Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 20 ára Bæði í kennaranámi 23 ára Annað byrjar í vinnu 25 ára Fyrsta barn fæðist 26 ára Hitt byrjar í vinnu 43 ára Eldra barnið 18 ára 30 ára Kaupa íbúð VONDU KERFIN: HÚSNÆÐISKERFIÐ Noregur er eina landið í okkar heimshluta þar sem hlutfall séreignar er svip- að og á Íslandi. Þar hefur launafólk hins vegar hærri tekjur, borgar lægri skatta, fær ríkulegri barna- og vaxtabætur og borgar lægri vexti en Íslendingar. Til að halda uppi jafn háu hlutfalli séreignar og tryggja láglaunafólki og fólki með lægri millitekjur öruggt húsaskjól, þyrftu Íslendingar að aðlaga launa- og skattkerfi sitt að því norska. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Noregur: Hærri laun og lægri skattar, hærri bætur og lægri vextir Til að átta okk- ur á muninum milli landanna bjuggum við til tvö ímynd- uð pör, annað norskt og hitt íslenskt. Við byrjum að fylgjast með þeim þar sem þau eru í námi á námslánum. Annað útskrifast eft- ir þriggja ára háskólanám og hitt eftir fimm ár. Bæði starfa eftir það sem kennarar allan tímann og fær- ast upp launastigann eftir aldurs- hækkunum. Þau eignast barn 25 ára og annað barn um þrítugt. Frá tvítugu til 25 leigja þau litla íbúð, nokkuð stærri næstu fimm árin en kaupa síðan íbúð um þrítugt sem þau búa í fram á lífeyrisaldur. Þetta er sem sé hið dæmi- gerða fólk, sem er svo dæmigert að það er líklega ekki til. En það dugar okkur til að sjá meginútlínur þeirra kerfa sem Norðmenn og Íslendingar hafa byggt í kringum líf venjulegs fólks. Verra fyrir ungmenni Meðan pörin eru á námslánum er staða íslenska parsins betri. Fram- færslulán eru hér hærri og parið fær auk þess húsaleigubætur. Slík- ar bætur fást ekki í Noregi nema fólk sé með mjög litla innkomu eða borgi svimandi leigu. Húsaleiga í Reykjavík og Osló er viðlíka há svo leigan hefur ekki áhrif á saman- burðinn. Þegar náminu lýkur breytast 40 prósent af námslánaskuld norska parsins í styrk. Í lok námstímans skuldar það 6,8 milljónir króna á meðan íslenska parið skuldar þá 12,7 milljónir króna, að hluta til vegna þess að það fékk meira lán- að en að mestu vegna þess að þau fá ekki styrk og lánin bera hærri vexti. Barnabætur hærri Þegar skólagöngu lýkur og fyrra barnið fæðist er annar aðilinn kominn út á vinnumarkaðinn á meðan hitt er að ljúka námi. Þá batnar hagur Norðmanna meira, bæði vegna þess að launin eru um 14 prósent hærri í upphafi starfs- ferilsins og barnabætur veiga- meiri. Í Noregi fær hvert barn 13.775 krónur á mánuði eða 165 þúsund krónur á ári. Íslenskar parið fær hins vegar engar barna- bætur með sínu fyrsta barni. Það er ekki fyrr en börnin eru orðin tvö að íslenska parið fær fyrst 167 þúsund krónur en síðan lækkar sú upphæð ört eftir því sem launin hækka eftir því sem parið færist upp launastigann. Þegar íslenska parið fær 167 þús- und á mánuði í barnabætur fær V I Ð E R U M H L U T I A F G Ó Ð U F E R ÐA L AG I 16 -1 62 0 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Gunnlaugur er flugvallarstarfsmaður og það er meðal annars í hans verkahring að sjá um að öll ljós á Akureyrarflugvelli séu í góðu lagi. Þannig er Gunnlaugur hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um Akureyrarflugvöll. Freydís er á leið til ömmu og afa á Akureyri með mömmu sinni, henni Jónu. Freydís hefur ótrúlega gaman af að fljúga og gæti vel hugsað sér að verða flugmaður þegar hún verður stór. Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Við bjóðum upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu hluti af góðu ferðalagi með okkur isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf 23% Ri sent. Pio intiemo revicie ndum se auc re concerum.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.