Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 Birna Rún Kolbeinsdóttir er 17 ára. Þegar hún varð fyrst skotin í Justin Bieber hélt hún að þau væru sálufélagar og ættu eftir að giftast. Ást hennar á Bieber hefur breyst og þroskast. Hvaða tilfinningar berðu til Justin Bieber? „Mér finnst hann mjög flottur gæi. Bara frábær gaur. Ég hef verið skotin í honum síðan ég var 11 ára.“ Myndirðu segja að þú værir ástfangin af honum? „Já, ég myndi segja það.“ Hvernig er að vera skotin í mann- eskju sem þú hefur ekki hitt? „Ég hugsa mjög mikið um hann og þegar ég var yngri hélt ég í alvöru að hann myndi giftast mér. Ég eyddi öllum peningunum mín- um í að kaupa plaköt, boli, spil og tímarit með myndum af honum. Ef ég sá hann í einhverju blaði, gat ég verið mjög lengi að safna mér fyrir því. Ég þakti alla veggi í herberginu heima hjá mér með myndum af honum. Ég tók þær reyndar niður þegar ég byrjaði í 8. bekk.“ Voru þetta raunverulegar tilfinn- ingar? „Já, ég hélt innilega að við værum sálufélagar og að við myndum gift- ast hvort öðru. Mér fannst við hafa alveg sérstaka tengingu. Allt sem hann sagði í viðtölum lét mér líða þannig. Til dæmis var uppáhalds- maturinn hans var spagettí og pítsa og það var líka uppáhaldsmaturinn minn á þeim tíma. Hann var svo einlægur og góður. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið tilviljun. That should be me var uppá- haldslagið mitt og ég fór alltaf að gráta yfir því. Hann var ekki bú- inn að gera myndband við það og ég ímyndaði mér alltaf að ég myndi leika í því. Hann var þá að syngja um stelpu sem hann langaði til að vera með en hún var með einhverj- um öðrum.“ Fór það í taugarnar á þér að aðrar stelpur væru skotnar í honum? „Já, en ég hugsaði að þær ættu ekkert í mig, mér fannst ég elska hann miklu meira og ég þyrfti ekki einu sinni að sýna það. Ég upplifði raunverulega tengingu.“ Hvenær stóð þetta sem hæst? „Svona í sjöunda bekk. Þá bað ég vinkonur mínar oft að koma heim til mín að klippa út myndir af Justin Bieber.“ Hefur ást þín til hans þróast? „Já, ég er ekki heltekin lengur. En mér finnst hann ennþá mjög sætur og skemmtilegur og búa til góða tónlist. Ég efast til dæmis um að ég eigi eftir að giftast hon- um. Ég er ekki lengur með hann upp um alla veggi og ég eyði ekki lengur öllum peningunum mínum í hann. En ég er auðvitað einlægur aðdáandi. Ég held mest uppá One time og languppáhalds lagið mitt er Favorite girl. Eða Pick me.“ Verður maður aldrei of gamall til að hlusta á hann? „Nei, hann er ennþá í takt við tímann og kemur með nýja góða tónlist. Ég er alltaf mjög spennt að heyra nýjustu lögin hans.“ Hvernig verður að hitta hann? „Ég veit það ekki, ég bara veit ekki hvað ég mun gera. Ég á örugg- lega eftir að fara að gráta.“ Anna Schalk, 16 ára, hefur borið sterkar tilfinningar til Justin Bieber frá því hún var barn. Hún segir þau bæði hafa þroskast undanfarið. Hvaða tilfinningar berðu til Justin Bieber? „Hann var einn af fyrstu skot- unum mínum svo ég ber mjög sterkar tilfinningar til hans. Ást og væntumþykju. Og þakklæti. Hann er fallegasti maður sem uppi hefur verið, hann syngur eins og engill og er með risastórt hjarta.“ Ertu ástfangin af honum? „Ég myndi allavega mjög gjarn- an vilja kynnast honum, þó ég viti helling um hann. Þetta er einskonar ást. Ekki alveg platónsk en samt að einhverju leyti. Mjög einlæg.“ Hugsarðu oft til hans? „Ég hugsa oft um hvað hann sé að gera þá og þá stundina og með hverjum. Ég hugsa um hvernig ég var þegar ég byrjaði að hlusta á hann og fylgjast með honum og hvernig ég hef breyst og hvern- ig tónlistin hans hefur breyst og hvernig við höfum þroskast.“ Hvernig hafið þið þroskast? „Við höfum bæði fengið okk- ar eigin stíl og öðlast rökhugsun, orðið kynþroska, orðið ástfangin, sem hann talar mikið um í lögun- um sínum sem ég tengdi mikið við þegar ég gekk í gegnum það sama og hann. Og hvernig við höfum gert mistök og lært af þeim.“ Justin Bieber var fyrsta ástin í lífi Önnu Schalk og hún ber enn sterkar tilfinn- ingar til hans. Birnu Rún Kolbeins- dóttur fannst hún eiga alveg sérstaka tengingu við Justin Bieber og sá fyrir sér að hún myndi leika í myndbandi við uppáhalds lagið sitt með honum. Höfum bæði lært af mistökum Á eftir að fara að gráta 20-70% AFSLÁTTUR Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Ruggustóll Dawood Púðar Yankee Candle Handklæði Ruggustólar Rúmteppi Sængurver Hvíldarstólar Gjafavara Sængurver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.