Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 41
Forbrydelsen Þessir þættir eru alveg hreint frá- bærir og héldu mér límdum við sjónvarpsskjáinn á sunnudags- kvöldum þegar þeir voru sýndir á RÚV. Lögreglukonan Sara Lund er með eftirminnilegri karakterum sem sést hafa í sjónvarpi. Norrænt sakamálastöff í heimsklassa. West Wing Fyrir stjórnmálanördin eru þessir þættir meiriháttar veisla. Sjö seríur og þættirnir klukkustundarlangir. Blaðafulltrúinn C.J. Cregg og að- stoðarstarfsmannastjóri forsetans, Josh Lyman, eru í miklu uppáhaldi. Ófærð Það var magnað að upplifa stemn- inguna sem myndaðist í þjóð- félaginu í vetur þegar þættirnir voru sýndir. Menningarviðburður í sjónvarpi sem stóð í margar vik- ur. Íslenskir hæfileikar í bland við íslenskt umhverfi er öflug blanda. Ólafur Darri er frábær leikari og svo sýndi vinkona mín úr borg- armálunum, Ilmur Kristjánsdóttir, hvað hún er öflug leikkona í hlut- verki lögreglukonunnar Hinriku. Seinfeld Tímalausir og í raun alltaf góðir. Það tók mig reyndar smá tíma að komast upp á lagið en þættirn- ir eru hamingjubomba. Hvers- dagslegir hlutir geta verið mein- fyndnir. Stranger Things Nýir þættir sem ég mæli með. Við tókum okkur þrjú kvöld í að klára þá á Netflix. Ég er ekki mikið fyrir að horfa á efni um eitthvað yfir- náttúrulegt og fríkað en það er eitthvað við þessa þætti. Umgjörð, tónlist og fleira í anda þess tíma sem þeir eiga að gerast. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir Amk fékk Magnús Má Guð- mundsson, borgarfulltrúa og frambjóðanda í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, til að segja frá uppáhalds sjónvarp- sþáttunum sínum. Magnað að upplifa stemninguna í kringum Ófærð Fyrir alla aðdáendur Adele RÚV Adele: Live at the BBC laugardagur klukkan 12.35. Þáttur sem enginn aðdáandi söngkonunnar Adele ætti að missa af. Söngkonan flytur bæði gömul lög og ný, segir frá fortíð sinni og ferlinum ásamt því að slá á létta strengi með aðdáendum. Draugalegur spennutryllir Stöð 2 The Gallows laugar- dagur klukka 23.40. Spennandi kvikmynd frá ár- inu 2015 sem segir frá nokkrum unglingum í framhaldsskóla sem ákveða að heiðra minningu nem- anda sem féll frá á voveiflegan hátt 20 árum áður í miðri leiksýn- ingu sem ber nafnið The Gall- ows. Til að minnast hans ákveða unglingarnir að setja leikritið upp aftur og eru á kafi í þeirri vinnu þegar þeim verður ljóst að eitt- hvað er ekki eins og það á að vera. Hin ráðvillta Susanna Netflix Girl, Interrupted. Virkilega vönduð og áhugaverð mynd með leikkonunum Angelina Jolie og Winona Ryder í aðal- hlutverkum. Susanna hefur átt erfitt uppdráttar og er lögð inn á geðspítalann Claymore eftir að hún gerir tilraun til sjálfsmorðs. Spítalinn er fullur af áhugaverðum persónum sem Susanna kynn- ist smátt og smátt og áttar sig á að hún á meira sameiginlegt með þeim en hún hélt í fyrstu. Innritun er hafin. Kynntu þér málin á vefnum okkar www.skatarnir.is …sjónvarp9 | amk… LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.