Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016
GOTT
UM
HELGINA
Glæðingamessa
Hljómsveitin Eva vinnur nú
að Glæðingamessu sem fram-
in verður í Fríkirkjunni, í dag,
laugardaginn 27. ágúst. Þar
ætla þær að glæða kulnaðar
sálir lífi.
Hljómsveitin Eva ætlar sér
að ávarpa þetta alvarlega mál-
efni sem við þurfum að horfast
í augu við sem samfélag. „Við
ætlum að bjarga heiminum
undan dugnaðinum og við telj-
um okkur vera með lausnina.
Við þurfum að vera miklu lat-
ari. Þetta er svo „beisikk“. Við
erum öll föst í hamstrahjólinu,
við framleiðum allt of mikið,
svo mikið að við erum að kaf-
færa jörðinni okkar, við vinn-
um svo mikið að við erum öll
að brenna út, missa tengslin og
týna okkur sjálfum. Nú þurfum
við bara að hafa hugrekki til
þess að stoppa hjólið. Við þurf-
um að slaka á og leggja okkur
á daginn, gera ekkert og stefna
bara að því almennt í lífinu að
vera sirka 60%.“
Þó þetta fari fram í Fríkirkj-
unni þá er þessi samkoma þver-
-menningarleg og þver-trúarleg
og allir hjartanlega velkomnir
og ókeypis inn.
Hvar? Fríkirkjan
Hvenær? 27. ágúst kl. 19
Hvað kostar? Frítt
Rokkhátíð æskunnar
Ritvélar sem spila músík
Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar munu halda tónleika á Græna
hattinum í kvöld. Hljómsveitin er annáluð fyrir lifandi flutning á lög-
um og textum Jónasar og sumir vilja meina að þau séu hvergi betri en
einmitt á Græna hattinum og oftar en ekki komast færri að en vilja.
Hvar? Græna hattinum, Akureyri
Hvenær? Í kvöld klukkan 22
Hvað kostar? 3900 kr.
Góð og „júník“
stemning á Nasa
Skálmöld heldur tónleika á NASA
í kvöld. Sveitin hefur ekki spilað
í þessu glæsilega húsi um árabil
og eftirvæntingin vitanlega
mikil því Nasa er eitt skemmti-
legasta tónleikahús veraldar.
Hvort þetta verður í síðasta skipti
sem Skálmöld hljómar í húsinu
skal ósagt látið en óhætt er að
lofa afskaplega góðri og „júník“
stemningu.
Hvar? Nasa
Hvenær? Í kvöld klukkan 22
Hvað kostar? 3900 kr.
Sóley í Mengi
Sóley er komin langt á veg með nýja plötu sem spenntir tónlistarunn-
endur fá að heyra í snemma á næsta ári. Hún mun fagna gerð plötunnar
með góðum vinahópi í Mengi á Laugardagskvöld.
Hvar? Mengi
Hvenær? Laugardaginn 27. ágúst klukkan 19
Hvað kostar? 2000 kr.
Á sunnudag mun verða haldin
í fyrsta skipti Rokkhátíð æsk-
unnar. Hátíðin verður haldin
á Kex Hostel um munu margar
hljómsveitir stíga sín fyrstu
skref í átt að frægð og frama.
Þar má nefna hljómsveitirnar
Hush Hush og Meistara dauð-
ans. Raftónlistamaðurinn
Futurgrapher leyfir gestum og
gangandi að læra á raftónlist-
ar græjurnar sínar og tónlist-
arkonan Hildur tekur nokkur
lög. Skemmtunin er á vegum
Stelpna rokka og Heimilislegra
sunnudaga.
Salka Snæbrá Hrannarsdótt-
ir, 13 ára, fór í annað skiptið í
Rokkbúðirnar Stelpur rokka nú
í sumar. Þar lærði hún rokk-
sögu, sjálfsvörn og hvernig for-
réttindi okkar liggja í samfé-
laginu. Salka spilar á trommur
í hljómsveitinni Hush Hush sem
kemur fram á sunnudag ásamt
Örnu, Emmu, Hertu og Völu.
Hljómsveitin hefur verið star-
frækt í mánuð eða alveg síðan
þær kynntust í Rokkbúðun-
um. Þær ætla að taka lagið sitt
Óskrifaðar reglur samfélags-
ins en megininntak textans
er ef einhver reynir að meiða
mann þá er það ekki manni að
kenna, það skiptir ekki máli
hvar þú átt heima eða hverju
þú klæðist.
Mikilvægt er að undirbúa sig
vel fyrir tónleika og hafa þær
stöllur undirbúið sig með því
að spila síendurtekið þemalag
frægustu kvikmyndar níunda
áratugarins, Titanic, lagið My
heart will go on, til að komast
í rétta gírinn. Salka er mjög
meðvituð um að hljómsveit
þeirra vinkvenna eigi mikla
möguleika á að verða fræg,
enda frábær hljómsveit.
Hvar? Kex Hostel
Hvenær? Sunnudaginn 28. ágúst
klukkan 13
Hvað kostar? Frítt inn
ÁTTU RÖDD AÐ LJÁ OKKUR?
Karlakór Reykjavíkur ætlar að bæta við sig söngmönnum nú í haust og þá fara
fram raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið
og tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri.
Það er þó alls ekki skilyrði.
Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu senda okkur línu á netfangið
kor@kkor.is fyrir 10. september næstkomandi og við höfum samband við þig
um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 856-7229.
VETRARSTARFIÐ
Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar
eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju um miðjan desember, sem alltaf
eru vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra landsmanna. Eftir
áramót hefst undirbúningur fyrir vortónleika í Langholtskirkju sem fara fram í
lok apríl. Á þeim tónleikum er uppskera vetrarstarfsins lögð fram og að þeim
loknum gleðjast kórmenn og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna vorkomu.
Til viðbótar við þessa föstu liði er starfið kryddað með með alls kyns viðburðum
á vegum ýmissa aðila.
Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan.
Kórinn býður upp á krefjandi og skemmtileg viðfangsefni í tónlist og
skemmtilegt félagsstarf í góðum félagsskap. Söngferðir til útlanda eru farnar
reglulega auk þess sem byggðir landsins eru heimsóttar til tónleikahalds.
frettatiminn.is