Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 48
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Fanney Dóra Sigurjóns-dóttir er menntuð sem félagsráðgjafi en hefur alltaf haft ástríðu fyrir matargerð. Eftir að hafa starfað sem félagsráðgjafi um tíma ákvað hún að söðla um, elta draum sinn og prófa að starfa sem kokkur. Fyrst í Noregi en svo á veitingastað Jamie Oliver í Brighton – Jamie’s Italian – þar sem hún hefur starfað í tæp tvö ár. Skaust á prufuvakt „Ég sá auglýst starf á staðnum hans í Brighton, þar sem ég hafði borðað nokkrum árum áður og líkað vel. Ég ákvað að sækja um, ég sæi aldrei eftir því. Fékk strax svar og var beðin um að koma á prufu- vakt, þannig ég skaust frá Noregi til Bretlands í vaktafríinu mínu, og var komin með vinnuna strax eftir vaktina.“ Fanney átti aldrei von á því að fá starfið, hvað þá að þetta gengi svona hratt fyrir sig. Hún fór einfaldlega á prufuvaktina til að fá að fá að vera í Jamie Oliver eldhúsi í nokkrar klukkustundir. Dvölin varð hins vegar aðeins lengri, henni til mikillar ánægju. Jamie Oliver hafði lengi verið í uppáhaldi hjá Fanneyju, enda kann hún að meta viðhorf hans til matargerðar. Það var því draumi líkast að landa starfi á veitinga- húsi í hans eigu. „Ég hafði auðvitað bara verið að vinna sem félags- ráðgjafi og var ekkert á leið í fullt starf í matreiðslu. En ég tók bara sénsinn og allt fór að rúlla,“ segir Fanney sem sýndi matargerð strax áhuga þegar hún var barn. „Matur hefur alltaf verið stór þáttur í fjöl- skylduviðburðum, svo áhuginn kom bara um leið og ég fór að hafa vit. Pabbi er frábær grillari sem gaman er að fylgjast með og mamma bakar alltaf um helgar. Ég man eftir því að þegar ég var að byrja að baka ein, þá setti mamma þá reglu að ég yrði að taka til eftir mig. Ég var algjör tætubuska í byrjun,“ segir Fanney hlæjandi. Prófar sig áfram í íslenskri matargerð Eftir mikið ævintýri hjá Jamie Oli- ver er Fanney nú á leið heim til Ís- lands. Henni finnst tími til kominn að prófa sig aðeins áfram í íslenskri matargerð og er komin með vinnu hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni, eiganda Matar og drykkjar. „Ég verð með honum í Vestmanna- eyjum á fjölskylduveitingastaðnum Slippnum, sem hann á þar. Ég verð með bísperrt eyru og augu að læra á íslenskt hráefni af þessum færa kokki. Eftir sumarið er svo ekkert ákveðið, en ég hef verið heppin með tækifæri hingað til svo eg hef litlar áhyggjur,“ segir Fanney full af til- hlökkun. En það er líka fjöl- skyldan sem kallar á hana. „Ég hef verið erlendis í fjögur ár en núna finnst mér mikilvægt að koma heim, taka þátt í lífi fjöl- skyldu minnar og vina – svona þegar ég er ekki að vinna,“ segir hún kímin. Fanney segir það hafa verið ein- staklega lærdómsríkt á margan hátt að starfa fyrir Jamie Oliver. Um er að ræða stórt fyrirtæki en hver starfsmaður skiptir engu að síður máli og starfsfólkið er eins og ein stór fjölskylda. Hún hefur á þessum tíma eignast marga góða vini og lært margt nýtt, bæði um mat og sjálfa sig. Aðspurð segir Fanney erfitt að velja eitthvað eitt sem stendur upp úr eftir þennan tíma, og þó. „Mómentið þegar ég fékk þá viðurkenningu að vera Rising Star Jamie’s Italian á öllu Suður-Bret- landi, það var frábær viðurkenn- ing á öllu púlinu undanfarin ár.“ SVÍNSLEGA GOTT Í HÁDEGINU, Á KVÖLDIN OG BARA ALLAN DAGINN GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is Kokteilar, bjór á krana og léttvín í glös um – á hálfvirð i! HAPPY HOU R ALLA DAGA 15–18 DJÚSÍ BORGARI úr sérvaldri rumbsteik og „short ribs“, í bjór-brioche brauði með rauðlaukssultu, Búra, trušu-mayo og vöšufrönskum ... ... SVÍNVIRKAR HREINN SÚKKULAÐIUNAÐUR Ylvolg djöflakaka með mjúku kremi, vanilluís og rjóma ... ... DJÖFULLEGA GÓÐ! Sjávarréttarisottó að hætti Fanneyjar Ævintýri að starfa hjá Jamie Oliver Fanney Dóra er á leið heim eftir að hafa látið kokkadrauma sína rætast í Bretlandi Steikið lauk og fennel í smá olíu á lágum hita þar til það verður mjúkt, bætið þá grjónunum og steikið í 1 mínútu. Hellið þá 200 ml af hvít- víni (eða mysu sé hún notuð) og hrærið vel. Byrjið þá að bæta heitu soði við smátt og smátt og hrærið í öðru hvoru, með helluna á lágum hita. Þegar grjónin eru alveg að verða tilbúin er fisknum og rækjunum bætt út í sem og smjöri og parmesanosti. Steikið bláskelina á pönnu ásamt hvítlauk, chilli og ansjós- um í um mínútu og hellið restinni að hvítvíninu yfir og setjið lok á. Leyfið skelinni að opna sig, hendið þeim skeljum sem ekki opnast. Smakkið risottóið til með salti og jafnvel meiri parmesan og bætið vökvanum af bláskelinni út í. Risottó á að leka rólega en ekki vera stíft og halda formi. Að síðustu er tómöt- unum bætt út í og risottoið sett á 400 gr arborio hrísgrjón U.þ.b. 1 lítri fiskisoð eða grænmetissoð, heitt 250 ml gott hvítvín eða mysa 1 laukur, fínt saxaður 1 fennel, fínt saxaður 1 chilli, sneitt 50 gr smjör 100 gr rifinn parmesanostur 200 gr kirsuberjatómatar, skornir í fernt 400 gr bláskel, hreinsuð 400 gr fiskur að eigin vali skorinn í bita (frábært er að nota þorsk, lax eða keilu en endilega prófið ykkur áfram með spennandi tegundir) 200 gr rækjur 2 hvítlauksrif 2 ansjósuflök Eldaði hjá Jamie Oliver Fanney Dóra Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi venti kvæði sínu í kross og fór að elda á veitingastað Jamie Oliver í Brighton. Hún er nú á heim- leið og ætlar að vinna á veitingastaðnum Slippnum í Vestmannaeyjum. diska eða á stórt fat og skreytt með bláskelinni og ferskri steinselju eða kerfli. Þetta er tilvalinn réttur með ís- köldu hvítvíni, sitjandi á pallinum í góðra vina hópi. …matur 4 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Ég hafði auð- vitað bara verið að vinna sem félagsráðgjafi og var ekkert á leið í fullt starf í matreiðslu. En ég tók bara sénsinn og allt fór að rúlla. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir Matreiðslumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.