Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 26
Styrkjum
konur
til náms
Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu
2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur gert yfir 70 tekjulágum konum kleift að
stunda nám. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt
verkefninu lið í gegnum árin.
Þegar þú kaupir Mæðrablómið
2016 styrkir þú efnalitlar konur
til náms og nýrra tækifæra.
Mæðrablómið 2016 er fallegur
fjölnota poki, hannaður og
framleiddur af Tulipop sem gaf
vinnu sína við gerð hans.
Sölustaðir
Penninn Eymundsson • Epal • Heimkaup • Nettó Egilsstöðum
Fjarðarkaup • Apótekið í Spönginni, Setbergi og Garðabæ •
Lyfja Smáralind, Smáratorgi, Lágmúla, Borgarnesi og Selfossi
Ljósm
ynd: Edda H
afsteinsdóttir
Uppfinningamaðurinn óstöðvandi
Yoshiro Nakamatsu, gjarnan
kallaður „Dr. NakaMats“ er einn af
frægustu eilífðarframbjóðendum
Japana. Hann hefur árangurslaust
sóst eftir embætti borgarstjóra í
Tókýó í hverjum borgarstjórnar-
kosningum frá 1995 og einnig gert
nokkrar tilraunir til að komast á
þing.
Stjórnmálin eru dr. NakaMats
þó aðeins dægradvöl því hann er
þekktastur sem uppfinningamaður
– hann segist sjálfur eiga heimsmet-
ið í uppfinningum og hafa tekið út
meira en sex þúsund einkaleyfi.
Bestu hugmyndirnar segist dr.
NakaMats fá þegar hann er á kafi í
vatni. Meðal uppfinninga hans er
hægindastóll sem ku bæta heila-
starfsemi með því að kæla höfuð
þess sem í honum situr en hita
fæturna um leið, og sjálfsvarnarhár-
kolla, hárkolla með áföstu lóði svo
sá sem hárkolluna ber geti varið
sig með því að sveifla höfðinu og
hæfa árásarmenn með lóðinu.
Hann heldur því jafnframt fram að
hann hafi fundið upp disklinginn,
sællar minningar, en tölvurisinn
IBM vill reyndar ekki kannast við
það að hann hafi átt þar neinn hlut
að máli.
Árið 2005 fékk hann Ig Nobel-
verðlaunin – sem eru einskonar
skopstæling á Nóbelsverðlaununum
– fyrir að hafa tekið ljósmynd af
hverri einustu máltíð sem hann lét
inn fyrir sínar varir í ein 34 ár.
Dr. NakaMats hefur gefið það út
að með því að fylgja heilsufars-
ráðgjöf hans sjálfs geti maður
auðveldlega orðið 144 ára gamall
og sjálfur búist hann við því að ná
þeim aldri. Hann er nú aðeins 87
ára og mun því eflaust halda áfram
að sækjast eftir borgarstjórastóln-
um í Tókýó lengi enn.
Platjarl og köttur leiddu band-
brjálaða vitfirringa
Auk misalvarlegra frambjóð-
enda eru auðvitað líka heilu flokk-
arnir sem bjóða fram í gríni – þó
auðvitað geti grínið svo orðið
alvara eins og Íslendingar þekkja.
Það gildir þó tæpast um eitt af
þekktustu og jafnframt lífseigustu
grínframboðum síðari ára. Breski
flokkurinn Official Monster Raving
Loony Party hefur teflt fram ótal
frambjóðenda í ótal kosningum
undanfarna þrjá áratugi með svo
að segja engum árangri.
Flokkurinn var stofnaður 1983
af rokkaranum David „Screaming
Lord“ Sutch, sem kallaði sig þriðja
jarlinn af Harrow, án þess þó að
hafa nokkurt tilkall til aðalstignar.
Sutch bauð sig fram fyrir Vitfirr-
ingaflokkinn í margvíslegum
kosningum alls fjörutíu sinnum
án þess að hljóta nokkurntímann
brautargengi.
Stefnumál Vitfirringaflokksins
hafa verið ótalmörg og fjölbreyti-
leg í gegnum árin en eiga það
jafnan sameiginlegt að vera stór-
furðuleg og illframkvæmanleg. Þó
hafa nokkur af stefnumálunum
síðar komist í lagabækur, að vísu
yfirleitt án aðkomu Vitfirringa –
svo sem eins og gæludýravegabréf,
sem flokkurinn grínaðist með á
árum áður en eru nú nauðsynleg
fyrir bresk gæludýr sem vilja fara
utan.
Sutch lávarður lést 1999. Sam-
flokksmaður hans Alan „Howling
Uppfinningamaðurinn Dr.
Nakamats segist fá allar sínar
bestu hugmyndir að uppfinn-
ingum í kafi í vatni. Hann
hefur eytt talsverðum æv-
innar í kafi enda með meira
en sex þúsund einkaleyfi. En
draumur hans er að verða
borgarstjóri í Tókýó.
26 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016