Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 Nokkrir klíkufélagar í eignarhaldsfélagi Kaup-þings skipta bróðurlega á milli sín 1500 milljónum og kalla það bónus. Forstöðukona á barnaheimili þarf að gefa hundrað manns að borða þrisvar á dag, fyrir 30 þúsund krón- ur. Braskarar dusta rykið af úreltu borgarskipulagi frá því fyrir hrun og reikna út að það eigi að greiða þeim mörg hundruð milljónir fyrir að leyfa gömlum húsum að standa. Af því það væri vel hægt að byggja hótel í staðinn. Eða bara eitthvað annað. Öryrkjar og sjúklingar selja lyf- in sín á Facebook til að eiga fyrir mat og húsaleigu. Einhvers staðar í myrkrinu, í helgarskarkalanum hnígur ungur maður niður fyr- ir utan veitingahús eftir of stóran skammt af verkjalyfi og félagi hans reynir að blása í hann lífi. Þetta er bara brot úr síbyljunni úr fréttum vikunnar en úr því má lesa hvað það virðist vera flókið að skapa hérna samfélag fyrir alla. Sérstaklega þar sem stjórnmála- mennirnir, sem eiga að skapa reglurnar í sambúðinni, segja sjálf- töku bankamannanna siðlausa. Þeir segjast elska gömul hús, börn og öryrkja og fátt vilji þeir meira en standa vörð um okkur öll og gæta þess að við getum haft gömul hús og fallega náttúru í kringum okkur þegar við viljum. Og nema hvað? Auðvitað er eitthvað að þegar fá- einir starfsmenn í eignarhaldsfélagi Kaupþings geta skipt á milli sín 1500 milljónum en ekki eru til peningar til að gefa smábörnum almennilega að borða. Lítil börn sem feta hik- andi fyrstu skrefin á skólagöngunni, með trúnaðartraust í augum og bak- pokana á bakinu. Eru þau ekki það verðmætasta sem við eigum? Eru st jórnmálamennirnir kannski verðmætari? Er það þess vegna sem við niðurgreiðum fyrir þá góðan og hollan mat en ætlumst til að börnin borði þrisvar á dag fyr- ir 300 krónur? Hælisleitendur eru sendir úr landi í kippum, ungir, gamlir, ófrískar konur, börn og jafnvel fár- sjúkt fólk. Mannúðin kostar peninga. Inn eru f luttir erlendir verka- menn til að vinna fyrir lág laun og búa í vinnubúðum. Það þarf að halda vélinni gangandi. Landspítalinn sendir innheimtu- lögfræðinga á skjólstæðinga sína til að rukka fyrir veitta þjónustu á geð- deild. Það vantar peninga til að reka spítala og sjúklingar fá ekki liggja þar. Þeir eru sendir fárveikir heim og unglingum í sjálfsvígshættu er vísað út á götu. Á meðan liggja milljarðar ríkasta fólks landsins á aflandsreikningum og þrír ráðherrar þurfa aldrei að sýna fram á svart á hvítu hvort þeir notuðu sín aflandsfélög til að svíkja undan skatti líkt og þorri þeirra sem eru í sömu sporum. Það ríkir leynd yfir fjármálum þeirra sem einstaklinga. En þeir elska samt sjúklinga og vilja reka heilbrigðiskerfi fyrir alla. En þetta kostar bara svo mikið af peningum. Róm var ekki byggð á einum degi og allt það. „Af hverju er heilbrigðiskerfið svo heilagt að ekki megi taka áhættu og finna upp á einhverju nýju ef það heitir velferð og heilbrigðiskerfi,“ spyr borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins sem vill verða þingmaður og setur sig í stellingar. Já maður spyr sig. Það er auðvitað líka kominn verð- miði á sjúklinga. En bara suma. Hin- ir eru ókeypis og bráðum vill þá enginn. Hvarvetna blakta verðmiðarnir í golunni. Það kostar að leyfa ám að streyma, að leyfa hverum að bulla, að leyfa gömlum húsum að standa og sólinni að skína. Það kostar pen- inga að elska. Og það kostar peninga að gefa litlum börnum að borða. Og útgerðarmenn réðu sér nýjan framkvæmdastjóra í vikunni. Einu sinni var hann talsmaður þess að ekkert væri athugavert að láta al- menning borga auðmönnum pen- inga fyrir að horfa á fallega náttúru. Nú er hann orðin talsmaður þeirra auðmanna sem vilja veiða fiskinn í sjónum án þess að borga markaðs- verð til almennings. Alls staðar rekur almenningur sig á ómöguleikann og ósýnilega veggi reiknimeistara kapítalism- ans, þegar kemur að því sem skipt- ir máli. En þegar útgerðarmenn slá eign sinni á fiskinn í sjónum og kallaklík- an í Kaupþingi ætlar að skipta á milli sín 1500 milljónum halda engar girðingar. Í raun gæti maður haldið að það væri vegna þess að þetta fólk væri það verðmætasta sem við eigum. En í raun er það öfugt. Við erum það verðmætasta sem það á. Með nægum fagurgala verður bráðum hægt að rukka okkur líka fyrir andrúmsloftið sem við drög- um að okkur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ÞAÐ ER DÝRT AÐ VERA MANNESKJA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Í Framsóknarflokknum er undirbúningur fyrir flokksþing í fullum gangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.