Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 39
Harpa Kristjánsdóttir gull- og
silfursmiður kennir hin feikivin-
sælu námskeið Silfursmíði og
Víravirki hjá Endurmenntunar-
skólanum.
„Langflestir sem sækja nám-
skeiðin hafa áhuga á skartgripa-
gerð,“ segir Harpa en á nám-
skeiðinu læra þátttakendur að
beita helstu verkfærum gull- og
silfursmíðinnar og vinna með
eldinn í mótun skartgripa. Þátt-
takendur smíða skartgripi eftir
eigin hugmyndum. „Sumir nem-
endur koma aftur og aftur og eru
orðnir ansi færir,“ segir Harpa
sem hefur kennt silfursmíði
í nokkur ár. „Þetta eru mjög
skemmtilegar kvöldstundir og
miklu skemmtilegra en að horfa á
sjónvarpið. Þátttakendur eru að
skoða hjá hver öðrum og kíkja á
hvað hinir eru að gera. Hver og
einn er að vinna að sínu verkefni
og geng ég á milli og aðstoða.
Yfirleitt ríkir mikil gleði og verið
er að skiptast á skoðunum og
að sjálfsögðu spjallað mikið um
skart, silfur og málma. Ég segi
alltaf að fyrir mig sé þetta eins
og að vera í saumaklúbbi á laun-
um,“ segir Harpa.
Á námskeiðinu Víravirki er
kennd gerð víravirkis allt frá
undirbúningi efnis að fullunnu
skarti. Þátttakendur fá sjálfir að
spreyta sig á flestu sem við-
kemur vinnu við gerð víravirkis,
kveikja, snitta, vinna höfuðbeygj-
ur, kornsetja, eldbera, pússa,
pólera og ganga frá fullunnu
víravirkisskarti. Þar að auki er
fjallað um mismunandi tegund-
ir þjóðbúningasilfurs og tímabil í
íslenskri þjóðbúningagerð. „Það
eru alltaf einhverjir sem koma til
að búa til búningasilfur, en það
hefur komið mér á óvart hvað
margir eru bara að búa sér til
skart úr víravirki, en það er alltaf
fullt á þetta námskeið.“
Haldin eru þrjú námskeið í
silfursmíði á haustönn Endur-
menntunarskólans. Fyrsta nám-
skeiðið hefst 5. september og
stendur til 24. október. Kennt
er einu sinni í viku. Námskeið í
víravirki hefst 7. nóvember og er
kennt tvisvar í viku.
Olíumálun til andlegrar næringar
Öðlast færni og fá nýja sýn
Silfursmíði Á námskeiðinu fá þáttakendur
að vinna verk eftir eigin höfði undir
leiðsögn Hörpu Kristjánsdóttur gull- og
silfursmiðs.
Endurmenntunarskóli Tækni-
skólans býður námskeið í málun
fyrir byrjendur og lengra komna.
Kennari á námskeiðunum er Anna
Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður.
„Markmið námskeiðanna er að
læra að horfa upp á nýtt, taka eft-
ir umhverfinu og fá öðruvísi sýn
á umheiminn. Að þátttakendur
kynnist myndlistinni af eigin raun
og séu færir um að njóta þess að
mála sér til yndisauka og andlegr-
ar næringar eftir námskeið,“ segir
Anna Gunnlaugsdóttir, myndlistar-
maður og kennari, sem kennir fjög-
ur námskeið í málun á haustönn
Endurmenntunarskólans. Á byrj-
endanámskeiðinu, Olíumálun fyrir
byrjendur, er farið í litafræðina
og myndbyggingu og kynntar
tvær ólíkar aðferðir í málun. „Ég
fer yfir hvernig litirnir verða til og
hvernig þeir breytast eftir birtu-
skilyrðum og kynni litafræðilegar
rannsóknir Impressionistana. Við
skoðum til dæmis hvernig virkni
lita er mismunandi þegar er málað
frá frá dökku yfir í ljóst og öfugt.
Málað verður á raunsæjan máta
eftir einfaldri uppstillingu og síðan
myndefnið þróað í annarri útfærslu
á frjálslegri hátt með sköfu,“ segir
Anna. Þekking á litafræðinni og
málun með olíu- og/eða akrýllit-
um er forkrafa fyrir hin námskeiðin
þrjú sem Anna kennir: Andlit/
Portrett, Landslag og Málað með
spaða. Það síðastnefnda tekur á
aðferð sem Anna þekkir einna best
og notar í eigin verkum. „Á þessu
námskeiði er spaðatækni þjálfuð.
Með slíkum vinnubrögðum er hægt
að ná fram miklu lífi í liti og form
og góð aðferð fyrir þá sem vilja
vinna „spontant“ en líka þá sem
vilja losa um nostursamleg vinnu-
brögð. Skissað verður með akrýl-
og olíupastellitum og gerðar grófar
fyrirmyndir að stærri verkum og
eins unnið beint á strigann, hratt
og með flæði,“ segir Anna.
„Mestu skiptir að njóta ferilsins
og þora að stíga skrefi lengra og
gera mistök, af því lærum við mest.
Þá höldum við áfram ferðalaginu
og könnum ókunna akra og hvað
í okkur býr. Ég leiði fólk í gegnum
ferlið, þar sem eitt skref er tekið
í einu, eiginlega eins og í jóga, og
áður en það veit af er það komið í
flóknar tækniæfingar. Þá er ekki
annað hægt en að hugsa um það
sem maður er að fást við á þeirri
stundu og allt dæguramstur fýkur
út í veður og vind,“ segir Anna.
Öll námskeiðin eru fjögur kvöld,
4 klukkustundir í senn. Byrjenda-
námskeiðið, Olímálun fyrir byrjend-
ur, hefst 26. september. Hin nám-
skeiðin hefjast að því loknu og svo
koll af kolli, þannig að þátttakak-
endum gefst kostur á að taka þau
öllsömul í röð, sé áhugi á því.
Olíumálun
Ég leiði fólk í
gegnum ferlið,
þar sem eitt
skref er tekið í
einu, eiginlega
eins og í jóga,
og áður en það
veit af er það
komið í flóknar
tækniæfingar.
Þá er ekki annað
hægt en að
hugsa um það
sem maður er að
fást við á þeirri
stundu og allt
dæguramstur
fýkur út í
veður og vind,“
segir Anna
Gunnlaugsdóttir
myndlistar-
maður.
Skrafað um skart og málma
Skartgripagerðin alltaf vinsæl
Hönnun og handverk
Andlit/portrett
Fatabreytingar
Ferilmöppugerð „portfolio“
Innanhússhönnun
Landslagsmálun
Málað með spaða
Mósaíknámskeið
Olíumálun/litafræði
Saumanámskeið
Silfursmíði
Skissuteikning
Skrautskrift
Steinaslípun
Taulitun og tauþrykk
Teikning
Tískuteikning
Víravirki
Greinaskrif og hugmyndavinna
Hagnýt skrif
Skapandi hugsun
Málmur og tré
Bólstrun
Eldsmíði
Gítarsmíði
Hannað og smíðað
Húsgagnaviðgerðir
Járnrennismíði
Lesið í skóginn
Málmsuða
Trésmíði fyrir konur
Útskurður í tré
Undirbúningsnámskeið
fyrir sveinspróf í:
Rafvirkjun
Rennismíði
Vélvirkjun
Skipstjórn – vélstjórn
ARPA ratsjárnámskeið
ECDIS
Endurnýjun skipstjórnarréttinda
Endurnýjun vélstjórnarréttinda
GMDSS ROC og GOC
Hásetafræðsla
IMDG endurnýjun
Skemmtibátanámskeið
Smáskipanámskeið
Smáskipavélavörður – vélgæsla
SSO og CSO öryggisnámskeið
Raftækni
Arduino
Rafeindatækni
Tölvur og upplýsingatækni
App fyrir Android
AutoCAD
Bæklingagerð í InDesign
Forritun í C#
HTML5 og CSS3
Illustrator
Kvikmyndanámskeið
Lightroom myndvinnsla
Listræn tískuljósmyndun
Ljósmyndanámskeið
Maya
Photoshop
Revit Architecture
SketchUp þrívíddarteikning
Tölvuleikjagerð í þrívídd
Umhverfi og útivist
GPS staðsetningartæki og rötun
Reiðhjólaviðgerðir
Veðurfræði og útivist
Námskeið sem hitta í mark
Skráning og nánari upplýsingar:
tskoli.is/namskeid | endurmenntun@tskoli.is | Sími 514 9602
facebook.com/endurmenntunarskolinn
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
…menntun7 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016