Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 38
Unnið í samstarfi við Tækniskólann
Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður fjölda námskeiða þar sem sköpunargleðinni
er veitt útrás. Þar á meðal er
gítarsmíði, silfursmíði, olíumál-
un, þrívíddarhönnun, útskurður í
tré, eldsmíði, húsgagnaviðgerðir,
bólstrun og saumanámskeið, svo
fátt eitt sé nefnt. Hámarksfjöldi
er á mörg þessara námskeiða
og yfirleitt bókast hratt á nám-
skeiðin og stundum komast færri
að en vilja. Hér veita þrír kennar-
ar Endurmenntunarskólans okkur
innsýn í nokkur vinsæl námskeið.
Nánari upplýsingar og skráning
á www.tskoli.is/namskeid.
Endurmenntunarskóli Tækniskólans hefur eitthvað fyrir alla
Nemendur öðlast
færni sem þá óraði
aldrei fyrir
Gítarsmíði er gríðarlega skemmti-
legt námskeið hjá Endurmenntun-
arskólanum sem hefur notið mikilla
vinsælda.
„Að sjá einhvern spila á gítar
sem maður hefur sjálfur smíðað er
eins og að sjá barnið sitt lyfta gulli
á ólympíuleikunum,“ segir Gunnar
Örn Sigurðsson gítarsmiður sem
kennir fólki að smíða rafmagnsgít-
ar frá grunni á námskeiði í Endur-
menntunarskóla Tækniskólans.
Gunnar er þekktur gítarsmiður og
hefur smíðað gítara fyrir þekkta
tónlistarmenn eins og Ómar Guð-
jónsson, Sigurgeir Sigmundsson
og fleiri.
„Það er allskonar fólk sem kem-
ur á þetta námskeið, sumir eru
hljóðfæraleikarar sem vilja smíða
eigið hljóðfæri en aðrir eru þarna
því þeir hafa einlægan áhuga á að
smíða fallega gripi. Það myndast
oft mjög skemmtileg stemning á
námskeiðinu því hópurinn er aldrei
stór og umræður myndast oft um
hljómsveitir og hljóðfæraleikara.
Mér finnst þetta sjálfum gríðar-
lega gaman að vera innan um alla
þessa skemmtilegu og áhugasömu
einstaklinga. Það eru jafnframt
nokkrir nemendur sem hafa komið
nokkrum sinnum á þetta nám-
skeið og smíða nýtt hljóðfæri í
hvert sinn,“ segir Gunnar. Á nám-
skeiðinu er farið yfir hvernig gítar
er smíðaður, skref fyrir skref þar til
allir hafa lokið við að smíða gítar.
„Það er mjög misjafnt hvernig fólk
vinnur, sumir er afar vandvirkir og
huga að hverju smáatriði á meðan
aðrir eru tilbúnir að líta fram hjá
smávægilegum mistökum. Það er
misjafnt hvernig fólk vinnur og allir
labba út með tilbúinn rafmagnsgít-
ar í lok námskeiðs,“ segir Gunnar.
Þegar gítar er handsmíðað-
ur á þennan hátt kallar það fram
ákveðinn karakter sem gerir hvern
gítar einstakan. „Þeir eru aldrei
eins.“ Við lok námskeiðs þegar
nemendur standa stoltir með raf-
mangsgítar í hendi segir Gunnar
að þá komi stundum upp sú tilf-
inning að fólk trúi varla að það hafi
klárað verkið. „Mig óraði aldrei fyr-
ir að þetta yrði svona, hafa sumir
sagt,“ segir Gunnar.
Námskeiðið í gítarsmíði hjá
Endurmenntunarskólanum hef-
ur notið mikilla vinsælda en þau
eru haldin tvisvar á ári. Næsta
námskeið hefst 22. september og
stendur yfir til 5. desember. Kennt
er á mánudögum og fimmtudög-
um.
Kennir fólki að smíða gítar
Labba út með rafmagnsgítar í lokin
Handsmíðuð hljóðfæri Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður kennir fólki að smíða eigin
rafmagnsgítar á námskeiði hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Myndir | Rut
Hönnun og handverk
Andlit/portrett
Fatabreytingar
Ferilmöppugerð „portfolio“
Innanhússhönnun
Landslagsmálun
Málað með spaða
Mósaíknámskeið
Olíumálun/litafræði
Saumanámskeið
Silfursmíði
Skissuteikning
Skrautskrift
Steinaslípun
Taulitun og tauþrykk
Teikning
Tískuteikning
Víravirki
Greinaskrif og hugmyndavinna
Hagnýt skrif
Skapandi hugsun
Málmur og tré
Bólstrun
Eldsmíði
Gítarsmíði
Hannað og smíðað
Húsgagnaviðgerðir
Járnrennismíði
Lesið í skóginn
Málmsuða
Trésmíði fyrir konur
Útskurður í tré
Undirbúningsnámskeið
fyrir sveinspróf í:
Rafvirkjun
Rennismíði
Vélvirkjun
Skipstjórn – vélstjórn
ARPA ratsjárnámskeið
ECDIS
Endurnýjun skipstjórnarréttinda
Endurnýjun vélstjórnarréttinda
GMDSS ROC og GOC
Hásetafræðsla
IMDG endurnýjun
Skemmtibátanámskeið
Smáskipanámskeið
Smáskipavélavörður – vélgæsla
SSO og CSO öryggisnámskeið
Raftækni
Arduino
Rafeindatækni
Tölvur og upplýsingatækni
App fyrir Android
AutoCAD
Bæklingagerð í InDesign
Forritun í C#
HTML5 og CSS3
Illustrator
Kvikmyndanámskeið
Lightroom myndvinnsla
Listræn tískuljósmyndun
Ljósmyndanámskeið
Maya
Photoshop
Revit Architecture
SketchUp þrívíddarteikning
Tölvuleikjagerð í þrívídd
Umhverfi og útivist
GPS staðsetningartæki og rötun
Reiðhjólaviðgerðir
Veðurfræði og útivist
Námskeið sem hitta í mark
Skráning og nánari upplýsingar:
tskoli.is/namskeid | endurmenntun@tskoli.is | Sími 514 9602
facebook.com/endurmenntunarskolinn
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
…menntun 6 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Að sjá ein-
hvern spila
á gítar sem maður
hefur sjálfur smíðað
er eins og að sjá
barnið sitt lyfta gulli
á ólympíuleikunum.