Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 24
Stjórnmálasvínið hvarf sporlaust
Forsetakosningar verða í
júní og alþingiskosningar
væntanlega í haust. Margir
verða kallaðir en fáir
útvaldir. Þeir sem falla í
kosningum líta gjarnan á
það sem heilmikið áfall,
þeir axla sín skinn og láta
ekki framar að sér kveða
eftir höfnunina sem þeim
finnst fallið vera. En svo eru
aðrir sem bíta á jaxlinn þótt
úrslitin séu slæm og halda
ótrauðir áfram. Hér segir
frá nokkrum þrautseigum
og sérkennilegum fram-
bjóðendum stjórnmála-
sögunnar.
Vera Illugadóttir
vera@frettatiminn.is
Flokksþings bandaríska Demó-
krataflokksins í Chicago 1968 er
í dag helst minnst vegna fjöl-
mennra mótmæla og óeirða and-
stæðinga Víetnamsstríðsins. Með-
al þeirra fylkinga sem skipulögðu
mótmælaaðgerðir í tengslum við
flokksþingið var hinn svokallaði
Alþjóðlegi æskulýðsflokkur, Youth
International Party, en liðsmenn
hans kölluðu sig yippies eða jippa.
Jipparnir beittu gjarnan leik-
rænum tilþrifum að vekja athygli
á sér og byltingarsinnuðum mál-
stað sínum og mitt í ólgunni í Chi-
cago boðuðu jipparnir til blaða-
mannafundar til að vekja athygli
á frambjóðenda sínum til forseta
Bandaríkjanna.
Sá hét Pigasus og var 66 kílóa
þungur grís sem jipparnir höfðu
nýlega fest kaup á, á bóndabæ
fyrir utan Chicago. Vildu jipp-
arnir meina að það að Pigasus
hefði fæðst í svínastíu gerði hann
sérlega vel til þess falinn að gegna
embætti forseta Bandaríkjanna.
Grísinn fékk af einhverjum ástæð-
um viðurnefnið „hið ódauðlegi“
jafnvel þó að kosningastjórar hans
hafi fúslega viðurkennt að næði
hann ekki að komast alla leið í
Hvíta húsið væri að minnsta kosti
hægt að snæða hann til morgun-
verðar.
Kosningaherferð Pigasusar varð
Maðurinn sem gafst aldrei upp
Fjölmörg dæmi eru um heim
allan um fólk sem gefst ekki upp
þó því gangi kannski ekki vel í
kosningum til einhvers embættis
– og býður sig fram aftur, og svo
aftur og aftur. Í Bandaríkjunum
er repúblikaninn Harold Statssen
einskonar táknmynd slíkra „ei-
lífðarframbjóðenda“. Hann sótt-
ist níu sinnum eftir því að verða
forsetaefni Repúblikanaflokksins
í forsetakosningum, yfir tímabil
sem spannaði nærri fimm áratugi –
1944, 1948, 1952, 1964, 1968, 1980,
1984, 1988, og loks 1992. Alltaf
árangurslaust.
Stassen fæddist 1907 og þegar
hann gerði fyrstu atlögu sína að
forsetaembættinu 1944 var hann
því aðeins 37 ára gamall. Hann
hafði þó þegar verið ríkisstjóri
í Minnesota í fjögur ár og þótti
meðal frambærilegustu ungstirna
Repúblikanaflokksins. Stjarna
hans átti þó aldrei eftir að ná að
rísa mjög hátt, sama hvað hann
reyndi og reyndi. Stassen gekk
best í forvali Repúblikana 1948.
Þá vann hann forkosningar í
nokkrum mikilvægum ríkjum en
beið loks lægri hlut fyrir Thomas
Dewey, ríkisstjóra New York – sá
átti síðar eftir að tapa fyrir sitjandi
forseta, Demókratanum Harry
Truman, í einum óvæntustu
kosningaúrslitunum bandarískrar
stjórn málasögu.
Næstu sjö skiptin átti Stassen
aldrei séns í að hreppa tilnefningu
Repúblikanaflokksins en lét þó
aldrei deigan síga – jafnvel ekki
þegar fylgi hans reyndist minna en
eitt prósent.
Meðfram þessum stöðugu fram-
boðum til forseta gaf hann sér
líka tíma til að sækjast eftir fleiri
embættum – alltaf jafn árangurs-
laust. 1958 og 1966 bauð hann sig
fram til ríkisstjóra Pennsylvaníu,
og 1959 til borgarstjóra Philadelp-
hiu. 1978 bauð hann sig fram til
öldungadeildar Bandaríkjaþings
fyrir Minnesota, og aftur 1994, þá
orðinn 87 ára. 1986 reyndi hann
árangurslaust við neðri deild
þingsins og 1982 reyndi að hann
að komast aftur í sitt gamla starf
sem ríkisstjóri Minnesota, en hlaut
ekki brautargengi.
Stassen vann alla ævina sem lög-
fræðingur meðfram stjórnmála-
ferlinum og þar virðist honum þó
hafa vegnað ágætlega. Hann lést
2001, 93 ára að aldri.
Yfirleitt þegar Harold Stassen bauð sig fram sem forsetaefni Repú-
blikanaflokksins vestanhafs fékk hann minna en eitt prósent fylgi.
Hann hætti þó aldrei að reyna.
Enginn veit hvað varð um stjórnmálasvínið Pigasus eftir að það var handsamað af lögreglu fyrir
utan flokksþing Demókrata. Sögusagnir eru um að lögreglumennirnir hafi sjálfir étið það.
þó ekki löng. Á sínum fyrsta fram-
boðsfundi tókst honum að sleppa
úr fangi eins jippanna og var
síðar handsamaður af lögreglu-
mönnum, líkt og aðrir sem stóðu
að framboðsfundinum. Óvíst
er hvað varð síðan um Pigasus.
Hann lét ekki meira að sér kveða
í bandarískum stjórnmálum, en
heimildum ber ekki saman um
hvort honum var komið aftur
fyrir á bóndabæ, eða hvort hann á
endaði á veisluborði lögreglunnar
í Chicago.
... heimildum ber ekki
saman um hvort honum
[Pigasus] var komið
aftur fyrir á bóndabæ,
eða hvort hann á endaði á
veisluborði lögreglunnar
í Chicago.
Nýju helgarblaði
Fréttatímans
verður dreift í hús á
morgun laugardag.
Fréttatíminn mun
hér eftir koma út
tvisvar í viku, á
föstudögum og
laugardögum.
Lesendur fá fleiri
góð blöð að lesa
og auglýsendur fá
kost á að auglýsa
í nýju og spræku
helgarblaði.
FRÉTTATÍMINN LÍKA
Á LAUGARDÖGUM!
Fólskuleg hópárás á
unglingsstúlku tekin
upp á síma
Lögreglan rann-
sakar unglings-
stúlkur vegna
líkamsárásar
gegn eineltis-
fórnarlambi
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
rannsakar fólskulega líkamsárás
sem beindist gegn unglingsstúlku
nærri Langholtsskóla. Ein stúlkan
tók árásina upp á síma og hefur
Fréttatíminn myndskeiðið undir
höndum. Þar sjást þrjár stúlkur
lemja og niðurlægja unglings-
stúlkuna, sem er nemandi í
Austurbæjarskóla, með hrotta-
legum hætti, en árásin átti
sér stað á þriðjudaginn var.
„Þetta mál er í algjörum
forgangi hjá okkur,“ sagði
Benedikt Lund, lögreglu-
fulltrúi hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu
sem varðist þó allra frétta
af málinu þar sem stúlkurn-
ar eru allar undir átján ára
aldri. „Við erum með um
fjögur hundruð mál á okkar könnu,
þannig að það ætti að sýna hversu
alvarlega við töku á þessu máli,“
bætti hann við.
Samkvæmt heimildum Frétta-
tímans var stúlkan lokkuð upp í
Langholtsskóla þar sem hinar stúlk-
urnar virðast hafa setið fyrir henni.
Engin þeirra er þó nemandi í skól-
anum. Myndbandið sem um ræðir
er rétt um hálf mínúta og sýnir lok
árásarinnar. Þar má sjá fórnarlamb-
ið sitja hágrátandi á gangstéttinni
á meðan ein stúlka, sem hefur sig
mest í frammi, sparkar í bak og
hnakka fórnarlambsins. Þá heyrist
fórnarlambið hrópa „fyrirgefðu“
þegar sú sem leiðir árásina rífur
í hárið á henni. Hún sparkar því
næst kröftuglega í bak stúlkunnar.
Ungur maður sést í myndskeiðinu
og má heyra að hann er að hringja
í lögregluna. Þá reynir annar pilt-
ur að bægja stúlkunum frá þar sem
hann stumrar yfir fórnarlambinu.
Samkvæmt heimildum hefur
stúlkan mátt þola gróft einelti, þá
helst á netinu. Ekki náðist í skóla-
stjórnendur Austurbæjarskóla
vegna málsins.
Stjórnarmaður í foreldrafélagi
skólans, Stefán Jónsson, hafði ekki
heyrt um málið þegar Fréttatíminn
ræddi við hann degi eftir árásina.
„En við munum að sjálfsögðu
óska eftir upplýsingum um málið,“
sagði hann í samtali við blaðið.
Fjölskyldu fórnarlambsins er
mjög brugðið og vildu þau ekki tjá
sig um málið og sögðust treysta
því að lögreglan rannsakaði það til
hlítar.
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
18. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 06.05.2016
Þrjár stúlkur sjást á myndbandinu á meða
n sú fjórða tekur árásina upp. Tveir vegfa
rendur reyndu að koma fórnarlambinu ti
l aðstoðar.
Talið er að árásin sé tilkomin vegna einelt
is en fórnarlambið er nemandi í Austurbæ
jarskóla. Lögreglan segir málið alvarlegt.
Gróft eineltismál í forgangi
Almenningur tapaði
750 milljörðum
Aflandsreikningar
sköpuðu gríðartjón
Dorrit slapp ekki við
útvarpsgjaldið
Neikvætt eigið fé
Dorritar ehf.
10
6
Fyrsta tölublað
Vala og Ásgeir
Allt það góða við
Ísland er að versna
20
Ólga vegna
Seljahlíðar
Óánægðir aðstandendur
14
Svín í framboði
Furðulegir forseta
frambjóðendur
24
Mynd | Hari
www.sagamedica.is
SagaPro
Minna mál með
KRINGLUNNI ISTORE.IS
Viðurkenndur endursöluaðili
Sérverslun með Apple vörur
DJI vörurnar eru lentar!
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum
og í heilsuhillum verslana
„Sem hlaupari þá er mikilvægt að
halda öllum liðum vel smurðum.
Ég hef notað Nutrilenk Active í
töluverðan tíma og finn að líkaminn
þolir langvarandi álag mun betur og
eymsli í liðum eru miklu minni en
áður. Ég mæli hiklaust með Nutrilenk
Active. Það virkar.“
Friðleifur Friðleifsson,
hlaupari og íþróttamaður.
Eitt mest selda
bætiefni fyrir
liðina á Íslandi.
BIRNA GLÍMDI VIÐ
ÍÞRÓTTAÁTRÖSKUN
Á UNGLINGSÁRUNUM
ÓLÖF SIGRÍÐUR
ER EFNILEGUR
FATAHÖNNUÐUR
HLEYPUR
MARAÞON Í
JAKKAFÖTUM
MAGGA PÁLA:
ÞRIGGJA ÁRA
SEM LEMUR BÍTUR
OG SLÆR
FANNEY Í DRAUMASTARFINU HJÁ JAMIE O
LIVER 4
HLAUPADROTTNINGIN
MÖLBRAUT Á SÉR
RISTINA OG
HLEYPUR
VARLA AFTUR
TRÚIR EKKI
HVAÐ LAGIÐ
ER VINSÆLT
FÖSTUDAGUR
06.05.16
SILJA
ÚLFARS
4 SÓLGLERAUGU
SEM FULLKOMNA
SUMARLÚKKIÐ
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum verslana
„Sem hlaupari þá er mikilvægt að
halda öllum liðum vel smurðum.
Ég hef notað Nutrilenk Active í
töluverðan tíma og finn að líkaminn
þolir langvarandi álag mun betur og
eymsli í liðum eru miklu minni en
áður. Ég mæli hiklaust með Nutrilenk
Active. Það virkar.“
Friðleifur Friðleifsson,
hlaupari og íþróttamaður.
Eitt mest selda
bætiefni fyrir
liðina á Íslandi.
BIRNA GLÍ DI V
ÍÞRÓTTAÁTRÖSK N
Á UNGLINGSÁRUNUM
ÓLÖF SIGRÍÐUR
ER EFNILEGUR
FATAHÖNNUÐUR
HLEYPUR
MARAÞON Í
JAKKAFÖTUM
MAGGA PÁLA:
ÞRIGGJA ÁRA
SEM LEMUR BÍTUR
OG SLÆR
FANNEY Í DRAUMASTARFINU HJÁ JAMIE OLIVER 4
HLAUPADROTTNINGIN
MÖLBRAUT Á SÉR
RISTINA OG
HLEYPUR
VARLA AFTUR
TRÚIR EKKI
HVAÐ LAGIÐ
ER VINSÆLT
FÖSTUDAGUR
06.05.16
SILJA ÚLFARS
4 SÓLGLERAUGU
SEM FULLKOMNA
SUMARLÚKKIÐ
24 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016