Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 6
Afgreiðslutími Rvk.
Mán. til fös. kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafjörður
Heimsþekktu amerísku
heilsurúmin frá Spring Air.
Nú í Dorma
Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm
Spring Air REGENCY
heilsurúm með classic botni
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á botni.
• Fimm svæðaskipt
pokagormakerfi
• Tvöfalt gormakerfi
• Hægindalag í yfirdýnu
• Silkiblandað bómullar
áklæði
• Steyptur svampur í köntum
• Sterkur botn
Aðeins 209.925 kr.
Kynningartilboð 180 x 200 cm
Fullt verð: 279.900 kr.
Komdu og leggstu
í draumarúmið!
Regency er sérlega vandað heilsurúm frá
Spring Air, einum þekktasta rúmafram-
leiðanda Bandaríkjanna.
Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær.
Rekstur félagsins er neikvæður um
rúmar nítján þúsund krónur og
skýrist af því að félagið greiddi út-
varpsgjaldið, sem eru þá einu skatt-
arnir sem Dorrit greiðir hér á landi,
eftir að hún flutti lögheimili sitt frá
landinu í lok árs 2013.
Eignarhaldsfélagið var stofn-
að árið 2005 og er tilgangur þess
smásala á úrum og skartgripum
í sérverslunum. Það er þó ljóst af
lestri ársreikninga félagsins að það
er starfsemi sem ekki hefur farið
fram í félaginu undanfarin ár, í það
minnsta.
Í umfjöllun Reykjavík Media
(RME), sem unnin var í samstarfi
við blöðin Le Monde og Süddeutshe
Zeitung og birtist fyrr í vikunni,
kom fram að forsetafrúin tengdist
að minnsta kosti fimm bankareikn-
ingum í Sviss í gegnum fjölskyldu
sína og að minnsta kosti tveimur
aflandsfélögum.
Þá kemur fram í umfjöllun RME
að upplýsingar frá HSBC bankanum
sýni að Dorrit átti hlut á móti fjöl-
skyldu sinni í félaginu Jaywick
Properties Inc á Bresku jómfrú-
areyjunum. Þá var hún einn-
ig skráð fyrir hlut í Moussaieff
Sharon Trust, samkvæmt
skránum.
Til viðbótar benda
gögnin til þess að hún
hafi átt að erfa hluta afla-
ndseigna foreldra sinna
eftir að 86 ára móðir
hennar, Alisa, félli frá.
Dorrit hefur sagt í yfirlýsingu
að fjárhagur hennar og eigin-
manns hennar, Ólafs Ragn-
ars, væri og hefði alltaf verið
aðskilinn.
Eigið fé eignarhaldsfélags
forsetafrúarinnar, Dorritar
Moussaieff, var neikvætt
um rétt rúma milljón króna,
samkvæmt ársreikningi sem
hún skilaði vegna félags síns,
Dorrit ehf, í september á
síðasta ári fyrir rekstrarárið
2014
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Skattamál Eignarhaldsfélag Dorritar Moussaieff skilar neikvæðu eiginfé
Útvarpsgjaldið eini skatturinn sem Dorrit greiðir
Dómsmál Stofnandi ECA Program Iceland til Íslands
Skorað hefur verið á Hol-
lendingin Melville Peter ten
Cate að mæta fyrir Héraðs-
dóm Reykjaness og standa
skil á gjaldþroti fyrirtækis
síns í byrjun júní
Melville Peter ten Cate varð þekkt-
astur fyrir að vera forsvarsmaður
ECA Program Iceland en fyrirtækið
hugðist fjárfesta fyrir um 200 millj-
arða króna á Keflavíkurflugvelli.
Starfsemin gekk út á að þjálfa her-
menn. Meðal annars stóð til að flytja
30 orrustuvélar frá Hvíta-Rússlandi
til Íslands í því skyni.
Ellisif Tinna Víðsdóttir, fyrrver-
andi yfirmaður Varnarmálastofnun-
ar, var forstjóri ECA á Íslandi áður en
það fór í þrot.
Félagið kom hingað til lands árið
2009 en mætti pólitískri andstöðu
sem leiddi til þess að lokum að fé-
lagið fékk ekki leyfi til þess að hefja
starfsemi. Úr varð að félagið var úr-
skurðað gjaldþrota um síðustu ára-
mót og hefur uppgjör nú staðið yfir í
nokkra mánuði.
Móðurfélag ECA hér á landi var
samnefnt fyrirtæki í Hollandi, en
eigandinn, Melville, var sagður með
vægast sagt vafasama fortíð. Þannig
var greint frá því að hollenska fyrir-
tækið átti að hafa svikið bandarískt
fyrirtæki um þyrlur sem átti að not-
ast við í hernaði í Afganistan árið
2009.
Það eru ekki bara íslenskir dóm-
stólar sem vilja sjá Melville. Stór-
blaðið Financial Times stefndi hon-
um árið 2013 fyrir breska dómstóla
og krafðist þess að fá greiddar tæp-
lega hundrað milljónir króna vegna
fjölda auglýsinga sem ECA Program
birti í blaðinu en greiddi aldrei fyrir.
Gjaldþrotaskiptin fara fram
fimmtudaginn 9. júní, að því er fram
kemur í Lögbirtingablaðinu. Mæti
hann ekki má hann búast við því að
krafan um gjaldþrotaskipti verði tek-
in til greina. | vg
Forstjóri hernaðarfyrirtækisins
fyrir héraðsdóm í byrjun júní
Kjaramál Tugir mála borist ASÍ vegna starfsfólks í kvikmyndaiðnaði
ASÍ hefur fengið yfir tuttugu
mál inn á sitt borð þar sem
ósáttir starfsmenn í kvik-
myndaiðnaði lýsa reynslu
sinni. Flestir eru þeir algjör-
lega réttindalausir
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Félag Kvikmyndagerðarmanna
gagnrýndi harðlega kjör starfs-
fólks í kvikmyndaiðnaði í umsögn
til frumvarps um endurgreiðslu til
erlendra kvikmynda sem bíður af-
greiðslu Alþingis. Undir það tekur
lögfræðingur ASÍ, sem segir tugi
mála hafa komið inn á borð Al-
þýðusambandsins síðustu ár þar
sem starfsfólk í kvikmyndaiðnaði
lýsir erfiðum aðstæðum.
„Þetta fólk hefur kvartað sáran
undan kjörum og starfsaðstæðum,“
segir Halldór Oddsson, lögfræð-
ingur hjá ASÍ, um kjör og aðstæð-
ur starfsfólks í kvikmyndaiðnaði.
„Þetta er launafólk sem nýtur
engra sérstakra réttinda og gæti í
raun flokkast sem gerviverktakar,“
segir hann ennfremur.
Og sögurnar eru frekar klassísk-
ar, að sögn Halldórs.
„Þarna er einhvern veginn engin
viðspyrna gegn peningavaldinu og
það er spilað á eftirspurnina. Því
glamúrinn heillar, eins og til dæmis
að sjá glitta í Russel Crowe,“ segir
Halldór spurður út í reynslu skjól-
stæðinga ASÍ.
„Það hefur verið viðtekin venja
í þessum bransa að vinnudagurinn
er um tólf klukkustundir. Að vísu
höfum við verið að reyna að þoka
þessu niður í tíu tíma,“ útskýrir
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for-
maður félags kvikmyndagerðar-
manna. „Það er ekkert greitt fyrir
yfirvinnu, heldur gerður heildar-
samningur og yfirleitt fá þessir
starfsmenn ekki mikið út í aðra
hönd, miðað við vinnu,“ bætir hún
við.
Fréttatíminn fór á stúfana og
ræddi við svokallaða „runnera“.
Enginn þeirra vildi ræða við Frétta-
tímann undir nafni af ótta við að
slíkt viðtal myndi skaða þá. Starfið
er afar fjölbreytt, en langneðst í
fæðukeðjunni, auk þess sem „run-
ner“ er gert að mæta fyrstur á vett-
vang og fara síðastur. Þannig geta
vinnudagarnir verið langir, eða allt
að fjórtán klukkustundir.
Verkefnin spanna yfirleitt nokkr-
ar vikur, allt að 6 vikum, sem er
frekar hefðbundinn framleiðslu-
tími kvikmyndar. Fyrir daginn fá
ungmennin um 25 þúsund krónur.
Af því þurfa þau að greiða rúmlega
40% í skatta og önnur gjöld. Það er
því óhætt að álykta að þeir fá rúm-
lega tíu þúsund krónur í sinn vasa
í lok dagsins.
Réttindalausir heillast
af glamúr kvikmynda
Til stóð að flytja fjölda rússneskra her-
þota til landsins til herþjálfunar.
Interstellar
er ein af
stórmynd-
unum sem
hafa verið
teknar upp
hér á landi.
Dorrit Moussaieff
hefur ekki borgað
skatta hér á landi
í nokkur ár - að
undanskildu út-
varpsgjaldinu.
6 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016