Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 61

Fréttatíminn - 27.08.2016, Side 61
Blómstrandi fjölskyldufyrirtæki í hjarta Suðurlands Hráefni úr nærumhverfinu. Unnið í samstarfi við Hótel Laka Hótel Laki er staðsett um 5 kílómetra suður af Kirkubæjarklaustri, í hjarta Suðurlands. Sögu hótelsins má rekja allt til ársins 1973 þegar hjónin Hörður Davíðsson og Salóme Ragnars- dóttir hófu að reka ferðaþjónustu á svæðinu. Þau eiga og reka stað- inn enn þann dag í dag, ásamt Evu Björk, dóttur sinni, og eigin- manni hennar, Þorsteini Kristins- syni. Hótelið er fjölskyldufyrir- tæki þar sem allir ganga í þau störf sem sinna þarf. „Foreldrar mínir byrjuðu með tvö herbergi og mamma bauð upp á „smörrebr- öd“, þetta var óskaplega heimilis- legt. Við erum með elstu ferða- þjónustunum á landinu og með fyrstu ferðaþjónustunum sem fengu vínveitingaleyfi. Það var skemmtilegt að fylgjast með því þegar pabbi var að skenkja gest- um barmafullt glas af koníaki við mikla kátínu,“ segir Eva Björk sem hefur lifað og hrærst í rekstrinum frá unga aldri. „Við hjónin höfum svo byggt þetta upp með foreldr- um mínum, þetta er svo dálítið eins og barnið okkar. Við erum öll á haus í þessu þó að við séum líka að vasast í ýmsu öðru,“ segir Eva og bætir við að börnin þeirra sex hafa á einhverjum tímapunkti ver- ið viðriðin reksturinn. „Ég hef náð að dreifa þeim ansi jafnt um hót- elið, í þrif, eldhús að þjóna eða í móttökuna!“ Fljótlega eftir opnun fóru hjónin að bæta við smáhýs- um við gistinguna og árið 2005 hófst bygging hótelbyggingarinn- ar. Í dag eru starfræktar 88 gisti- einingar. Margir munnar að metta Veitingastaðurinn á Hóteli Laka hefur vaxið og dafnað síðustu ár og nú er lagt upp með að vera með hráefni beint frá býli. „Við erum með bónda sem skaffar okkur nautakjöt og lambakjöt og það er handverkssláturhús hérna í sveitinni líka. Þetta er orðið eins og við viljum hafa það, hangið eft- ir okkar þörfum og svo framvegis. Við erum komin með mjög góða vöru og mjög gott hráefni sem er ekki keyrt landshorna á milli. Við erum líka með klausturbleikju á matseðlinum sem er alin hérna í vötnunum okkar,“ segir Eva og er þá ótalinn rófnabóndinn sem skaffar ferskar íslenskar rófur. „Við nýtum allt sem við mögu- lega getum í kringum okkur. Við óskum svo bara eftir fleiri græn- metisbændum í nágrenninu! Hér fara í gegn 150 manns svo það eru margir munnar að metta.“ Hótel Laki er þátt- takandi í matar- tengdri ferðaþjón- ustu eða „foodtrail“. „Gestir í sveitarfé- laginu geta fengið af- hent kort af hreppn- um þar sem allir þeir sem bjóða upp á afurðir úr héraði eru sérmerktir inn á með upplýsingar um sína sérstöðu, segir Eva. Frá Laka er einnig farið í dagslangar skoðunarferðir í allar áttir, Skaftafell, Landmanna- laugar, Laka, Eldgjá og Jökulsár- lón, svo dæmi séu tekin. Hótelið er opið allan ársins hr- ing, jól, áramót og páska og eru hátíðisdagarnir alltaf fullbókaðir. Á veturna breytist stemmningin töluvert, þá lokast hálendið og fólk ferðast öðruvísi. „Þá er fólk mikið að pæla norðurljósum. Við erum með glerskála uppi á þaki hjá okkur sem er mjög notalegt, fólk fær teppi og heitt kakó og við erum með þjónustu á nóttunni, til að mynda norðurljósavakn- ingu fyrir gestina okkar. Þetta er kjörinn staður fyrir norðurljósa- skoðun, hér er engin ljósmengun.“ Í nágrenni Hótel Laka er hægt að fræðast, veiða, skoða og ganga Öskulagsbyrgi Þar er hægt að lesa gossögu landsins þúsund ár aftur í tímann og finna öskulög úr flestum eld- stöðvum landsins. Kötlu, Heklu, Öræfajökli og Eldgjá. Vatnið Víkurflóð Staðbundin bleikja, urriði ásamt ál. Stærð fiska er allt frá smáfiski upp í 5-6 punda fiska. Fuglarnir á flóðinu Við Víkurflóð er heilmikið fugla- líf, bæði varpfugla og farfugla. Fuglaskoðunarhúsið við Víkurflóð er einn ákjósanlegasti staðurinn til að fylgjast með fuglalífi hér um slóðir. Bjarnagarður Hér í sveit hefur verið stundaður búskapur síðan landnám hófst, hér eru ýmsar fornar menjar þess. Bjarnagarður er ein þeirra. Falleg herbergi Nú eru 88 gistieiningar starfræktar á Hóteli Laka. Hótelið Hafist var handa við að byggja nýja hótelið árið 2005. Norðurljós Ljósmengun er engin á Hótel Laka. Gestir geta pantað norðurljósavakningu og notið sjónarspilsins með teppi og kakóbolla í hendi. Setustofan Útsýnið er fallegt á Hóteli Laka. Gamli tíminn Árið 1973 var pláss fyrir fjóra í gistingu og boðið var upp á „smörrebröd“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 17 MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.