Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 52
Mikilvægt að næra húðina í sumar Iroha andlitsmaskarnir eru tilvaldir til að fríska og hressa upp á húðina þegar sólin hækkar á lofti Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson Mikilvægt er að næra húð-ina vel yfir sumartímann. Ef fólk passar upp á að viðhalda raka er minni hætta á að það flagni og þá er frísk- leika húðarinnar viðhaldið. Iroha andlitsmaskarnir eru tilvaldir til að fríska og hressa upp á húðina þegar sólin hækkar á lofti. Iroha maskarnir eru mjög sniðugir í ferðalagið til að fríska upp á húðina og gefa henni raka. Iroha hefur sett á markað nýja andlitsmaska fyrir bæði andlit og háls. Annars vegar rakamaska (mo- isture) og hins vegar maska sem vinnur á þroskamerki húðarinnar (antiaging). Rakamaskinn er bæði fyrir venjulega og þurra húð, en hann bæði mýkir húðina og gefur henni raka. Maskinn sem vinnur á þroskamerkjum húðarinnar kemur í veg fyrir og dregur úr hrukkum og öldrunarmerkjum. Húðin verður bjartari og frísklegri. Fótameðferðasokkurinn hefur slegið í gegn og er tilvalinn í undir- búning fyrir sumarið. Fótameð- ferðasokkurinn losar sigg og hart skinn með því að flýta fyrir náttúru- legu ferli endurnýjunar húðarinnar. Sokkurinn er hafður á fótunum í 90-120 mínútur, fæturnir eru svo skolaðir á eftir og fjórum til sjö dögum síðar byrjar húðin að endur- nýja sig. Hart skinn og dauðar húð- frumur detta af og fæturnir verða silkimjúkir. Tilvalið fyrir þá sem eru að undirbúa sig fyrir sandalana í sumar. Iroha merkið er með fjöl- breytt úrval af möskum fyrir andlit, hendur og fætur. Allar Iroha maskar eru án parabena. Losar sigg Fótameðferðarsokkurinn hefur slegið í gegn en hann losar sigg og hart skinn með því að flýta fyrir náttúrulegu ferli endurnýjunar húðarinnar. Fyrir venjulega og þurra húð Iroha hefur sett á markað nýja andlitsmaska fyrir bæði andlit og háls. Ann- ars vegar rakamaska (moisture) og hins vegar maska sem vinnur á þroskamerki húðarinnar (antiaging). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta er búið að vera langt ferli. Löng saga sem hefur tekið miklum breytingum,“ segir Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir fatahönnuður, sem útskrifaðist af fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands nú vor. Útskriftarverkefni Ólafar ber heitið Burakumin, sem er í raun niðuryrði um verkafólk frá ákveðnu svæði í Japan. En hún sæk- ir einmitt innblástur sinn þangað. Skapaði karakter Vinna við verkefnið hófst fyrir jól, þá með því að skapa karakter og heilan heim í kringum hann. „Ég leitaði mér upplýsinga á netinu og fann bæ rétt fyrir utan Tókýó, sem enginn býr í lengur og búið er að taka út af korti, því Japanir skömmuðust sín svo mikið fyrir hann. Fólkið sem bjó þarna var kallað Burakumin og nafnið hefur fylgt afkomendum íbúanna alveg til dagsins í dag. Ég vildi að mín stelpa, minn karakter, væri þaðan. Hún er verkamaður í nútímamenningu þar sem glamúr og peningar ráða ríkjum. Hún er skemmtilega skrýtin kona sem gefur skít í væntingar annarra, það er enginn beauty- filter til í hennar lífi. Hún spáir ekki í reglur hvað varðar klæða- burð og lætur ekki segja sér hvað er við hæfi. Samsetningar hennar eru duttlungum háðar en verða óvænt praktískar og hagsýnar. Fegurðina sér hún í öllu og blandar óhefðbundnum fatnaði saman á ófyrirséðan og spennandi hátt. Hún stígur út fyrir staðalímyndina og kemur fram sem hún sjálf.“ …tíska kynningar 8 | amk… FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 Ég er að hugsa næstu skref og skoða hvað er í boði. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt nám. Sérstaklega að fá að búa til svona heim og skapa sögu. Þetta er miklu dýpra en að búa bara til fallega flík. Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir Verðandi fatahönnuður Gott að fara ómótuð inn í námið Ólöf er nýútskrifuð sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún sótti innblástur í lokaverkefnið frá japönsku verkafólki. miklu dýpra en að búa bara til fal- lega flík.“ Það er ekki langt síðan áhugi hennar á fatahönnun kviknaði og hún fór með mjög ómótaðar hug- myndir inn í námið. „Ég var ekki með neina hönnun á bak við mig sem mér fannst mjög gott. Það hentaði mér allavega ágætlega að fara ómótuð inn í námið.“ Vill byrja hjá litlu fyrirtæki Þrátt fyrir að Ólöf sé ekki alveg búin að ákveða hvað hún ætlar að gera í framhaldinu, þá hefur hún ákveðnar hugmyndir. Hún vinnur nú að því að setja saman möppu með verkum sínum og sér fyrir sér að sækja um störf hjá minni fyrir- tækjum erlendis. Hana langar frek- ar að byrja á því heldur að reyna að komast inn í stóru tískuhúsin. Byrja á stað þar sem samstarfsfélagarnir þekkja andlitin á hver öðrum. Hún fékk þó nasaþefinn af há- tískunni í París þegar hún var í starfsnámi á fyrsta ári. „Þar fékk ég að sjá hvað bransinn er stór og í raun allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér.“ Sýning á verkum útskriftarnema Listaháskóla Íslands stendur yfir til 8. maí í Listasafni Reykjavíkur. Nútímaleg lína Ólöf segist hafa reynt að fara eins djúpt og hún gat í að skapa karakt- erinn sinn og bakgrunn hans til að gera allt sem raunverulegast. Fatastíllinn var svo skapaður út frá því. „Ég ímyndaði mér það út frá hennar áhugamálum og starfi hvernig hún myndi klæða sig og þetta var útkoman,“ segir Ólöf og vísar til fatalínunnar. Hún vonast til að geta gert eitt- hvað meira með verkefnið og jafnvel komið flíkum úr línunni í sölu. „Þetta er nútímaleg lína sem passar vel við það sem er að gerast í dag. Ég held að þetta vakið áhuga einhverra,“ segir Ólöf hóg- vær. Hún viðurkennir að vera ekki komin með plan varðandi fram- haldið, enda ennþá að ná áttum eftir erfiða törn í náminu. „Ég er að byrja að hugsa næstu skref og skoða hvað er í boði. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt nám. Sérstaklega að fá að búa til svona heim og skapa sögu. Þetta er Ung og efnileg Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir er að útskrifast úr fatahönnun og langar að vinna í útlöndum. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.