Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 54
Flestir sólgnir í lambakjöt með bernaise Salatbarinn í Faxafeni fagnar 20 ára afmæli á þessu ári og hefur orð á sér fyrir að vera eitt besta hlaðborðið í bænum. Hlaðborðið nýtur mikilla vinsælda en þar er að finna staðgóðan heimilismat, sem öllum líkar, á hagstæðu verði. Unnið í samstarfi við Salatbarinn Salatbarinn býður daglega upp á heita rétti, salat, ferskan fisk, kjúklinga-rétti, pastarétti, heima- lagðar súpur, grænmeti, brauð og heilmargt fleira. Fastagestir staðarins eru margir og flestir á fimmtudögum og föstudögum þegar lambalæri með bernaise sósu er á boðstólum, sem er vinsælasti réttur Salatbarsins. Langflestir sem sækja staðinn koma þangað í hádegishléinu til að fá vel útilátinn og heitan mat í hádeginu, en staðurinn er einnig tilvalinn kvöldverðarstaður fyr- ir fjölskyldur þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sal- atbarinn býður einnig upp á það að velja mat í bakka sem „take- -away“, sem er tilvalið fyrir þá sem hafa ekki tök á því að elda kvöldmat eða geta ekki borð- að hádegismatinn á staðnum. Verðið er afar hagstætt, salatbar hlaðborð þar sem heitur matur er innifalinn kostar 2090 krónur á mann, súpa- salat og brauð hlaðborð kostar 1690 krónur á mann, súpa og brauð hlaðborð kostar 1350 krónur á mann og „take- -away“ hlaðborð er á 1960 krónur á mann. Verð fyrir börnin er það sama fyrir öll hlaðborðin, 990 krónur fyrir börn á aldrinum 5 til 10 ára og 500 krónur fyrir börn 3 til 4 ára. Boðið er upp á heita rétti daglega, ferskan fisk, kjúkling. Matseðill dagsins er Útverðir íslensks landbúnaðar Kjaftæði, aðgangsharður krummi og samtal um íslensku sveitina. Unnið í samstarfi við Erpsstaði Hróður Kjaftæðis, íssins frá Rjómabúinu á Erpsstöð-um, hefur borist víða um heim en tilurð hans er nánast hendingu háð. Sumir myndu jafnvel segja að örlögin hafi gripið inn í. Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir höfðu verið bændur á Erpsstöðum í um 10 ár þegar miklar sviptingar í íslenskum landbúnaði urðu til þess að þau þurftu að taka ákvörðun um framtíð sína sem bændur. Hjónin koma bæði úr sveit og voru ekki tilbúin til þess að flytja á malbikið og gefa landbúnaðinn upp á bát- inn. „Við sáum að við þurftum að gera eitthvað. En við vildum vera í sveitinni og vinna við landbúnað. Við tókum því ákvörðun árið 2006 að byggja nýtt fjós,“ segir Þor- grímur sem er menntaður mjólkur- fræðingur og því hæg heimatökin þegar hjónin ákváðu að þróa eigin afurðir úr mjólkinni. Útverðir íslensks landbúnaðar En á Erpsstöðum er gert fleira en að mjólka kýr og búa til ís og osta. Ferðaþjónustan, sem að einhverju leyti hverfist um afurðirnar, hefur vaxið og dafnað síðustu ár. „Okkur langaði að prófa þetta, að fara út í ferðaþjónustuna. Aðallega til þess Matseðill dagsins Hlaðborð frá 11.30-20.00 Fimmtudagur 25.08.16 Lambalæri bearnaise Brúnaðar kartöflur Pönnusteiktur fiskur Kjúklingur í súrsætri sósu Kartöflugratín Rjómapasta með grænmeti Sætar kartöflur og rótargrænmeti Brokkolísúpa og mexico kjúklingasúpa Salatbar, nýbökuð brauð og pestó Athugasemdir frá ánægðum viðskiptavinum Salatbarsins á Facebook síðu staðarins. Stjörnugjöf: 4.2 af 5 mögulegum. Dæmi um matseðil dagsins: Ánægðir viðskiptavinir: Dýralíf Skepnurnar una sér vel á Erpsstöðum. Blómleg framleiðsla Gestum á Erpsstöðum gefst tækifæri til að fylgjast með framleiðslu afurða. Sívinsæll Salatbar Á Salatbarnum er daglega boðið upp á heita rétta, salat, ferskan fisk, kjúklingarétti, pastarétti og súpur en á fimmtudögum og föstudögum er lambalæri með bernaise á boðstólum. Mynd | Rut Mjög góður matur og flottur staður heimilislegur og kósý, við eigum sko eftir að koma aftur til ykkar :) Salatbarinn er uppáhaldsstað- urinn minn, hann er neytendavænn, fer vel í maga og tekur ekki fúlgur úr buddunni. Glæsilegt úrval og allt gómsætt, fers kt og gott! að veita ferðamönnum tækifæri til þess að komast í návígi við íslensk- an landbúnað, hitta bændur og geta átt við okkur samtal um það hvern- ig lífið er í íslenskri sveit. Það var raunar okkar helsta hvatning með þessu. Að vera útvörður íslensks landbúnaðar hér á Íslandi gagn- vart erlendum ferðamönnum og Íslendingum sem hafa ekki miklar taugar eða tengingar við íslenska sveit en langar að fræðast,“ segir Þorgrímur og bætir við að gestir ráði og beri ábyrgð á sinni heim- sókn. Þeir þurfi að ákveða hvað þeir vilji fá út úr heimsókninni. „Vilja þeir tala við okkur eða bara vera í friði og ró.“ Flóki aðgangsharður Dýralífið er blómlegt á Erpsstöð- um og margir sem koma eingöngu til þess að komast í snertingu við húsdýrin sem vappa frjálslega um svæðið. Kisa sem gjarnan vill láta klappa sér; fær að launum að lepja dreggjarnar úr ísskálunum, voffi sem þreytist ekki á að fylgja gestum í hlað, grísirnir sem liggja makindalega í stíunni og hænurnar sem kæra sig kollótta þótt heimaln- ingurinn Flóki sé að þvælast fyrir þeim. Flóki er reyndar ekki lamb heldur hrafn sem hefur gert sig heimakominn á Erpsstöðum og er ekkert að sýna á sér neitt fararsnið. „Hann kom sem lítill ungi í vor og við höfum fóstrað hann, með mis- jöfnum árangri. Hann er ansi uppá- tækjasamur og aðgangsharður. En ef maður stendur hann að verki og nær að skamma hann þá nær maður til hans og hann sér að sér,“ segir Þorgrímur sem fagnar að sjálfsögðu fjölbreyttu dýralífinu á Erpsstöðum. Rabarbaraísinn slær í gegn En það er vissulega ísinn sem laðar að og útlendingar koma margir inn í búðina og spyrja hvort það sé hér sem frægi ísinn er, „The Bullshit“. Fjölmargar bragðtegundir hafa ver- ið prófaðar á ísinn og þessa dagana er rabarbaraísinn að slá í gegn með- al útlendinga sem eru stórhrifnir en Íslendingar síður; enda rabarbari ef til vill álitinn heldur hversdagslegt hráefni hér á landi. Jarðarberjaísinn er líka að gera góða hluti. „Við hóf- um samstarf við jarðarberjabændur í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum og fórum í kjölfarið að gera jarðar- berjaís sem hefur slegið í gegn. Útlendingarnir eru dálítið „skeptísk- ir“ á hann enda vanir skærrauðum jarðarberjaís en við notum engin aukaefni eða litarefni svo ísinn fær fölbeikan lit,“ segir Þorgrímur sem merkir greinilegan mun á smekk Ís- lendinga og erlendra á ísnum. Yfir sumarmánuðina er opið allan daginn á Erpsstöðum en þegar ekki er „high season“ er opið eftir samkomulagi og alltaf hægt að hr- ingja á undan sér og athuga hvort hjónin séu laus í leiðsögn eða spjall. Vörurnar frá Erpsstöðum eru fáanlegar í Frú Laugu og bændamarkaðnum Ljómalind í Borgarnesi sem opinn er allan ársins hring. birtur á heimasíð- unni salatbarinn. is og á Facebook síðu Salatbarsins. Á Facebook síðunni er jafn- framt hægt að lesa athugasemdir frá gestum staðarins sem keppast við að hrósa honum fyrir góðan mat, hagstætt verð og góða þjónustu. Mesti annatíminn er í hádeginu en stað- urinn er opin frá klukkan 11.30 til 20 á kvöldin alla virka daga og milli klukkan 11.30 til 15.00 um helgar. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 201610 MATARTÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.