Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 28
Listahátíð Sonur Helga Tómassonar myndar ballettinn Vildi ekki feta í fótspor pabba Erik Tomasson, sonur Helga Tómassonar ballettdansara og listræns stjórnanda San Fransisco ballettsins, hefur verið ljósmyndari balletts­ ins í tólf ár. Hann gat ekki hugsað sér að feta í fótspor foreldranna þrátt fyrir að dást að starfi dansarans. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þar sem ég hef verið í kringum ballett alla ævi er kannski auðveld­ ara fyrir mig en aðra að ná réttu augnablikunum. Ég reyndi samt eins mikið og ég gat að komast frá ballettinum en hérna er ég,“ segir Erik Tomasson ljósmyndari, sonur Helga Tómassonar, eins þekktasta ballettdansara heims og listræns stjórnanda San Fransisco balletts­ ins. Erik hefur verið hirðljósmynd­ ari San Fransisco ballettsins síðast­ liðin tólf ár en þar áður skapaði hann sér nafn í auglýsingagerð og vann fyrir risafyrirtæki á borð við Google, Coca Cola, Aveda, Kellog ś og Toyota, svo nokkur séu nefnd. Alltaf á tánum Í starfi sínu ferðast Erik heims­ horna á milli en næsta ferðalag verður til Íslands þegar ballettinn sýnir á Listahátíð Reykjavíkur. „Ég sé um að taka allar myndir fyrir bæklinga og auglýsingar, auk þess að útvega myndir til fjölmiðla þegar þess er þörf. En svo fylgist ég með flokknum á æfingum, í búningsklefanum og á sýningum. Einn skemmtilegasti og mest krefj­ andi hluti þessa starfs er að taka myndir í myrkrinu baksviðs þegar dansararnir bíða þess að fara á svið. Þegar ég svo tek myndir af dansinum sjálfum, á æfingu eða sýningum, skiptir rétta augnablik­ ið öllu máli. Ætli þetta snúist ekki um að vera alltaf tilbúinn, alltaf á tánum.“ Ekkert grín að vera dansari Erik stundaði framan af íþróttir af kappi en ákvað snemma að feta ekki í fótspor foreldra sinna, en móðir hans, Marlene, er líka dansari. Hann íhugaði þó listnám og eftir að bróðir hans gaf honum myndavél í tvítugsafmælisgjöf ákvað hann að læra ljósmyndun. „Ég hef alltaf kunnað að meta dansinn og mun seint þreytast á því að dást að starfi dansarans. Þetta er ótrúlega krefjandi starf sem tekur yfir líf þeirra sem það stunda, þetta eru listamenn og íþróttamenn á sama tíma. Sjálfur gat ég samt ekki hugsað mér að fara þessa leið og ég held að aðalástæðan hafi verið vegna allra meiðslanna sem pabbi fór í gegnum á ferlinum. Það er ekkert grín að velja þessa leið og ég var hreinlega ekki tilbúinn til þess, þrátt fyrir að hafa alltaf gengið vel í íþróttum.“ „Ég ólst upp í New York en við fluttum til San Fransisco þegar pabbi tók við ballettinum þar, þá var ég þrettán ára. Við vorum samt alltaf á ferðalagi og það var frekar ótrúlegt að fá að heimsækja alls­ konar magnaða staði frá unga aldri og vera alltaf í hringiðu dansins. Ætli það hafi ekki haft nokkuð mikil áhrif á mig því ég elska að ferðast og er alltaf þakklátur þegar ég fer á nýja staði vegna vinn­ unnar,“ segir Erik sem kemur til Íslands innan tíðar. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands en þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem með ballettinum. Mér finnst einna skemmtilegast að taka myndir af dönsurunum á nýjum stöðum og vonandi verður tími til þess í þessari ferð.“ „Sem ljósmyndari er auðvitað mjög áhugavert og krefjandi að vinna með dönsurum. Þetta eru lista­ menn sem eru alltaf til í að ganga langt til að ná góðri mynd svo það er í raun algjör draumur að fá að vinna með þeim.“ Erik Tomasson. Myndir | Erik Tomasson.  Fleiri myndir Eriks á frettatiminn.is 28 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.