Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 44
alla föstudaga og laugardaga Njóttu listar Lókal, alþjóðleg sviðslistahátíð fer fram í Reykjavík um helgina. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði á lokal.is. Fullyrðir að sambandinu sé lokið Jennifer Lopez hætti með Casper Smart eftir að hann sveikst um að mæta á góðgerðarsamkomu. Ungfrú Ísland fer fram í kvöld Ungfrú Ísland 2016 fer fram í kvöld í kvöld í Hörpu, en þar mun 21 stúlka keppa um titilinn eftirsótta. Stelpurnar hafa staðið í ströngu síðustu mánuði enda hafa stífar æfingar staðið yfir á ýmsum sviðum. Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland 2015, hefur verið stúlkunum innan handar og miðlað reynslu sinni. En hún virtist glöð í vikunni þegar hún var á leið á næstsíðustu æfinguna fyrir keppnina. Árið er búið að vera viðburðaríkt hjá Örnu, en það verður eflaust kærkomið fyrir hana að afhenda nýrri stúlkunni kórónuna og halda á vit nýrra verkefna. Arna sýndi fylgjendum sínum á snapchat nokkra af kjólunum sem stúlkurnar munu klæðast í kvöld og óhætt er að segja að þar verði allt með hefðbundu sniði. Prinsessukjólar og pallíettur. Ekki bara fegurð? Og talandi um fegurðar- samkeppni, þá styttist óðum í aðra slíka hér á landi. Miss Universe Iceland fer fram í Gamla bíói þann 12. september næstkomandi, en fegurðardrottn- ingin Manúela Ósk Harðar- dóttur er ein af þeim sem sér um skipulagningu keppninnar. Sjálf fór hún út til að taka þátt í keppninni á sínum tíma, en varð að hætta við vegna veikinda. Undirbúningur keppninnar stendur nú sem hæst, en það verður fróðlegt að sjá hvort hún skeri sig frá Ungfrú Ísland keppninni á einhvern hátt. Sjálf hefur Manúela tekið fram að keppnin snúist að sjálfsögðu ekki bara um fegurð, en það á hin keppnin reyndar heldur ekki að gera. Jennifer Lopez sleit sambandi sínu við leikarann Casper Smart af því hann sveikst um að mæta með henni á góð- gerðarsamkomu fyrr í þessum mánuði. Lopez hafði gert Smart grein fyrir því að það væri mjög mikilvægt að hann kæmi með henni á þennan viðburð, en hann var líklegra ekki sammála henni um mikilvægi þess. Honum þótti alla- vega mikilvægara að fara með vinum sínum til Vegas að fylgjast með bardaga á milli Conor McGregor og Nate Diaz. Lopez ku hafa orðið alveg brjáluð yfir þessari ákvörðun Smart og sleit sambandinu „á nóinu“. Þá var hann reyndar kominn til Vegas og hún í The Hamptons og uppsögnin skilaði sér ekki alveg strax. Hann virtist allavega ekki meðvitaður um það á bardag- anum, þar sem hann sagði fólki sem hann hitti, að hann væri að fara að hitta kærustuna í New York daginn eftir. Eitthvað virðist Lopez þó hafa runnið reiðin og eru þau farin að tala saman aftur, en bara sem vinir. Hún full- yrðir að sambandi þeirra sé lok- ið fyrir fullt og allt, en Smart er í afneitun hvað það varðar. Það að hann skyldi svíkja hana á góð- gerðarsamkomunni var víst korn- ið sem fyllti mælinn í þeirra sam- bandi, að hennar mati. Parið fyrrverandi hefur reyndar hætt saman nokkrum sinnum svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Meðan allt lék í lyndi Lopez og Smart hafa hætt saman nokkrum sinnum áður, svo það er aldrei að vita hvað gerist í samskiptum þeirra. FACEBOOK.COM/KISSFMICELAND ÍSAFJÖRÐUR FM104,1 AKUREYRI FM102,5 REYKJAVÍK FM104,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.