Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. E N N E M M / S ÍA / N M 6 9 4 0 2 Enn meira rafmagn í umferð í sumar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar. Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar hálmstráið – og við fengum eina milljón sænskra króna fyrir tíu pró­ sent af fyrirtækinu. Það bjargaði okkur. Þá vorum við þrír eftir hjá fyrirtækinu því við vorum búnir að segja svo mörgum upp. Við áttum engan pening, vorum alveg búnir á því og vöknuðum á hverjum degi í hálfgerðu hjartaáfalli. Þannig að þetta var alveg ógeðslega erfitt í svona fimm ár. En þetta er líka búið að vera hrikalega skemmtilegt.“ Þátturinn Draknästet, Dreka­ hreiðrið, gengur út á það að frumkvöðlar, og aðrir sem eru með viðskiptahugmyndir, geta kynnt þær fyrir fjárfestum sem kallað­ ir eru Drekarnir. Í tilfelli Storytel ákvað einn fjárfestirinn, Rickard Båge, að setja eina milljón sænskra króna inn í fyrirtækið. Sú fjárfesting hefur nú borgað sig margfalt fyr­ ir hann. Eins ótrúlega og það kann að hljóma í dag, þegar fyrirtækið er metið á nærri 27 milljarða króna, þá gerði þessi lága upphæð – ein millj­ ón sænskra króna eða um 14 millj­ ónir íslenskra króna – gæfumuninn fyrir Storytel á þessum tíma og hélt fyrirtækinu starfandi, segir Jón. Svo breyttist allt hjá fyrirtækinu árið 2010, með til­ komu snjallsím­ anna og auk­ inni notkun á þ e i m . „Þetta gekk mjög hægt h j á ok k­ ur í svona fimm ár, frá 2005 til 2010 – árið 2010 voru notendur þjónustunnar um tíu þúsund. Fólk var ekkert að fatta hvaða öpp voru og mörgum fannst erfitt að eiga ekki bókina heldur hafa aðeins réttinn til að hlusta á hana. Svo breyttist þetta mikið með tilkomu snjallsímanna.“ Síðan þá hefur Storytel skilað hagn­ aði á hverju ári, að sögn Jóhanns, og notendurnir hafa farið frá tíu þús­ und í einu landi og upp í 300 þús­ und í sex löndum. Lætur semja bækur fyrir formið Eitt af því sem Storytel er byrj­ að að gera er að fá höfunda til að semja bækur beint fyrir hljóðbóka­ formið. Slíkar bækur bætast þá við hefðbundnar bækur sem lesnar eru upp. Jóhann segir að þetta sé svip­ uð hugmynd og hjá sjónvarpsfyr­ irtækinu Netflix, streymifyrirtæki sem einnig framleiðir eigið sjón­ varpsefni, eins og til dæmis House of Cards. „Þetta eru bækur sem eru sérskrifaðar fyrir hljóðbóka­ formið. Við erum með ágætlega þekkta höfunda sem eru að gera þetta fyrir okkur.“ Jóhann segir að hljóðbækurn­ ar lúti öðrum lögmálum en hefð­ bundnar skrifaðar bókmenntir og að meira sé gert af því að reyna að halda lesandanum við efnið með því að vera með svokallaða „cliff­ hangers“ í textanum – að búa til spennu í lok hvers kafla eða bók­ arhluta þannig að lesandinn eða hlustandinn spyrji sig að því hvað gerist næst og haldi áfram að hlusta. Slíkir „cliffhangerar“ eru þekktir úr spennusögum og sjónvarpsþáttum þar sem fólk er skilið eftir í lausu lofti við kafla­ eða þáttarlok. Uppgangur hljóðbókarfyrirtækja eins og Storytel getur því átt sinn þátt í því að búa til og þróa nýtt bók­ menntaform – hljóðbókina – sem sérstaka bókmenntategund sem lýt­ ur eigin lögmálum. Innkoma fyrir­ tækisins á bókmenntamarkaðinn getur því ekki bara breytt því hvern­ ig fólk notar bækur og texta heldur líka hvernig bækur eru skrifaðar þó auðvitað sé aðeins um viðbót við bókaformið hefðbundna að ræða. Vöxtur Storytel hefur ekki far­ ið framhjá sænska bókaútgáfu­ fyrirtækinu Bonniers sem er eitt það stærsta og virtasta í Svíþjóð. Bonniers hefur opnað sams konar streymiþjónustu og Storytel sem kallast Bookbeat. Sem dæmi um samkeppni fyrirtækjanna í Sví­ þjóð þá bjóða bæði fyrirtækin nú ókeypis notkun í tvær vikur fyrir nýja áskrifendur auk þess sem Book­ beat auglýsir grimmt á opinberum vettvangi. Hvað svo hjá Storytel? En hversu mikið hyggst Storytel vaxa? Til hvaða landa ætlar fyrir­ tækið að fara næst? Jóhann segir að Storytel verji miklum tíma og orku í að skoða nýja markaði. Getur fyrirtækið til dæmis farið til Bandaríkjanna og farið í samkeppni við stærsta hljóðbókafyrirtæki Bandaríkj­ anna, Audible, sem er í eigu netris­ ans Amazon? „Það getur vel verið en ég má ekki segja of mikið því fyrirtækið er skráð á markað. Við kíkjum að minnsta kosti eftir því. Við gerum ítarlegar greiningar áður en við förum til nýrra landa, hvaða samkeppnisaðilar eru til staðar og svo framvegis. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður fer inn á markað þar sem Amazon er og fer að ráðast á þá.“ Þegar Jóhann er spurður að því hvort hægt sé að fara með Story­ tel til nánast hvaða lands sem er í Evrópu og jafnvel í hinum vestræna heimi þá segir Jóhann að svo virðist vera. „Þetta virkar alls staðar. Þeir sem nota þetta mest eru fólk sem er að labba mikið, fer í göngutúra, fólk sem er mikið í æfingum og í rækt­ inni, margir hlusta á þetta í bílnum sínum og svo er þetta vinsælt hjá fólki sem vinnur störf þar sem það þarf kannski ekki hugsa svo mikið,“ segir Jóhann. Notendahópurinn hjá Storytel er hins vegar mest konur sem eru 35 ára og eldri. „Það eru 75 prósent konur sem nota þjónustuna. Þetta er samt alltaf að verða vin­ sælla hjá karlmönnum.“ Aðspurður segir Jóhann að vissu­ lega hafi hann velt því fyrir sér að skoða möguleikann á því að opna Storytel á Íslandi. Ekkert slíkt hljóðabókafyrirtæki – fyrirtæki sem býður upp á hljóðbækur með streymiþjónustu í gegnum áskrift – er starfandi á Íslandi. „Af því ég er Íslendingur þá höfum við verið að pæla að opna á Íslandi en þetta er ekki stór markaður. Ísland gæti hins vegar verið góður prufumarkaður.“ Opnar streymiþjónustu á Íslandi Þó Storytel hafi ekki tekið ákvörðun um að opna á Íslandi þá vinnur Stef­ án Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skynjunar, sem gef­ ið hefur út hljóð­ og rafbækur um nokkurra ára bil, að því opna sam­ bærilegt fyrirtæki sem streymir hljóðbókum. „Við erum að horfa til Storytel,“ segir Stefán sem býst við að opna fyrir þjónustuna seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. „Þetta er búið að vera á teikni­ borðinu lengi. Þetta tekur langan tíma og er eitt það tímafrekasta í þessu að ná samningum við rétt­ hafa, útgefendur og höfunda, um að fá leyfi til að lesa inn bækurnar þeirra. En það gengur ágætlega. Tæknihliðin er kannski minnsta málið í þessu. Svo þurfum við að ná okkur upp ákveðnum massa af áskrifendum. Við verðum að vera vissir um það að hafa svona tíu til fimmtán þúsund áskrifendur. Ég er hins vegar alveg viss um að þetta gengur.“ Stefán segir að ástæðan fyrir þeirri vissu sinni sé sú að það sé svo mikil sprenging í notkun á hljóðbók­ um í heiminum. „Þetta er í rauninni það eina sem gleður útgáfubrans­ ann þessi ár. Storytel er til dæmis alveg ótrúlegt ævintýri. Þetta tek­ ur hins vegar alveg ótrúlega langan tíma. Ég meina: Storytel byrjaði árið 2005 og það er fyrst núna sem þetta er að springa út,“ segir Stefán. Sem dæmi um þessa sprengingu má nefna að áskrifendur Storytel hlust­ uðu á tvær milljónir hljóðbóka í gegnum app fyrirtækisins árið 2014 en 3.5 milljónir í fyrra. Hann segir að hann muni bjóða upp á þjónustuna í gegnum sérstakt app sem hann muni láta gera. Nú þegar hafi hann aðgang að nokk­ uð hundruð hljóðbókatitlum sem Skynjun býður upp á. „Ég er búinn að láta lesa inn nokkur hundruð titla. Það er alveg mögulegt að það náist að opna þetta á þessu ári. En ég vil helst vera tilbúinn með upp­ lestra á bókum allra helstu höfunda þjóðarinnar áður en ég opna þetta. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður fer inn á markað þar sem Amazon er og fer að ráðast á þá. Stefán Hjörleifsson mun á næstunni bjóða upp á sams konar þjónustu og Storytel á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.