Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 2
Fíkniefni „Að vita til þess að það eru foreldrar að ganga í gegnum það sama og maður sjálfur – það er alveg skelfilegt,“ segir Þorvarður Helgason sem missti dóttur sína, Evu Maríu, í október árið 2013 úr ofneyslu fíknefna á heimili tónlistar- mannsins Gísla Pálma. Þá var hún 21 árs gömul. Hún var ekki í neyslu eftir því sem foreldrar komast næst, en hún tók inn MDMA sem dró hana til dauða. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Þorvarður og eiginkona hans, Lilja Guðmundsdóttir, fengu símtal á sunnudaginn síðasta þar sem þeim var sagt að ungur maður hefði lát- ist úr lyfjaeitrun en grunur er uppi um að hann hafi neytt Fentanýls. Félagi hans fór í hjartastopp fyrir utan Prikið á Menningarnótt, en þar reyndi Gísli Pálmi að endur- lífga félaga sinn áður en sjúkrabíll kom á vettvang. Sá sem fór upp á spítala lifði nóttina af, en félagi þeirra fór heim og lést þar, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Grunur leikur á að þeir hafi neytt sama efnisins um kvöldið. Þorvarður segir að hann hafi orðið sorgmæddur þegar hann fékk fréttirnar frekar en að fyll- ast reiði „Það er depurð sem fylgir því að hugsa til þess að ungt fólk í blóma lífsins, sem á alla framtíð- ina fyrir sér, fari þessa leið,“ segir hann. Þorvarður segist ekki kenna tón- listarmanninum um andlát dóttur sinnar, en hann hefur aldrei dregið fjöður yfir eigin fíkniefnaneyslu. „Við erum ekki að leita að söku- dólgum,“ segir hann og bendir á að Gísli Pálmi sé ekki fyrsti tónlist- armaðurinn sem hefur verið í mik- illi fíkniefnaneyslu. „Það er hins- vegar sorglegt að horfa á það þegar honum er hampað og hann verður óhjákvæmilega ákveðin fyrirmynd fyrir þessa krakka. Það er fullt af ungmennum innan við tvítugt sem hanga í honum og það getur verið óhugnanlegt,“ segir Þorvarður. Samúð Þorvarðar er hjá fjöl- skyldu mannsins sem var á þrí- tugsaldri þegar hann lést. „Þetta er rosalega erfitt fyrir foreldra. Það er erfitt að ganga í gegnum svona lagað. Við Lilja hugsum um Evu Maríu á hverjum degi og tölum oft um þetta,“ segir Þorvarður. Spurður hvað sé til ráða svar- ar Þorvarður: „Við erum ekki að standa okkur nægilega vel í þess- um málaflokki. Mér finnst að við eigum að byrja á forvörnum fyrr. Það virðist vera það eina sem virkar.“ Hann bætir svo við: „Við þurfum að hugsa þetta betur; það er bara of mikið í húfi.“ 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. ágúst 2016 Skólamál Leikskólastjóri í borginni segist þurfa að sjá hundrað manns fyrri mat fyrir þrjátíu þúsund krónur á dag. Hún segir núverandi meirihluta hafa ákveðið að lækka leikskólagjöld án þess að kosta neinu til. Foreldrar verði að gera sér grein fyrir því að þessi stefna komi nið- ur á börnunum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Það gefur auga leið að börnin eru ekki að fá hollan og góðan mat fyrir þennan pening,“ segir Anna Mar- grét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg, en skólastjórar leikskóla og grunnskóla og forstöðumenn frí- stundaheimila hittu stjórnendur hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar í gær til að ræða rekstrarniðurstöð- ur fyrir síðasta á. Anna Margrét segist hafa 30.000 krónur til að sjá 80 börnum og tutt- ugu starfsmönnum fyrir morgun- mat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. „Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir hún. Hún hefur verið leikskólastjóri í fimmtán ár en síðasti vetur og það sem af er þessu ári hafi verið erfiðasta tímabil á starfsferlinum. „Ég skrifa það nán- ast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir Anna Margrét. Anna Margrét segist hafa verið leikskólastjóri í fimmtán ár og alltaf þurft að velta hverri krónu milli handanna. Nú sé hinsvegar skorið langt inn að beini. Hún segist hafa stutt núverandi meirihluta til valda og hafa haft mikla trú á honum. Það traust fari þverrandi með hverjum deginum sem líður. „Ég veit að mörgum stjórnendum líður eins og mér og eru komnir með nóg. Það þarf að gera eitthvað róttækt í skóla- málunum og það strax, áður en það verður of seint,” segir hún. Hún seg- ist hlynnt gjaldfrjálsum leikskóla en það þýði ekki að lækka leikskóla- gjöldin nema láta skólana fá aukið rekstrarfé á móti. Foreldrar verða að koma inn sem þrýstihópur til verndar börnunum og skólunum. „Þetta ástand gengur ekki upp, við erum að missa starfsfólk og þetta bitnar á börnunum.“ Börnin eru ekki að fá góðan mat fyrir þennan pening Missti dóttur sína úr ofneyslu Segir samúð sína hjá foreldrum mannsins „Það er depurð sem fylgir því að hugsa til þess að ungt fólk í blóma lífs- ins, sem á alla framtíðina fyrir sér, fari þessa leið.“ Þorvarður Helgason missti dóttur sína árið 2013 úr ofneyslu fíkniefna. Eva María lést í nóvember 2013 úr ofneyslu MDMA. Hún var 21 árs. Maðurinn sem lést er talinn hafa innbyrt læknadóp. Menning Guðrún Vil- mundardóttir og Pétur Már Ólafsson deildu meðal annars um bók Ólafs Jó- hanns Ólafssonar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Rithöfundarnir Jón Kalman Stef- ánsson og Auður Ava Ólafsdóttir munu hætta að gefa út hjá bóka- forlaginu Bjarti í kjölfar starfsloka útgáfustjóra forlagsins, Guðrún- ar Vilmundardóttur. Þetta herma heimildir Fréttatímans og hafa báð- ir höfundarnir lýst þessu yfir. Guð- rún lét af störfum hjá Bjarti í sumar og hefur hún ákveðið að stofna eig- ið bókaforlag. Jón Kalman og Auður Ava ætla sér að gefa út hjá henni í stað Bjarts. Í samtali við Fréttatímann segir Guðrún að hún vilji ekki tjá sig um starfslok sín eða fyrirætlanir sínar á bókamarkaði. Jón Kalman segir sömuleiðis að hann vilji ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í Auðu Övu. Jón Kalman hefur gef- ið út 11 skáldsögur á 20 árum und- ir merkjum Bjarts á meðan Auður Ava hefur gefið út eina bók hjá for- laginu. Guðrún Vilmundardóttir hafði unnið hjá Bjarti í tíu ár en eigandi fyrirtækisins er Pétur Már Ólafs- son. Pétur Már á líka forlagið Ver- öld og hefur rekið það ásamt Bjarti í sama húsnæði á Bræðraborgar- stígnum. Bjartur hefur sérhæft sig í útgáfu fagurbókmennta, íslenskra og þýddra, á meðan Veröld hef- ur að mestu einbeitt sér að útgáfu ævisagna, fræðirita og rita almenns eðlis. Eitt af því sem mun hafa valdið deilum í samskiptum Guðrúnar og Péturs Más var að í fyrra neit- aði hún að gefa út bókina Endur- komuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson undir merkjum Bjarts og var bók- in á endanum gefin út hjá Veröld í staðinn. Einhver faglegur ágrein- ingur var því til staðar þó ástæður starfslokanna séu ókunnar. Pétur Már vill ekki tjá sig um starfslok Guðrúnar eða ákvarðanir Jóns Kalmans og Auðar Övu. Jón Kalman Stefánsson og Auður Ava Ólafsdóttir, ætla að fylgja Guðrúnu Vilmundardóttir frá Bjarti og til nýs forlags. Auður Ava og Jón Kalman hætta hjá Bjarti með Guðrúnu Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálum og það strax, segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg. Marianna Vilbergs Hafsteinsdóttir skreið upp tröppurnar hjá Pósthús- inu í Austurstræti vegna lélegs að- gengis fyrir fatlaða. „Aðgengi fyrir fatlaða, líka þá sem þurfa að notast við göngu- grindur og hækjur, er til hábor- innar skammar,“ segir Marianna Vilbergs Hafsteinsdóttir, en hún, ásamt hópnum Ferðabæklingurinn, hafa kannað aðgengi ýmissa stofn- ana og verslana víða um borgina. Meðal annars kannaði hún og Hjör- dís Heiða Ásmundsdóttir aðgengi að pósthúsinu í Austurstræti á dögunum. Það er óhætt að segja að aðgeng- ið þar sé ekki til fyrirmyndar þegar kemur að fötluðum, en Marianna þurfti að skríða upp tröppurnar hjá Hinu Húsinu með hjólastólinn í eft- irdragi til þess að komast inn. Til þess að allrar sanngirni sé gætt þá er hjólastólalyfta í anddyri Hins hússins, ekki Pósthússins. Guðmundur Samsson tók mynd- bandið upp og hefur því verið deilt yfir 400 sinnum á netinu og yfir þrjátíu þúsund hafa horft á það. Marianna, Hjördís og Sigrún Heiða Birgisdóttir standa að aðgerð- arhópnum sem kannar aðgengi fyr- ir fatlaða en myndbandið má sjá á vef Fréttatímans. | vg Velferðarmál Fötluð kona skreið upp tröppurnar Marianna og Hjördís að virða fyrir sér aðgengið.Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Nr. 12799 Skoðið útsöluna á www.grillbudin.is GrillbúðinÁ R A ÚTSALA gasgrill 4ra brennara • 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Gaumljós í tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur: 70,5 x 49,5 • Grillið er afgreitt 95% samsett • Afl 18,7 KW 129.900 FULLT VERÐ 189.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.