Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 62
Heill grís – 18-25 kg 2 bollar fantagott ferskt svína- nudd (sjá hérna að neðan) eplaskvetta/eplasmjör Eplaskvetta 1 hluti eplaedik 1 hluti eplasafi Blandið saman í sprautuflösku. Geymist svo vikum skiptir. Viku fyrir veisluna hringið þið í kjötkaupmanninn – þetta er vara sem þarf að panta. Á degi grill- veislunnar skolið þið og þerrið grísinn. Þetta er best að gera ut- anhúss, t.d. úti á palli með grísinn hengdan upp. Kveikið upp í kol- unum/eldiviðnum. Nuddið grís- inn vandlega upp úr olíu og svo ferska svínanuddinu bæði að utan og inn í kviðar- og brjóstholið. Þræðið upp á spjótið og skorðið grísinn vandlega. Setjið grísinn yfir eldinn og snúið reglulega eða hafið hann á spjóti með mótor. Eldið grísinn þar til kjarnhiti nær að minnsta kosti 70°C. Meðan á eldun stendur er mikilvægt að úða grísinn reglulega með skvettum svo hann haldist vel rakur allan eldunartímann. Þetta er verk sem tekur bróður- partinn úr degi og því ekki vit- laust að kokkurinn fái eitthvað fyrir sinn snúð – einn fyrir kokk- inn og einn fyrir grísinn! Fantagott ferskt svínanudd Sumt krydd passar betur með svínakjöti en annað. Þegar ég fer að hugleiða krydd með svínakjöti fljúga salvía og fennel alltaf fram á sjónarsviðið. Og til að lyfta því aðeins hærra er um að gera að nota nóg af sítrónuberki, og auð- vitað salt og pipar. Börkur af 7-8 sítrónum 1 salvíuplanta 2 msk af ristuðum fennelfræjum 4 msk salt 2 msk nýmalaður pipar Skafið börkinn af sítrónunni (bara þetta gula), saxið smátt og setjið í skál. Ristið fennelfræ á pönnu og setjið svo í mortél og steytið í duft og bætið saman við sítrónu- börkinn ásamt smátt saxaðri salvíu. Blandið við salti og nýmöl- uðum pipar. Best er að nota þetta nudd strax en það geymist eflaust í nokkra daga í lokuðu íláti. Waldorfsalat Með þessari dásemd finnst mér gott að bera fram waldorfsalat sem er klassíker með svínakjöti. Fyrir sex 5 lítil epli 2 sellerístangir 75 g valhnetukjarnar 100 g rauð vínber 100 ml þeyttur rjómi 50 ml majónes safi úr ½ sítrónu Skolið eplin vandlega og kjarn- hreinsið (ég flysjaði ekki mín epli þar sem þau eru al- veg ómeðhöndluð) og skerið í grófa bita. Setjið í skál, kreistið sítrónusafann yfir. Skolið selleríið vandlega, sneiðið í bita og blandið saman við eplin. Skerið valhnet- urnar gróft og hrærið saman við, ásamt vínberjum sem hafa verið skorin í tvennt. Þeytið rjómann og hrærið saman við ásamt majónesi. Látið standa í ísskáp í 30 mínútur (geymist vandræðalaust í hálfan dag). A llir sem ég hitti á förn- um vegi, hvort sem það er í vinnu eða þar fyrir utan, segja að þetta hafi verið besta sumar í langan tíma. Og það virðist ekkert slá slöku við, alltént ekki ef litið er til seinustu daga. Í gær var glamp- andi sól og dásamlegt veður. Það var meira að segja hlýtt þegar við fórum úr húsi á leið í vinnu um morguninn,“ segir Ragnar sem kann því vel að vera kominn aftur heim. Við fengum hann til að rifja upp kveðjuveisluna eftirminni- legu en uppskriftina má sömuleið- is finna í frábærri bók Ragnars, Grillveislunni, sem kom út fyrr í sumar. Besta kjötið í höfði gríssins Þetta er veisluréttur að mínu skapi. Þessi uppskrift er kjörin þegar marga gesti ber að garði! Og það er ekkert mál að elda eftir henni; það eina sem þarf er vilji og nægur tími. Eldunartíminn er auðvitað háður stærð gríssins sem og veðri og vindum. Það má reikna með að minnsta kosti fimm klukkustundum og jafnvel meira. – Hvað er betra en að fá að eyða heil- um sumardegi við grillið? Hér skiptir undirbúningurinn höfuðmáli. Það þarf að byrja á að verða sér úti um heilan grís, sem er í sjálfu sér ekki snúið. Legg- ið bara inn pöntun hjá kjötkaup- manni. Þeir eru sem betur fer fáeinir eftir á Íslandi (ég ræði alltaf við vini mína hjá Kjöthöllinni). Svo þarf auðvitað að grafa holu, eiga nóg af kolum eða eldiviði og ekki má gleyma spjótinu – sem að mínum dómi er aðalmálið. Spjót er þó ekki eina aðferðin við að elda grís. Það væri hægt að útbúa stór- an kolaofn (nóg af leiðbeiningum á netinu) á nokkuð auðveldan hátt – en ég held að grísinn verði alltaf bestur sé hann eldaður á spjóti (teini). Grísir eru nánast alltaf seldir með hausinn áfastan, ólíkt lamb- inu. Sumum finnst óhugnanlegt að sjá hann þannig en besta kjötið af grísnum er einmitt í höfðinu. Grísakinnarnar eru umluktar þéttri fitu sem bráðnar við eldun og umlykur kjötið sem meyrnar og verður guðdómlega ljúffengt svo það bráðnar í munni. Heilgrillaður grís í kveðjuveislu Ragnars læknis Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, var að flytja heim til Ís- lands eftir áralanga búsetu í Lundi í Svíþjóð og í Bretlandi. Hann hélt veglega kveðjuveislu fyrir vini sína í Lundi og bauð upp á eftirminnilegan rétt – heilgrillaðan grís með fersku nuddi ásamt ljúffengu waldorf salati með eplum úr garðinum. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Vesturvör 34, 200 Kópavogi, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is Trier, Luxemborg og Mósel 3.–7. nóvember Vínsmökkun við Mósel Fimm daga ferð þar sem gist er í Trier. Skoðunarferðir og vínsmökkun. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Óskar Bjarnason. Verð frá 126.900.- Sjá nánar www.ferdir.is LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 201618 MATARTÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.