Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 6
Afgreiðslutími Rvk. Mán. til fös. kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air. Nú í Dorma Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. • Fimm svæðaskipt pokagormakerfi • Tvöfalt gormakerfi • Hægindalag í yfirdýnu • Silkiblandað bómullar­ áklæði • Steyptur svampur í köntum • Sterkur botn Aðeins 209.925 kr. Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr. Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmafram- leiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. Rekstur félagsins er neikvæður um rúmar nítján þúsund krónur og skýrist af því að félagið greiddi út- varpsgjaldið, sem eru þá einu skatt- arnir sem Dorrit greiðir hér á landi, eftir að hún flutti lögheimili sitt frá landinu í lok árs 2013. Eignarhaldsfélagið var stofn- að árið 2005 og er tilgangur þess smásala á úrum og skartgripum í sérverslunum. Það er þó ljóst af lestri ársreikninga félagsins að það er starfsemi sem ekki hefur farið fram í félaginu undanfarin ár, í það minnsta. Í umfjöllun Reykjavík Media (RME), sem unnin var í samstarfi við blöðin Le Monde og Süddeutshe Zeitung og birtist fyrr í vikunni, kom fram að forsetafrúin tengdist að minnsta kosti fimm bankareikn- ingum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og að minnsta kosti tveimur aflandsfélögum. Þá kemur fram í umfjöllun RME að upplýsingar frá HSBC bankanum sýni að Dorrit átti hlut á móti fjöl- skyldu sinni í félaginu Jaywick Properties Inc á Bresku jómfrú- areyjunum. Þá var hún einn- ig skráð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust, samkvæmt skránum. Til viðbótar benda gögnin til þess að hún hafi átt að erfa hluta afla- ndseigna foreldra sinna eftir að 86 ára móðir hennar, Alisa, félli frá. Dorrit hefur sagt í yfirlýsingu að fjárhagur hennar og eigin- manns hennar, Ólafs Ragn- ars, væri og hefði alltaf verið aðskilinn. Eigið fé eignarhaldsfélags forsetafrúarinnar, Dorritar Moussaieff, var neikvætt um rétt rúma milljón króna, samkvæmt ársreikningi sem hún skilaði vegna félags síns, Dorrit ehf, í september á síðasta ári fyrir rekstrarárið 2014 Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Skattamál Eignarhaldsfélag Dorritar Moussaieff skilar neikvæðu eiginfé Útvarpsgjaldið eini skatturinn sem Dorrit greiðir Dómsmál Stofnandi ECA Program Iceland til Íslands Skorað hefur verið á Hol- lendingin Melville Peter ten Cate að mæta fyrir Héraðs- dóm Reykjaness og standa skil á gjaldþroti fyrirtækis síns í byrjun júní Melville Peter ten Cate varð þekkt- astur fyrir að vera forsvarsmaður ECA Program Iceland en fyrirtækið hugðist fjárfesta fyrir um 200 millj- arða króna á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin gekk út á að þjálfa her- menn. Meðal annars stóð til að flytja 30 orrustuvélar frá Hvíta-Rússlandi til Íslands í því skyni. Ellisif Tinna Víðsdóttir, fyrrver- andi yfirmaður Varnarmálastofnun- ar, var forstjóri ECA á Íslandi áður en það fór í þrot. Félagið kom hingað til lands árið 2009 en mætti pólitískri andstöðu sem leiddi til þess að lokum að fé- lagið fékk ekki leyfi til þess að hefja starfsemi. Úr varð að félagið var úr- skurðað gjaldþrota um síðustu ára- mót og hefur uppgjör nú staðið yfir í nokkra mánuði. Móðurfélag ECA hér á landi var samnefnt fyrirtæki í Hollandi, en eigandinn, Melville, var sagður með vægast sagt vafasama fortíð. Þannig var greint frá því að hollenska fyrir- tækið átti að hafa svikið bandarískt fyrirtæki um þyrlur sem átti að not- ast við í hernaði í Afganistan árið 2009. Það eru ekki bara íslenskir dóm- stólar sem vilja sjá Melville. Stór- blaðið Financial Times stefndi hon- um árið 2013 fyrir breska dómstóla og krafðist þess að fá greiddar tæp- lega hundrað milljónir króna vegna fjölda auglýsinga sem ECA Program birti í blaðinu en greiddi aldrei fyrir. Gjaldþrotaskiptin fara fram fimmtudaginn 9. júní, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Mæti hann ekki má hann búast við því að krafan um gjaldþrotaskipti verði tek- in til greina. | vg Forstjóri hernaðarfyrirtækisins fyrir héraðsdóm í byrjun júní Kjaramál Tugir mála borist ASÍ vegna starfsfólks í kvikmyndaiðnaði ASÍ hefur fengið yfir tuttugu mál inn á sitt borð þar sem ósáttir starfsmenn í kvik- myndaiðnaði lýsa reynslu sinni. Flestir eru þeir algjör- lega réttindalausir Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Félag Kvikmyndagerðarmanna gagnrýndi harðlega kjör starfs- fólks í kvikmyndaiðnaði í umsögn til frumvarps um endurgreiðslu til erlendra kvikmynda sem bíður af- greiðslu Alþingis. Undir það tekur lögfræðingur ASÍ, sem segir tugi mála hafa komið inn á borð Al- þýðusambandsins síðustu ár þar sem starfsfólk í kvikmyndaiðnaði lýsir erfiðum aðstæðum. „Þetta fólk hefur kvartað sáran undan kjörum og starfsaðstæðum,“ segir Halldór Oddsson, lögfræð- ingur hjá ASÍ, um kjör og aðstæð- ur starfsfólks í kvikmyndaiðnaði. „Þetta er launafólk sem nýtur engra sérstakra réttinda og gæti í raun flokkast sem gerviverktakar,“ segir hann ennfremur. Og sögurnar eru frekar klassísk- ar, að sögn Halldórs. „Þarna er einhvern veginn engin viðspyrna gegn peningavaldinu og það er spilað á eftirspurnina. Því glamúrinn heillar, eins og til dæmis að sjá glitta í Russel Crowe,“ segir Halldór spurður út í reynslu skjól- stæðinga ASÍ. „Það hefur verið viðtekin venja í þessum bransa að vinnudagurinn er um tólf klukkustundir. Að vísu höfum við verið að reyna að þoka þessu niður í tíu tíma,“ útskýrir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður félags kvikmyndagerðar- manna. „Það er ekkert greitt fyrir yfirvinnu, heldur gerður heildar- samningur og yfirleitt fá þessir starfsmenn ekki mikið út í aðra hönd, miðað við vinnu,“ bætir hún við. Fréttatíminn fór á stúfana og ræddi við svokallaða „runnera“. Enginn þeirra vildi ræða við Frétta- tímann undir nafni af ótta við að slíkt viðtal myndi skaða þá. Starfið er afar fjölbreytt, en langneðst í fæðukeðjunni, auk þess sem „run- ner“ er gert að mæta fyrstur á vett- vang og fara síðastur. Þannig geta vinnudagarnir verið langir, eða allt að fjórtán klukkustundir. Verkefnin spanna yfirleitt nokkr- ar vikur, allt að 6 vikum, sem er frekar hefðbundinn framleiðslu- tími kvikmyndar. Fyrir daginn fá ungmennin um 25 þúsund krónur. Af því þurfa þau að greiða rúmlega 40% í skatta og önnur gjöld. Það er því óhætt að álykta að þeir fá rúm- lega tíu þúsund krónur í sinn vasa í lok dagsins. Réttindalausir heillast af glamúr kvikmynda Til stóð að flytja fjölda rússneskra her- þota til landsins til herþjálfunar. Interstellar er ein af stórmynd- unum sem hafa verið teknar upp hér á landi. Dorrit Moussaieff hefur ekki borgað skatta hér á landi í nokkur ár - að undanskildu út- varpsgjaldinu. 6 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.