss, Ásta Bjarndís um föður sinn sem bjó í Seljahlíð þar til hann lést árið 2014. 16 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.