Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 44

Fréttatíminn - 27.08.2016, Síða 44
alla föstudaga og laugardaga Njóttu listar Lókal, alþjóðleg sviðslistahátíð fer fram í Reykjavík um helgina. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði á lokal.is. Fullyrðir að sambandinu sé lokið Jennifer Lopez hætti með Casper Smart eftir að hann sveikst um að mæta á góðgerðarsamkomu. Ungfrú Ísland fer fram í kvöld Ungfrú Ísland 2016 fer fram í kvöld í kvöld í Hörpu, en þar mun 21 stúlka keppa um titilinn eftirsótta. Stelpurnar hafa staðið í ströngu síðustu mánuði enda hafa stífar æfingar staðið yfir á ýmsum sviðum. Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland 2015, hefur verið stúlkunum innan handar og miðlað reynslu sinni. En hún virtist glöð í vikunni þegar hún var á leið á næstsíðustu æfinguna fyrir keppnina. Árið er búið að vera viðburðaríkt hjá Örnu, en það verður eflaust kærkomið fyrir hana að afhenda nýrri stúlkunni kórónuna og halda á vit nýrra verkefna. Arna sýndi fylgjendum sínum á snapchat nokkra af kjólunum sem stúlkurnar munu klæðast í kvöld og óhætt er að segja að þar verði allt með hefðbundu sniði. Prinsessukjólar og pallíettur. Ekki bara fegurð? Og talandi um fegurðar- samkeppni, þá styttist óðum í aðra slíka hér á landi. Miss Universe Iceland fer fram í Gamla bíói þann 12. september næstkomandi, en fegurðardrottn- ingin Manúela Ósk Harðar- dóttur er ein af þeim sem sér um skipulagningu keppninnar. Sjálf fór hún út til að taka þátt í keppninni á sínum tíma, en varð að hætta við vegna veikinda. Undirbúningur keppninnar stendur nú sem hæst, en það verður fróðlegt að sjá hvort hún skeri sig frá Ungfrú Ísland keppninni á einhvern hátt. Sjálf hefur Manúela tekið fram að keppnin snúist að sjálfsögðu ekki bara um fegurð, en það á hin keppnin reyndar heldur ekki að gera. Jennifer Lopez sleit sambandi sínu við leikarann Casper Smart af því hann sveikst um að mæta með henni á góð- gerðarsamkomu fyrr í þessum mánuði. Lopez hafði gert Smart grein fyrir því að það væri mjög mikilvægt að hann kæmi með henni á þennan viðburð, en hann var líklegra ekki sammála henni um mikilvægi þess. Honum þótti alla- vega mikilvægara að fara með vinum sínum til Vegas að fylgjast með bardaga á milli Conor McGregor og Nate Diaz. Lopez ku hafa orðið alveg brjáluð yfir þessari ákvörðun Smart og sleit sambandinu „á nóinu“. Þá var hann reyndar kominn til Vegas og hún í The Hamptons og uppsögnin skilaði sér ekki alveg strax. Hann virtist allavega ekki meðvitaður um það á bardag- anum, þar sem hann sagði fólki sem hann hitti, að hann væri að fara að hitta kærustuna í New York daginn eftir. Eitthvað virðist Lopez þó hafa runnið reiðin og eru þau farin að tala saman aftur, en bara sem vinir. Hún full- yrðir að sambandi þeirra sé lok- ið fyrir fullt og allt, en Smart er í afneitun hvað það varðar. Það að hann skyldi svíkja hana á góð- gerðarsamkomunni var víst korn- ið sem fyllti mælinn í þeirra sam- bandi, að hennar mati. Parið fyrrverandi hefur reyndar hætt saman nokkrum sinnum svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Meðan allt lék í lyndi Lopez og Smart hafa hætt saman nokkrum sinnum áður, svo það er aldrei að vita hvað gerist í samskiptum þeirra. FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND ÍSAFJÖRÐUR FM104,1 AKUREYRI FM102,5 REYKJAVÍK FM104,5

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.