Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.08.2016, Blaðsíða 30
Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is „Reynið að fá síðhærða að halda hárinu saman með einhverju móti.“ Foreldrar grunnskóla- barna hafa fengið hinn árlega póst um að lúsin sé kom- in að kveða burt sum- arið. Þar er tilkynnt um að lúsin sé orðin að faraldri í skólum lands- ins og að byrja aftur í skólan- um geti fylgt aukinn kláði í hársverði. Sprottið hafa upp umræð- ur á samfélagsmiðlunum Twitter og Facebook þar sem foreldrar ræða hinn árlega lúsapóst og má þar til dæmis sjá athugasemd frá Braga Valdimar textasmiði um hvort ætti ekki að setja skólaskyldu á þessar blessuðu lýs. Einnig er rætt hvort það eigi að setja dagsekt á þá foreldra sem kemba ekki börnin sín. Lúsin er al- gengust meðal 3-12 ára barna og er mjög mikilvægt að muna að lús og sóða- skapur eiga lítið sem ekkert sameiginlegt, lúsin ræðst á fólk og horfir ekki á stöðu né stétt. Einnig má minna á að lús- in getur hvorki stokkið, flogið né synt og smitast þá helst við lán á derhúfum og þvíumlíku. Kembingin getur orðið að fal- legri fjölskyldustund þar sem fjöl- skyldumeðlimir hittast, kemba, segja sínar persónulegu lúsasögur og allir fá hárþvott. Einnig geta vinahópar hist og gert slíkt hið sama og mögulega bætt við einum lúsakokteil. 30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 27. ágúst 2016 Caster Semenya frá Suður Afríku varð ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna á ólympíuleikunum í Ríó. Árangurinn var bæði persónu- legt og suður-afrískt met. Sigurinn var öruggur en ljóst er að Semenya er einn umdeildasti frjálsíþróttamaður heims enda mikið deilt um á sínum tíma hvort hún væri karl eða kona. Vöðva- bygging Semenya þykir svipa til vöðvabyggingar karlmanns, testosterónmagn í líkama henn- ar er meira en í flestum konum. Eiginleikar sem að margra mati skilgreina hana líkamlega sem intersex. Áður var hún skikkuð í „kynja- próf“ sökum þess hve yfirburða- góð hún var og var henni gert að taka inn hormón til að halda testosteróninu innan „eðlilegra“ marka að mati íþróttasambands IAAF. Í kjölfar þess að íþróttakonan Dutee Chand kærði ákvörðun IAAF um hormónainntöku til að halda niðri testosteróni og vann málið hætti Semenya hormónainntök- unni fyrir ólympíuleikana. Eftir sigur Semenya á ólympíuleikunum má hins vegar vera að henni verði bannað að keppa aftur þar sem IAAF telur að henni og öðrum intersex íþrótta- mönnum eigi ekki að vera leyfi- legt að keppa án þess að taka inn hormón. Semenya hefur neitað að koma fram opinberlega og tjá sig um álit IAAF en hafði ekki annara kosta völ í vikunni þar sem sigurveg- urum á ólympíuleikunum er gert að tala við fjölmiðla eftir keppni. Semenya sagði þar að líkami henn- ar kæmi öðrum ekki við. „Nelson Mandela sagði mér einu sinni að íþróttum væri ætlað að sameina fólk og það er það sem ég er að reyna að gera.“ Hamingja er að vera 25 ára og yngja upp. Ham- ingja er að vita að enginn raun- verulegur munur er á því að vera sorgmædd og glöð. Hamingja er samvisku- bitið yfir því að vera geðveik og ólétt og kenna pabbanum um allt, líka bakverkinn og bjúg- inn. Hamingja er 24 karata gull iphone með Mother of Pearl mynstri. Hamingja er að dæma ekki óléttar konur sem reykja. Hamingja er Versace. Hamingjumolinn: Kolfinna Nikulásdóttir, leikskáld og Reykjavíkurdóttir Aðrir keppendur hafa verið ósáttir við þátttöku Semenya. Mynd | Telegraph Gullverðlaunahafinn Cester Semenya Verður svartri, intersex hlaupakonu bannað að keppa aftur? Fyrir skömmu stóðu sam- tökin Sól í Tógó fyrir nám- skeiði með Stelpum rokka í borginni Kpalimé. Þrjátíu táningsstúlkur tóku þátt í rokkbúðunum og eftir tvo daga mátti heyra hljóma, takt og söng óma um dali og hæðir. Afraksturinn var fjór- ar hljómsveitir sem fluttu músík sína á lokatónleikum. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Einn aðstandenda ver-kefnisins var Áslaug Einarsdóttir, eða Áa, sem segir verkefnið hafa heppnast vel „Stelpurn- ar höfðu fæstar spilað á hljóðfæri en margar sungið í kirkjunni. Þær byrjuðu strax að spila og syngja á fullu. Ótrúlega skapandi, skemmti- legar og hæfileikaríkar. Ein há- grét þegar búðunum lauk og var ákveðin að koma aftur að ári.“ Stúlkurnar höfðu orð á því að þær væru öruggar í rokkbúðunum og gott að starfa í kvennarými þar sem þær gætu unnið óáreittar en í Tógó er jafnrétti kynjanna ekki komið langt á veg. „Tónlistarkonurnar Mirlinda Kuakuvi og Mother voru aðal- skipuleggjendur búðanna og þær fengu til liðs við sig níu tónlist- arkonur sem eru meðlimir í eina kvennabandi Tógó, Bella Bellow Orchestra.“ Rokkbúðirnar í Tógó voru að fyrirmynd verkefnisins Stelpur rokka. Þær lærðu þannig á hljóð- færi og spiluðu á lokatónleikum. Áður en farið var til Tógó stóðu skipuleggjendur fyrir hljóð- færasöfnun á Íslandi og sendu gám með hljóðfærum í búðirnar. „Rokkbúðirnar gengu stórkost- lega vel. Stelpurnar spiluðu allar lag í lokin og svo hélt Bella Bell- ow langa tónleika og stelpurnar sungu, dönsuðu og voru í miklu stuði. Á einhverjum tímapunkti Stelpur rokka Tógó Stelpurnar í Exoucia taka rokkhljóm- sveitar-hoppið! En í búðunum mynd- uðust fjórar hljómsveitir: Exoucia, Love Voice, Les Lionees de Judea og Les Caeurs de Anges. fór rafmagnið af, ljós slokknuðu og hljóðfæri þögnuðu en trommarinn hélt áfram að spila og hélt partíinu gangandi. Óþarfi að láta tímabund- ið rafmagnsleysi slá sig út af laginu,“ segir Áa, en verkefnið verður endurtekið á næsta ári. Lea mætti klukkan 6 um morguninn fyrsta daginn, hún er 13 ára og býr í Kpalime. Það kom í ljós í rokk búðunum að hún er bæði ljóðskáld og með frábæra rödd. Esther byrjaði á trommunum en endað í söngnum. Hún hágrét þegar búðunum lauk og er harðákveðin að koma aftur að ári. Hljómsveitaræfing: Vestur-afrískt popp og hipp hopp er í uppáhaldi hjá stelpunum í Tógó. Asa frá Nigeríu stendur upp úr en tógóískt tónlistarfólk, eins og Willi Baby og Toofan og hinn belgísk- rúandísk ættaði Stromae, eru líka hátt skrifaðir, svo eitthvað sé nefnt. Spyr hvorki um stétt né stöðu. Kembingin getur orðið að fallegri fjölskyldustund þar sem allir deila sínum persónulegu lúsasögum. Mynd | Shutterstock Lúsin mætt í skólann Sérblað um Heilsu móður & barns Þann 10. september auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 kristijo@frettatiminn.is | 531 3307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.