Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 34
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Gaman að tala við fleiri en sjálfa sig eldhúsinu Eva Laufey Kjaran Her­mannsdóttir er með mörg járn í eldinum að vanda, en hún er nú að leggja lokahönd á nýja kökubók, á leið í tökur fyrir Ísskápastríð, sem er nýr þáttur á Stöð 2, ásamt því að vera að ljúka síðasta ári í viðskiptafræði. Fær hugmyndir í bakaríum „Ég er bara að klára að baka og Karl Peterson myndar fyrir mig, svo kemur bókin út í október. Mig hafði alltaf langað að gefa út bara kökubók, þannig þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Þetta er mjög rjómalöguð og pastelbleik kökubók,“ segir Eva Laufey og hlær. Hún virðist vera óþrjótandi uppspretta hugmynda að girni­ legum kökum, en hún er dugleg að leita sér innblásturs hvar sem hún fer. „Mér finnst kökur svo góðar – ef ég fer í bakarí, hvort sem það er hér heima eða í út­ löndum, þá fæ ég alltaf nýjar hug­ myndir. Þegar ég fer til útlanda þá fer ég alltaf í kökuhús eða bolla­ kökubúðir til að fá innblástur og borða. Ég er mikil kökukerling. Og það er þess vegna sem ég er að þessu. Mér sjálfri finnst svo gott að borða kökur.“ Líka skemmtiþáttur En um leið hún hefur lokið við bókina fer hún í tökur á nýjum og óhefðbundnum matreiðsluþætti, sem kallast Ísskápastríð, sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. En þættinum mun hún stýra ásamt hinum eina sanna Guðmundi Benediktssyni, eða Gumma Ben, eins og við þekkjum hann flest. Munu þau fá til sín góða gesti sem keppast við að elda úr hráefni sem þeim er afhent. „Þetta er svolítið annað en ég er vön að gera. Ég er auðvitað búin að gera nokkrar seríur þar sem ég er sjálf í eldhúsinu, en mér finnst þetta mjög spennandi. Það er gaman að fá að vera með öðrum þáttastjórnanda. Þá get ég talað við einhvern annan en sjálfa mig.“ Í hverjum þætti verða tveir keppendur, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að fara að elda. „Keppendur velja sér einn ísskáp af sex og þurfa að elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr hráefninu sem er í þessum ísskápum. Þetta er öðruvísi þáttur en hefur ver­ ið gerður, allavega svo við vitum til. Þetta er blanda af Einn, tveir og elda, Masterchef og fleiri skemmtilegum þátt­ um. Þetta er bæði matreiðsluþáttur og skemmtiþáttur, þannig þeir sem hafa ekki mikinn áhuga á mat ættu líka að hafa gaman af,“ segir hún. Hugmyndin frá Loga Keppnin er líka á milli Evu Lauf­ eyjar og Gumma, en þau munu hjálpa sitt hvorum keppandanum í eldamennskunni hverju sinni. „Við ætlum að reyna að byggja þetta þannig upp að Gummi fái þann sem færari er í eldhús­ inu á meðan ég fæ þann sem kann minna. Gummi segist að minnsta kosti ekki vera vanur í eldhúsinu, en svo er hann kannski að blöffa og kemur sterkur til leiks. Það getur því allt gerst. Svo eru allskonar tromp og tvist sem eiga eftir að koma bæði áhorfendum og keppendum á óvart,“ segir Eva Laufey, en hug­ myndin að þáttunum kemur frá sjónvarpsmanninum Loga Bergmann. Nóg að gera Eva Laufey situr ekki auðum höndum, en í október sendir hún frá sér nýja kökubók og birtist aftur á skjánum í nýjum matreiðsluþætti. Mynd | Ernir Eyjólfssson Eva Laufey stýrir óhefðbundnum matreiðslu þætti á Stöð 2 ásamt Gumma Ben. Þá er hún að leggja lokahönd á nýja pastelbleika kökubók. Er Burt Reynold’s kominn með Parkison’s? Vinir leikarans Burt Reynold’s hafa áhyggjur af heilsu hans. Burt er orðinn 80 ára gamall og vinur hans sagði RadarOnline að hann sýndi mörg einkenni Parkison’s sjúkdóms- ins. Hann segir Burt vera skjálfhentan, með enginn svipbrigði og stífan í líkamanum. „Hann kemst stundum ekki upp úr sófanum heima hjá sér en neitar að láta sérfræðing skoða sig af hættu við slæmar fréttir,“ segir þessi heimildarmaður. Fjölmiðlafulltrúi Burt gerði lítið úr þessum fréttum og sagði: „Burt hefur nýlokið tökum á nýrri mynd og hefur ekki verið jafn hamingjusamur árum saman.“ Heimildarmaður slúð- urvefsins segir að Burt eyði flestum dögum heima hjá sér, einn, en hann er tvífráskilinn. Katy Perry fer til sálfræðings til að vera venjuleg Katy Perry sagði frá því í útvarpsviðtali á þriðjudag að hún færi til sálfræðings reglulega til að halda sér „venjulegri“ í þessum erfiða tónlistar bransa. Katy segir að meðferðin hjá sálfræðingnum hafi hjálpað sér við að halda jafnvægi í þessu öllu og líða vel. Hún er komin aftur í stúdíó tökur eftir 3 ára frí frá tónlistinni og er í sjóðheitu ástarsambandi við leikarann Orlando Bloom. Katy segist eiga erfitt með að semja kynþokka- full lög. Hún segist samt hafa náð að koma lagi á blað um daginn sem fjallar um kynlíf. „Ég stunda ennþá kynlíf og ég vil semja lög um alla mína lífs- reynslu,“ sagði þessi flotta söngkona í viðtalinu. Gwen og Blake að fara að gifta sig Gwen Stefani og Blake Shelton eru mjög ástfangin, eins og flestir hafa tekið eft- ir. Þau hafa nú í hyggju að gifta sig um jólin og munu væntanlega hafa athöfn- ina á búgarði Blake í Oklahoma. Sam- kvæmt Life & Style hafa Gwen og Blake meira að segja hafist handa við gesta- listann og eru nokkrir af Voice þjálfur- unum á þeim. Einnig hefur því verið fleygt að Gwen sé að hanna sinn  eigin brúðarkjól sem verði beinhvítur og vljósblár. Það er alveg spurn- ing hvað er að marka þessar fréttir en við vitum allavega að þau virðast yfir sig ástfangin. Það kom reyndar í slúðurblöðum fyrir stuttu að Gwen hafi ekki verið hrifin af því að hafa Miley Cyrus með Blake Shelton í The Voice. Hún á að hafa sagt við unga trippið, hana Miley, að halda sig frá Blake, enda er hún alræmdur daðrari. Blæs á orðróm um brjóstastækkun Kylie Jenner bauð fylgjendum á twitter að koma og sannreyna hvort brjóstin væru ekta. Ósatt Kylie Jenner neitar því alfarið að hafa farið í brjóstastækkun. Mynd | Getty Orðrómur komst á kreik í vikunni að Kylie Jenner hefði farið brjósta­ stækkun. Og var sá orðrómur svo sannarlega ekki gripinn úr lausu lofti enda birti hún myndir af sér á snapchat þar sem hún virtist óvenju brjóstgóð. Hafði hún þá ekki birst á snapchat í svolítinn tíma, en hún sagði skýringuna vera að hún hefði fengið matareitr­ un og verið veik. Töluverð umræða skapaðist um brjóstin góðu á twitter, þar sem margir létu sitt ekki eftir liggja. Kylie hafði varla við að svara, en hún reyndi þó hvað hún gat. Fyrst ætlaði hún að tækla þetta með einu orði: „Aldrei.“ Sem átti þá væntanlega að þýða að hún myndi aldrei fara í slíka aðgerð. En það dugði ekki til að draga úr um­ talinu. Enda líklega fáir sem trúðu þessari fullyrðingu. Hún gekk því skrefinu lengra og varð aðeins persónulegri: „Það er bara þessi tími mánaðarins. Þau munu skreppa saman aftur og þá verð ég leið.“ Kylie á væntanlega við að hún sé á blæðingum og því hafi brjóstin tútnað út. Þegar í ljós kom að þessi skýring dugði ekki til að róa umræðuna á twitter bauð raunveruleikastjarnan fólki upp á að koma og snerta brjóstin, til að ganga úr skugga um að þau væru ekta. Hvort einhver hafi látið slag standa er ekki vitað. 5 uppáhaldsstaðir Evu Laufeyjar Ítalía Sushi Samba 17 sortir Snaps Brauð & Co Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.