Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 50
Harpa og nefnir í því samhengi svínarækt, kjúklingarækt og eggja- framleiðslu sem öll fer nær ein- göngu fram í verksmiðjubúskap. Þetta er ekkert líf „Í verksmiðjubúum lifa dýr við ónáttúrulegar aðstæður og það er í rauninni bara upp á síðkastið sem við erum að fá einhverja raunveru- lega innsýn inn í þetta. Dýrin geta ekki viðhaft eðlilegt atferli, það er engin náttúra, þau fara ekki á beit, þar enginn gróður, engin dagsbirta, ekkert ferskt loft, jafnvel ekki pláss til þess að hreyfa sig eða friður til að hvílast á nóttunni og dýrin vita raunar ekki hvort það er dagur eða nótt. Það er ekki hægt að hugsa sér ónáttúrulegra umhverfi fyrir dýr. Þarna er verið að fórna velferð dýra fyrir lægra vöruverð. Búrhænur eru innilokaðar í búrum alla ævi, með gervidagsbirtu eru þær plat- aðar til að verpa allt að þrivsvar á dag. Venjuleg hæna verpir bara einu sinni á dag. Þær þekkja ekki mun og dag og nótt, það er bara kveikt og slökkt. Þær þekkja ekki veður eða vinda eða árstíðaskipti, þetta er ekkert líf.“ Umræðan skiptir máli Í rannsóknarvinnunni fyrir meist- araverkefnið opnuðust augu Hörpu fyrir þessum raunveruleika upp á gátt. „Ég hafði alltaf forðast um- fjöllun um verksmiðjubúskap, mér fannst hún óþægileg. Það vill þetta enginn!“ Þó að Harpa noti dýra- afurðir í sumar uppskriftanna not- ar hún tækifærið til þess að opna umræðuna um vandann. „Þegar ég fór að skoða þetta almennilega kynnti ég mér til dæmis landnáms- hænur og við tókum landnámshæn- ur í fóstur í Þykkvabænum. Þær eru frjálsar eins og þær vilja, fara inn þegar veðrið er vont og eins og nátt- úran ætlaði verpa þær einu sinni á dag. Ég legg mikla áherslu í upp- skriftunum sem eru með eggjum að nota egg frá hænum sem fá að ganga frjálsar.“ Í uppskriftum sem innihalda mjólkurafurðir er sama uppi á ten- ingnum, Harpa vekur athygli á að- búnaði kúa og talar um mjólkur- iðnaðinn og þá siðferðislegu klemmu sem notkun dýraafurða setur fólk í. „Áhrifa verksmiðjubú- skapar gætir einnig hjá kúabænd- um. Ég hef að minnsta kosti tvö staðfest dæmi um stór kúabú þar sem kýrnar fá ekki að fara út og njóta sumarbeitar.“ Markhópur síð- unnar er ekki endilega bara græn- metisætur heldur allir sem vilja láta sig málefnið varða. „Síðan er fyrir fólk sem er forvitið og er að stíga sín fyrstu skref í áttina að því að minnka notkun dýraafurða, þessi umræða skiptir máli. Ég nota vett- vanginn til að tala um hvað er að.“ Zhug frá Jemen 2 búnt af fersku kóríander (stilk- arnir líka) 4 – 6 græn chilialdin* 2 – 3 msk. ólífuolía 2 msk. sítrónusafi 1/2 tsk. cuminduft Tvö hvítlauksrif allt eftir smekk (ég notaði u.þ.b. teskeið) *Það má nota færri eða fleiri. Fræ- hreinsa eða ekki fræhreinsa. Allt eftir smekk. Saxið innihaldsefnin gróflega og setjið svo í matvinnsluvél eða blandara. Athugið að kóríand- erstilkarnir fara með. Blandið vel svo úr verði fíngert mauk. Bætið við örlitlu vatni ef þarf. Bara einni teskeið í einu svo maukið verði ekki of þunnt. Smakkið til með salti, sítrónusafa, hvítlauk og cumin. Gado Gado Fyrir 4 200 g ferskt tófú (alltaf til í Álf- heimabúðinni) 6 kartöflur 4 egg (frá hænum sem fá að njóta útiveru og lifa lífinu lifandi) 200 g strengjabaunir (ég mæli með íslensku strengjabaununum frá Kinn) 150 g hvítkál 150 g bok choi (ég mæli með ís- lensku Bok Choi frá Kinn) 200 g baunaspírur ferskt kóríander, grænt chili eftir smekk muldar salthnetur (má sleppa) Byrjið á því að pressa vatnið úr tófúinu. Það er auðveldast að skera það í sneiðar, setja í sigti og hella heitu saltvatni yfir. Því næst er tófúið lagt inn í hreint viskustykki og pressað niður, til dæmis með trébretti og potti, í að minnsta kosti 20 mínútur. Sjóðið kartöflur og egg. Skerið hvít- kálið smátt og setjið í sjóðandi saltað vatn í u.þ.b. 30 sekúndur. Setjið í sigti og skolið með köldu vatni. Skolið baunaspírurnar vel og leyfið þeim að þorna. Snyrtið strengjabaunirnar og sjóðið í sölt- uðu vatni í u.þ.b. 3 mínútur. Setjið til hliðar og leyfið þeim að kólna. Steikið tófúið þar til það verður stökkt og gullinbrúnt. Kryddið eftir smekk. (Ég saltaði það bara og setti smá cayenne pipar). Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Skerið soðnu eggin í tvennt. Raðið innihaldsefnunum fallega saman og berið fram með hnetu- dressingunni. Það er mjög gott að bæta við fersku kóríander, fersku grænu chili og muldum salthnetum. Hnetudressingin 1 hvítlauksgeiri 2-3 tsk. af hrásykri 130 g gróft ósætt hnetusmjör 1-2 græn chili 2 límóna (safinn) 1 msk. tamarind mauk 1 ½ msk. sojasósa Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til dressingin er orðin silkimjúk. Ég notaði 3 tsk. af sykri en þá má alveg nota meira. Ef þið notið ekki sykur myndi ég mæla með því að minnka limesafann. Smakkið dressinguna til með chili, lime og sojasósu eftir smekk. Ef hún verður of þykk þá er best að bæta við örlitlu vatni. Vegan „smørrebrød“ Þið metið magnið eftir því hversu margir eru að fara að gæða sér á réttunum. „Kartoffelmad“ gott rúgbrauð eða súrdeigsbrauð kartöflur ólífuolía, vegan majónes eða vegan viðbit að eigin vali (& ef til vill Dijon sinnep) radísur laukur vætukarsi, salat, spínat eða steinselja hveiti salt og pipar Sjóðið kartöflur og leyfið þeim að kólna alveg. Skrælið kartöflurnar og skerið í frekar þunnar sneiðar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar, þekjið vandlega með hveiti og kryddið með salti og pipar. Setjið laukinn í sigti og hristið allt auka hveiti af. Steikið laukinn í mikilli olíu þar til hann verður gullin- brúnn og stökkur. Setjið hann beint af pönnunni á eldhúspappír. Skerið radísur í þunnar sneiðar. Smyrjið brauðið, raðið álegginu fallega á það, kryddið með salti & pipar og dreypið ólífuolíu yfir. Einnig er gott að setja vegan majónes ofan á brauðið. Skreytið með vætukarsa eða steinselju… eða einhverju grænu að eigin vali. Ég fann hvergi vætukarsa þannig að ég skar spínat í þunnar ræmur og stráði yfir. Ef þið notið súrdeigsbrauð er best að rista það vel, smyrja það með Dijon sinnepi og dreypa á það ólífuolíu. Dreypið einnig ólífuolíu yfir kartöflurnar. Svo þarf að bera það fram strax. Ef þið notið rúgbrauð er betra að smyrja með einhverju vegan við- biti (t.d. vegan smjöri eða tahini). „Frikadeller“ gott rúgbrauð lítil grænmetisbuff (ég notaði Anamma basilbollur sem fást í Hagkaup) tahini eða annað vegan viðbit radísur graslaukur spínat eða annað salat súrsaðar rauðrófur eða gúrkur salt og pipar Brúnið grænmetisbuffin á pönnu og leyfið þeim svo að kólna. Skerið radísur í þunnar sneiðar og fínsaxið graslaukinn. Smyrjið brauðið og raðið á það spínati/sal- ati, grænmetisbuffum, radísum og súrsuðum rauðrófum eða gúrkum. Stráið graslauknum yfir. Kryddið með salti & pipar. „Leverpastej“ gott rúgbrauð jurtakæfa (ég notaði frá Tartex) sveppir olía til steikingar súrsaður rauðlaukur ferskt dill salt og pipar Steikið sveppi á pönnu, kryddið þá með salti & pipar og leyfið þeim að kólna. Smyrjið brauðið með jurtakæfu. Raðið sveppum, súrsuðum rauðlauk og dilli fallega á brauðið. Kryddið með salti og pipar. „Leverpastej“ II gott rúgbrauð jurtakæfa (ég notaði frá Tartex) súrsaðar rauðrófur súrsaðar gúrkur ferskt dill salt og pipar Hér þarf nú í raun engar leiðbein- ingar. Það þarf bara að smyrja brauðið með jurtakæfu og raða álegginu fallega ofan á. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 20166 MATARTÍMINN Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016 SRI LANKA Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf. Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn 549.900.- á mann í 2ja manna herbergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.