Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 14
Ella María Georgsdóttir er 15 ára og keypti sér miða á báða tónleika Justin Bieber fyrir fermingarpeningana sína. Hún segir það erfiðasta við að elska Bieber vera að lesa ljótar athugasemdir um hann á netinu. „Stóra frænka mín sagði mér fyrst frá Justin Bieber. Hún sagði að hann væri asnalegur og syngi eins og stelpa. Í byrjun þorði ég ekki að viðurkenna hvað mér fannst hann flottur og hlustaði bara á hann í leyni. Pabbi minn var heldur ekkert mikið fyrir hann, þannig að þegar ég stalst í tölvuna hans til að hlusta á hann á netinu, þá notaði ég bara heyrnartól.“ Myndirðu segja að þú værir skotin í honum? „Að sjálfsögðu. Ég er búin að vera það í svona fjögur eða fimm ár.“ Hvernig er að vera skotin í honum? „Mér líður svo vel þegar ég heyri lögin hans. Þegar mér líður illa og þarf að gráta, þá get ég notað lögin hans til að koma mér til að gráta. Ég get líka látið mér líða betur með því að hlusta á þau. Og þegar mér líður vel, þá get ég notað lögin hans til að líða ennþá betur. Stundum hugsa ég til hans þegar ég þarf að gera eitthvað sem mér finnst erfitt. Eins og þegar ég er í íþróttum, og ég er sko ekki mikil íþróttamanneskja, þá segi ég við sjálfa mig að ef ég klára bara þessa æfingu, þá eigi ég pottþétt eftir að hitta hann einhverntíma. Og það virkar! Mér finnst samt erfitt að vera ástfangin af honum af því að ég hef aldrei hitt hann. Ég veit að hann elskar mig ekki til baka en mér líð- ur samt eins og við séum í fjarsam- bandi.“ Eitt af því sem Ellu Maríu finnst erfitt við að vera skotin í Bieber, er að lesa allar ljótu athugasemd- irnar sem skrifaðar eru um hann á netinu. „Ég kynni mig oftast sem Ellu Maríu Bieber þegar ég hitti fólk, og þá fæ ég alltaf einhver nei- kvæð komment, um að hann reyki gras eða sé alltaf að lenda í slags- málum eða eitthvað álíka. Ég þoli það ekki.” Er það þá ekki satt? „Jú, en það þarf ekki alltaf að ein- blína á það neikvæða. Hann hefur alltaf verið viðkvæm og góð mann- eskja. Hann hefur sett fáránlega mikla peninga í góð málefni og ég held að hann sé að reyna sitt besta. En hatararnir eru svo leiðinleg- ir við hann og eru sífellt að dæma hann. Öllum myndi líða illa við að fá svona athugasemdir og það gerir allt svo margfalt verra. Það hefur komið honum í þennan félagsskap og þetta rugl.” Hefur hann reynt að taka sig á? „Já, ég held að það en það hefur bara ekki gengið alveg nógu vel. Ég trúi því að hann sé að reyna.“ Hvernig hugsarðu til hans? „Ég get eiginlega ekki lýst því. Þetta er allt mjög eðlilegt hjá mér, en mér finnst samt mjög óraun- verulegt að hann sé til í alvöru. Mér finnst stundum eins og hann sé bara til í hausnum á mér. Ég fæ gæsahúð þegar ég sé myndir af honum. Sama þegar hann syngur. Einu sinni póstaði hann vídeóum á Instagram, af sér að syngja með enga tónlist undir, og ég bara missti mig. Mér leið svo óendanlega vel, allar áhyggjur hurfu. Ég upplifði raunverulega hamingju. Og 100% ást.“ Hvernig á þér eftir að líða þegar þú færð loks að sjá hann? „Ég er svo stressuð fyrir þessa tónleika, ég byrja að titra við til- hugsunina. Ég er svo hrædd um að lenda einhvers staðar aftast og sjá ekkert, eða að miðinn minn rifni áður en ég kemst inn. Eða bara að eitthvað klikki. Ég er svo hrædd um að ég fái ekki að sjá hann. Ég er samt komin með leyfi frá skólanum báða dagana, til þess að geta mætt snemma. Ég samdi við mömmu þegar við keyptum miðana, um að ég fengi frí úr skólanum báða dag- ana sem tónleikarnir eru.“ Aðspurð um hvernig hún varð sér út um miða, segir Ella María: „Ég keypti þá sjálf fyrir fermingarpen- ingana mína. Fyrst áttu bara að vera einir tónleikar og foreldrar mín- ir leyfðu mér að kaupa einn miða. En svo komu aukatónleikarnir og ég gat ekki sleppt þeim. Mamma og pabbi vita að þetta er það eina sem ég vil þannig að þau leyfðu mér að kaupa annan. Þetta hefur verið draumur minn í svo mörg ár. Ég veit ekki hversu mörg bréf ég hef skrif- að til hans, og sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres, og fleiri í gegnum tíðina, til að biðja um að hann héldi tónleika á Íslandi.“ Hefurðu elskað einhvern annan svona mikið? „Já, íslenska söngvarann Jón Jónsson. Ég elska hann jafn mikið og Justin Bieber. Ég gleymi því ekki þegar ég sá hann fyrst í sjónvarp- inu. Ég elska sem sagt tvo.“ Heldurðu að þeir beri tilfinningar til þín? „Nei, það truflar mig ekki að þeir séu ekki skotnir í mér. Ég elska þá bara óendanlega mikið. Mér finnst alveg nóg að fá lögin þeirra.“ 14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 „Ég veit að hann elskar mig ekki til baka en mér líður samt eins og við séum í fjarsam- bandi.“ Ástfangnar af Justin Bieber Ör hjartsláttur. Gæsahúð. Vonbrigði. Gleðihrollur. Að vera ástfangin af Justin Bieber er ekki svo ólíkt því að vera ástfangin af öðrum. Fréttatíminn ræddi við nokkrar stelpur sem telja stærstu stund lífs síns vera í aðsigi. Þegar poppstjarnan, sem þær elska, kemur fram á Íslandi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Líður eins og í fjarsambandi Ella María Georgsdóttir segist hafa upplifað raunverulega hamingju og hundrað prósent ást þegar Justin Bieber setti myndbönd af sér syngja, án undirleiks, á Instagram. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.