Fréttatíminn - 06.05.2016, Side 27
KJÖTBORÐ
Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Kjötborð okkar er rómað fyrir góða
vöru og framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks ferskt kjöt,
sérvalið af fagmönnum.
Hjá okkur starfar lærður kjötiðnaðarmaður sem leiðbeinir þér við val á kjöti
og sker eftir þínum óskum. Einnig bjóðum við alltaf upp á sérútbúna rétti
sem þú getur eldað heima.
Við tryggjum þér ferskleika, gæði og úrval.
Verið velkomin í Fjarðarkaup
Ferskt kjöt • Þú ræður magni og skurði • Sérútbúnir réttir
OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30
föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is
Laud“ Hope tók þá við flokksfor-
ystunni ásamt kettinum Cat-
mando, en þeir fengu báðir jafn-
mörg atkvæði í formannskjörinu.
Catmando lést sviplega í umferðar-
slysi þremur árum síðar og hefur
Hope gegnt formannsstarfinu einn
síðan, og flokkurinn síðan barist
fyrir því að sérstakar kattagang-
brautir verði settar upp á öllum
breskum vegum.
Keyrt á baráttumann fyrir um-
ferðaröryggi
Bill nokkur Boaks á hið vafasama
met að hafa hlotið fæst atkvæði í
breskum þingkosningum. Hann
fékk aðeins fimm atkvæði þegar
hann bauð sig fram í kjördæminu
Glasgow Hillhead í þingkosningum
1982.
Boaks fæddist 1904 og fór ekki
að skipta sér af pólitík fyrr en
hann var kominn hátt á fimmtugs-
aldur, að loknum merkum ferli í
breska sjóhernum. Hann var með-
al annars um borð í orrustuskip-
inu Rodney, sem átti stóran þátt
í að ráða niðurlögum hins þýska
Bismarcks eftir mikinn eltingaleik
um Norður-Atlantshafið í maí 1941.
Meðan Boaks var skotliði á Rodney
kom hann nokkrum sinnum til
Íslands, án þess þó að í frásögur
væri fært.
Hann bauð sig fyrst fram sem
sjálfstæður frambjóðandi í þing-
kosningum 1951. Hann ætlaði þá
að fara fram gegn sitjandi for-
sætisráðherra, Clement Attlee, en
ruglaðist á kjördæmum – bauð sig
fram í Walthamstow East í austan-
verðum Lundúnum en ekki Walt-
hamstow West, þar sem Attlee var
á kjörseðlinum.
Næstu þrjá áratugina bauð
Boaks sig fram til þingsetu 28
sinnum í margvíslegum kjördæm-
um víðsvegar um Bretland. Hann
fór yfirleitt fram sem sjálfstæður
frambjóðandi þó að af og til hafi
hann diktað upp nöfn stjórnmála-
Íslandsvinur-
inn Bill Boaks
lagði fæð á
einkabílinn
og fór allra
sinna ferða
á brynvörðu
reiðhjóli sem
hann skreytti
með slagorð-
um um um-
ferðaröryggi.
Helstu einkenni hins lífseiga breska
Vitfirringaflokks eru illframkvæman-
leg og fáránleg stefnumál og stór-
skrítin nöfn frambjóðenda.
flokka, eins og ADMIRAL (Association
of Democratic Monarchists Represent-
ing All Women, „Samband lýðræðis-
legra konungssinna fyrir hönd allra
kvenna“) og Lesta & báta & flugvéla-
flokkurinn, sem var nefndur til heið-
urs lagi Burts Bacharachs, Trains and
Boats and Planes.
Boaks lýsti sjálfum sér sem íhalds-
manni af gamla skólanum en hans
helsta stefnu- og baráttumál var
umferðaröryggi. Hann hvatti meðal
annars til aukinnar notkunar almenn-
ingssamgangna sem og þyrlna til að
draga úr umferð á vegum – sjálfur fór
hann flestra sinna ferða á brynvörðu
reiðhjóli. Þá lagði hann mikla áherslu
á þá nýstárlegu hugmynd sína að láta
snúa reglum um gangbrautir á haus –
það er, að gangandi vegfarendur væru
alltaf og allstaðar í rétti við að fara yfir
götu, nema einmitt við gangbrautir.
Ekið var á Bill Boaks þar sem hann
var að stíga út úr strætisvagni í Lund-
únum 1982 og hann lést af sárum
sínum tveimur árum síðar.
Meðal uppfinninga hans [NakaMats] er hár-
kolla með áföstu lóði svo sá sem hárkolluna
ber geti varið sig með því að sveifla höfðinu og
hæfa árásarmenn með lóðinu.
|27FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016