Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 58
Allt sem þú þarft á einum stað Á hlaup.is er að finna mikinn fróðleik sem gagnast hlaupafólki Á heimasíðunni hlaup.is er að finna allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar um hlaup og fréttir tengdar hlaupum og hlaupurum.Þar er meðal annars að finna hlaupadagskrá fyrir allt árið 2016 og óhætt er að fullyrða að allir hlauparar geti þar fundið sér hlaup við hæfi. Hvort sem viðkomandi vill einfaldlega hlaupa stutt skemmtiskokk eða taka alvöru mararþon. Ótrúlegur fjöldi hlaupa fer fram á þessu ári, enda áhugi Íslendinga á hlaup- um alltaf að aukast. Áhugasam- ur hlaupari gæti jafnvel hlaupið tvö hlaup á dag, suma daga, hefði hann orku og vilja í það. Þegar fólk ætlar að byrja að æfa hlaup er ýmislegt sem þarf að huga að ef mark-miðið er að njóta hlaupanna og hámarka ánægju í tengslum við þau,“ segir Helga Þóra Jónasdóttir, sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfuninni Afli. Hér eru þrjú lykilatriði sem hún mælir með að séu fólki efst í huga þegar það byrjar að hlaupa. Skynsemi Varast ber að ætla að sigra hlaupaheima á stuttum tíma. Líkaminn okkar er ólíkindatól en á sama tíma vanadýr. Ef við göngum of langt á skömmum tíma eru meiri líkur en minni á að líkaminn láti vita af því í formi eymsla eða meiðsla. Fyrir þá sem eru algjörir byrjendur er best að byrja æfingar á göngu með léttu joggi inn á milli. Ég mæli með að fólk leiti sér aðstoðar með byrjendaáætlanir; annað hvort á internetinu eða með því að skrá sig í hlaupahóp en þeir eru ófáir á Íslandi í dag. Liðleiki Teygjuæfingar eru ekki til þess gerðar að losna við harðsperrur daginn eftir. Teygjuæfingar, í hvaða formi sem fólk iðkar Svona hámarkarðu ánægju af hlaupum Helga Þóra, sjúkraþjálfari hjá Afli, segir mikilvægt að hafa þrennt í huga þegar byrjað er að hlaupa þær, eru nauðsyn- legar til að viðhalda hreyfanleika liða líkamans og eru liður í því að sporna gegn meiðslum. Ég mæli sterklega með að gleyma þeim ekki í amstri hvers- dagsins! Styrkur Alhliða styrkur er forsenda þess að draga úr líkum á meiðslum. Hugsum um líkamann sem heild og styrkjum allan líkamann; ekki hugsa eingöngu um neðri útlimi þegar kemur að styrktaræfingum og hlaupum. Gott að hafa í huga „Hvort sem við æfum ein eða í hlaupahópi er gulls ígildi að setja sér mark- mið sem sitja aðeins utan við öryggishring okkar. Það er fátt betra en að ná mark- miðum sínum og sigrast á sjálfum sér. Markmiðið þarf að vera í takt við þann stað sem við erum stödd á hverju sinni.“ …hlaup 14 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Ef við göngum of langt á skömmum tíma eru meiri líkur en minni á að líkaminn láti vita af því í formi eymsla eða meiðsla. Fyrir þá sem eru algjörir byrjendur er best að byrja æfingar á göngu með léttu joggi inn á milli. Helga Þóra Sjúkraþjálfari Mynd | NordicPhotos/Getty NæraNdi sumar í Heilsu & spa Nánari upplýsingar sími 595-7007 | Facebooksíða Heilsa og Spa | gigja@heilsaogspa.is Viltu efla líkama og sál í heilandi umhverfi, endurnýja orkuna og gæla við bragðlaukana í leiðinni? Þá er nærandi sumardagskrá Heilsu & spa Ármúla 9 fyrir þig. Fallegt SPA, fjölbreytt þjónusta og fræðsla frá læknum, sjúkraþjálfara, næringar- og íþróttafræðingi. 4 mánaða opnunartilboð mai-15.september 50% afsláttur verð einungis 39.900 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.