Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 það. „Embættið þarf svo á að ákveða hver komi að málinu fyrir hönd þess. Við erum mjög meðvitaðir um allar víddir þessa máls.“ Ögmundur seg- ir að málið sé í forgangi og að hann vonast til að niðurstaða fáist fyrir lok þessa þings. Ein af spurningunum sem á eft- ir að svara er hvernig ákvörðun- in um að senda Andemariam var tekin á Landspítalanum og hverjir voru með í ráðum um að rétt væri að senda hann til Svíþjóðar. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir var læknir Andemariams á Íslandi og sendi hann til Svíþjóðar. Var Tómas eini læknirinn á Landspítalanum,- sem tók ákvörðunina? Í skýrslu sem Karolinska-sjúkra- húsið lét gera og birti í vikunni kemur fram að Tómas og Macchiarini ræddu saman um Andemariam áður en Tómas sendi tilvísunarbréf til Karol- inska-sjúkrahússins þar sem hann bað um aðstoð með sjúklinginn. „Í viðtalinu við íslenska lækninn [Tómas Guðbjartsson] kemur fram að orðið ígræðsla hafi verið notað í bréfinu að ráðleggingu Macchiar- inis,“ stendur í skýrslunni. Orðið ígræðsla þarf ekki að vísa til plast- barka þar sem Macchiarini hafði áður grætt barka úr látnum einstakling- um í lifandi þannig að þetta orð vísar alls ekki nauðsynlega til plastbarka- aðgerðar. En þegar Andemariam var skrifaður inn á Karolinska-sjúkrahús- ið, kemur fram í sjúkraskrá hans að Macchiarini á, á næstu dögum, að meta möguleikana á því að græða ætti í hann plastbarka. Vissi Tómas Guðbjartsson eitt- hvað um það hvað Macchiarini var að hugsa á þessum tíma? – að græða plastbarka í Andemariam. Sagði Macchiarini ekki frá því að hann og yfirmenn á tveimur deild- um Karolinska-sjúkrahússins voru að skipuleggja fyrstu plastbarkaað- gerð heimsins í maí 2011? Hvenær vissi Tómas að sú hugmynd væri möguleiki? Formaður rannsóknarnefndarinn- ar, Kjell Asplund, segir að í viðtalinu við Tómas hafi skýrsluhöfundar ekki gengið á hann og spurt hvenær hann vissi að plastbarki væri mögulegt meðferðarúrræði. Hann segist samt telja að Tómas hafi gengið út frá því þegar hann skrifaði tilvísunarbréf- ið að Macchiarini væri að ræða um barka úr líffærafjafa. „Ég held að hann [Tómas], líkt og allir aðrir, hafi þá gengið út frá því að Macchiarini væri að tala um barka úr líffæragjafa. Ég get hins vegar ekkert fullyrt um þetta. Það sem hann [Tómas] sagði okkur var að það hefði verið hug- mynd og frumkvæði Macchiarinis að hann skrifaði orðið ígræðsla í bréf- ið sem mögulegt meðferðarúrræði. En sjúklingurinn var auðvitað ekki meðvitaður um að það ætti að vera einhvers konar ígræðsla til að byrja með. Við fjölluðum bara um þetta með almennum hætti og þrýstum ekki á hann [Tómas] um hvort þetta hefði verið gjafabarki eða plastbarki.“ Tómas Guðbjartsson hefur ekki viljað veita Fréttatímanum viðtal um málið. Læknavísindi Mörgum spurningum um aðkomu Íslendinga að plastbarkamál- inu er enn ósvarað. Sænskur rannsakandi, segist ekki getað fullyrt hvað Tómas Guðbjartsson vissi þegar hann sendi Andemariam Beyene til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir plast- barkaaðgerð. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Mér finnst sýnt að Alþingi hljóti að láta taka málið til rannsóknar. Spurningin er hins vegar hver á að annast hana?,“ segir Ögmundur Jón- asson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Plastbarkamálið snýst um skurðaðgerðir sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði í Svíþjóð, Bretlandi og Banda- ríkjunum en fyrsti sjúklingurinn sem fékk græddan í sig plastbarka, Andemariam Beyene, var sendur til Svíþjóðar frá Íslandi í maí 2011. Plast- barki var græddur í Andemariam, í júní 2011, án þess að aðferðin hefði verið reynd á dýrum áður. Ögmundur segir eðlilegt að Land- læknisembættið annist rannsókn málsins og að erlendur aðili eða aðilar komi að henni. Landlæknis- embættið mun vera ráðgefandi aðili gagnvart stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd við ákvarðanatökuna. Að- spurður hvort hann telji eðlilegt að Birgir Jakobsson landlæknir, sem var forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í þegar Macchiarini gerði aðgerðirnar á sjúkrahúsinu, komi að málinu segir Ögmundur að „embættið“ muni gera Plastbarkamálið verður rannsakað á Íslandi Kjell Asplund, lækn- ir sem vann skýrslu málið, segist ekki geta fullyrt um hvað Tómas Guðbjartsson vissi um hugmyndir Macchiarinis áður en hann sendi sjúk- ling til Stokkhólms. Ögmundur Jónasson segir eðlilegt að Landlæknisemb- ættið annist rann- sóknina. Unnar Steinn Bjarndal, verjandi piltsins, segir hann gefa sínar skýringar á atburðunum og neiti sök. Ögmundur Jónasson fullyrðir að Alþingi muni hefja rannsókn en óvíst sé hver eigi að gera það. Kynferðisbrot Neitar að hafa nauðgað 15 ára stelpum Plastbarkamálið snýst um skurðað- gerðir sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði í Svíþjóð, Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Nr. 12799 Skoðið útsöluna á www.grillbudin.is GrillbúðinÁ R A ÚTSALA gasgrill 4ra brennara • 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Gaumljós í tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur: 70,5 x 49,5 • Grillið er afgreitt 95% samsett • Afl 18,7 KW 129.900 FULLT VERÐ 189.900 ÚTSÖ LUNN I LÝKU R Í DA G OPIÐ TIL K L 16 Nítján ára piltur sem situr í gæslu- varðhaldi grunaður um að hafa nauðgað tveimur fimmtán ára stelpum með viku millibili í sumar, neitar sök. Rannsókn beggja mál- anna er lokið hjá lögreglu og þess má vænta að hann verði ákærður á næstu vikum. Málin komu upp í júlí, hið fyrra í Keflavík en hið seinna í Reykjavík. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi vegna hættu á að hann gæti brotið af sér aftur. Lögreglan í Keflavík sá ummerki um að pilturinn hefði reynt að losa sig við sönnunargögn, svo sem rúm- föt og fleira sem fannst í rusli við heimili hans. „Hann neitar allri sök í málinu og gefur sínar skýringar á þessu atriði,“ segir Unnar Steinn Bjarndal, skipaður verjandi piltsins. Báðar stúlkurnar eru fimmtán ára og leituðu til Neyðarmóttöku eftir atburðina. Þær lýstu því hvern- ig pilturinn hefði nauðgað þeim og beitt hrottalegu ofbeldi. | þt Fimmtíu íbúar í Hvalfirði, Kjósarhreppur og Um- hverfisvakt Hvalfjarðar stefna Silicor Materials, ríkinu og Skipulagsstofn- un. Vilja umhverfismat á fyrirhugaða sólarkísilverk- smiðju á Grundartanga. Fimmtíu íbúar við Hvalfjörð eru sannfærðir um að sólarkísilverk- smiðja Silicor Materials fengi aldrei að rísa færi hún í umhverfis- mat. „Það hlýst af þessu loftmengun, ljósmengun, hljóðmengun og sjón- mengun. Til að Reykvíkingar átti sig á þessu þá mun ég sjá frá mínu heimili 24 metra háa verksmiðju sem breiðir úr sér vegalengdina frá Hörpu og út í Laugarnes. Það myndu nú fáir túristar standa við sólfarið og taka ljósmyndir stæði slík verksmiðja á Kjalarnesi,“ seg- ir Jóna Thors, listakona og íbúi í Hvalfirði. Stefna Kjósarhrepps, Umhverfis- vaktarinnar og fimmtíu íbúa í Hvalfirði gegn íslenska ríkinu, Sil- icor Materials og Skipulagsstofn- un var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefnendur krefjast þess að fyrirhuguð sólar- kísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga fari í umhverfismat en Skipulagsstofnun úrskurðaði árið 2014 að ekki þyrfti umhverfis- mat. Jóna segir hópinn að baki stefnunni telja úrskurð Skipulags- stofnunar verulega gallaðan, ekki síst vegna þess að verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í heim- inum. „Það er í raun ótrúlegt að sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit og Reykjavíkurborg, sem á stærstan hluta í Grundartanga, skuli geta vaðið svona yfir okkur á skítug- um skónum. Ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg leggur áherslu á umhverfismál í nýju að- alskipulagi.“ | hh Vaðið yfir okkur á skítugum skónum „Til að Reykvíkingar átti sig á þessu þá mun ég sjá frá mínu heimili 24 metra háa verksmiðju sem breiðir úr sér vegalengdina frá Hörpu og út í Laugarnes,“ segir Jóna Thors, ein þeirra fimmtíu íbúa við Hvalfjörð sem stefna íslenska ríkinu, Skipulagsstofn- un og Silicor Materials. Áætlað er að sólarkísilverksmiðjan standi við hlið Norðuráls á Grundartanga. Kvikmyndir Bandaríska leikkonan Chloë Sevigny verður heiðursgestur Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðar- innar RIFF í ár. Stuttmynd hennar, Kitty, verður sýnd á hátíðinni, en hún var loka- mynd kvikmyndahátíðar- innar í Cannes í ár. Chloë er vel þekkt innan kvik- myndaheimsins, en hún var upp- götvuð á götum New York þegar hún var unglingur. Þá var henni meðal annars lýst sem svölustu stelpu í heimi í tímaritinu The New Yorker. Hún fór með burðarhlut- verk í kvikmyndinni Kids, og öðlað- ist heimsfrægð í kjölfarið. Chloë var svo tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir leik sinn í kvik- myndinni Boys Don t́ cry árið 1995. Hún hreppti hvorug verðlaunin þá, en fékk þau þó nokkru síðar Golden Globe fyrir bestu leikkonuna í auka- hlutverki í þáttunum Big Love. Chloë hefur ekki síður vakið athygli í tískuheiminum og hefur starfað bæði sem fatahönnuður og fyrirsæta. Leikkonan mun dvelja hér á landi í fimm daga en hún mun verða viðstödd sýningu myndar sinnar og sitja fyrir svörum á eftir. Chloë Sevigny heiðursgestur á RIFF Chloë Sevigny mun dvelja hér á landi í fimm daga sem heiðursgestur RIFF hátíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.