Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 59
Unnið í samstarfi við Reyni bakara Reynir bakari hefur star-frækt samnefnt bakarí við Dalveg í 22 ár en nú er svo komið að Henry Þór, sonur hans, ætlar að taka við keflinu á allra næstu mánuð- um. Henry hefur unnið við hlið föður síns síðan hann var 13 ára gamall og það lá alltaf beint við að hann myndi snúa sér að iðn- inni. „Þetta lá vel fyrir mér og ég hef alltaf haft áhugann. Áhuginn hefur ekkert minnkað og ef eitt- hvað er þá hefur hann aldrei ver- ið meiri en núna,“ segir Henry. Handgert lúxuskonfekt En það er ekki bara bakaríið sem á hug og hjarta Henrys, ann- að fyrirtæki mun líta dagsins ljós í nóvember; konfektgerð. Henry var á samningi í Harrods í London eftir námið þar sem hann kynntist súkkulaðinu fyrir alvöru og þá kviknaði áhuginn á konfektinu. „Við ætlum að vera með handgerð páskaegg og lúxuskonfekt í veglegum öskj- um.“ Áhersla verður lögð á fal- lega og öðruvísi mola og óhefð- bundnar fyllingar, karamellað hvítt súkkulaði og Yuzu sítrus- bragð í bland við hefðbundnara súkkulaði. Konfektgerðin verður fyrir ofan bakaríið á Dalvegin- um og er allt á fullu um þessar mundir við undirbúning. Grófara brauð En þrátt fyrir að vera með hug- ann við konfektið er brauðið aldrei langt undan. Henry hefur lengi verið viðriðinn baksturinn, eins og áður sagði, og hefur því fylgst með því hvernig áhersl- ur hafa breyst gegnum tíðina. „Það er ekkert lát á vinsældum súrdeigsbrauðsins og það verður alltaf vinsælla. Fólk er að borða grófara brauð, ég man að maður var að selja mikið af franskbrauði áður fyrr en það hefur minnkað mikið og hitt aukist á móti. Fólk er orðið meðvitaðra um holl- ustuna.“ Kynntist konfektgerðinni í Harrods Handgert lúxuskonfekt fyrir augað og bragðlaukana. Við ætlum að vera með handgerð páskaegg og lúxuskonfekt í veglegum öskjum. Sígild steik og nýjungar á Argentínu Happy hour milli 16 og 18 Unnið í samstarfi við Argentínu Steikhús Argentína Steikhús hefur verið starfandi í hart-nær 27 ár og svo gott sem allan þann tíma hefur Kristján Þór Sigfússon staðið vaktina ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Magnúsdóttur. Fyrst sem kokkur en síðustu árin hefur hann séð til þess að vel sé tekið á móti gestum staðarins og þeim líði eins og best verður á kosið. Argentína hefur haldið dampi gegnum mismunandi tíðarfar enda geta gestir gengið að lungamjúkum nautasteikum vísum allan ársins hring – hjartað í húsinu eru steikurnar sem hafa borðið hróður sinn víða. Hamborgari í fyrsta sinn Þó að matseðilinn hafi sínu föstu punkta hefur hann þó tekið nokkrum breytingum að undan- förnu og nýjungar litið dagsins ljós. „Með auknum túrisma hef- ur matseðillinn stækkað tölu- vert. Við höfum verið að bæta við grillpinnum og 3-4 rétta matseðlum. Í sumar gerðum við svo það sem við héldum að við myndum aldrei gera, við sett- um hamborgara á seðilinn. Þetta er „dry aged“ hamborgari með humarhala, alger lúxusborgari. Með þessu fylgja franskar og trufflumajones. Einn með öllu,“ segir Kristján og bætir við að það séu aðallega ferðamenn sem panta hamborgar- ann, Íslendingar séu mun vanafastari og vilji flestir sína Argentínu nauta- steik. Aðspurður hvers vegna nautasteikurnar séu eins rómað- ar og raun ber vitni segir Krist- ján það fyrst og fremst vera enda- lausa natni. „Og góð samvinna við kjötvinnsluna sem við skiptum við. Við gerum miklar kröfur til þess kjöts sem við fáum afgreitt frá kjötvinnsl- unni. Það þarf að vera mjög fitu- sprengt, vel verkað og geymt við rétt hitastig í ákveðið marga daga áður en við fáum það í hús Þetta eru lykilatriði áður en kjöt- ið fer á grillið.“ Grill með sérstöðu Hjartað í húsinu er, eins og áður sagði, nautasteikurnar sem hafa haldið gæðum sínum gegn- um tíðina en ef þær eru hjart- að má segja að grillið sé heilinn, argentínska grillið sem staðurinn dregur nafn sitt af. Þetta volduga grill er stórt og mikið og er einstakt hér á landi. Auk nautasteikanna er lambafilé á matseðlinum, kjúklingalæri frá Litlu gulu hænunni og fiskréttir, s.s. þorskhnakki og karfi. Einnig eru reglulega prófaðar nýjar steikur, nýlega var porterhouse steik bætt við sem er fullkomið fyrir tvo og cote de boeuf sem er af framhryggnum á nautinu og er grillað með beini sem gefur steikinni meira bragð. Mikill metnaður er einnig í forréttum á Argentínu, að sögn Kristjáns og áhersla lögð á gott hráefni. „Yfirkokkurinn leggur áherslu á ferskleikann og að bragð hrá- efnisins skíni í gegn, það því sé ekki kaffært í kryddum. Svo erum við þekkt fyrir carpaccioið okkar, við erum með fastakúnna vegna þess.“ Happy hour Síðustu ár hefur landinn verið duglegur að sækja „happy hour“, þ.e. fara í drykk seinnipartinn í stað þess að sækja öldurhús og bari á kvöldin. Argentína býður upp á Happy hour milli klukk- an 16 og 18 sem er nýbreytni því áður fyrr opnaði staðurinn alltaf klukkan 18. Til að svara auknum ferðamannastraumi var ákveðið að opna fyrr. „Ferðamenn eru að stinga sér inn á þessum tíma. Við erum með smárétti sem henta vel með bjórnum eða hvítvínsglas- inu,“ segir Kristján. Með auknum túrisma hefur matseðillinn s tækkað töluvert. Við h öfum verið að bæta við grillpinnum og 3-4 rétta matseðlu m. Fallegir og öðruvísi Molarnir verða veisla fyrir augað og bragðlaukana. Sítrus og aðrir ávextir í bland við hefð- bundnara súkkulaði Konfekt og brauð Henry Þór mun sinna konfektinu og brauðinu til jafns Mynd | Rut LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 15 MATARTÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.