Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 50
Frábærar lausnir fyrir rými af öllum stærðum Allt frá hönnun að fullbúnu baðherbergi. Unnið í samstarfi við Byko Gylfi Sigurpálsson veit meira en margur ann-ar, jafnvel flestir, þegar kemur að hreinlætis- tækjum á baðherbergið og miðlar þeirri reynslu til viðskiptavina Byko í breiddinni, Hólf og gólf. Við spurðum Gylfa út í nýjungar í þeim bransa. „Í klósettunum eru það þessi vegghengdu klósett með innbyggðum kassa sem eru lang- mest tekin í dag. Verðin eru orðin þannig að það er jafnvel ódýrara en klósett á gólf. Fyrir nokkrum árum síðan kom Villeroy og Boch síðan með keramik plus sem er þessi tvö- faldi glerungur á skálunum sem er brenndur tvisvar. Þá tollir síður við það og þetta auðveldar þrif,“ segir Gylfi. Önnur nýjung í klósettum kom í fyrra sem auðveldar einnig þrif mjög mikið og það eru svokallað- ar „rimless“ klósettskálar. „Þá er kanturinn sem vatnið kemur undan tekinn burt og vatnið spýtist í stað- inn úr bakinu á skálinni. Villeroy og Boch fundu upp á þessu og nú eru allir aðrir farnir að hanna þannig skálar.“ Baðkör og sturtubotnar eru ým- ist úr emeleruðu stáli eða akríl og er úrvalið yfirgripsmikið í Byko. Hins vegar hafa sturtur sem sett- ar eru beint á gólf orðið sífellt vinsælli. „Eftir að öll þessi góðu undirefni komu í flísalögnum, þá er fólk farið að nota sturtur meira og beint á gólf, það er betra upp á þrif og einnig þannig að fólk þarf ekki að stíga upp á eða yfir kant, það er bara labbað inn eins og í sundlaug- unum. Þá kemur gler út frá veggn- um sem festist annað hvort í loftið eða út í vegg. Þetta er líka yfirleitt ódýrara þegar uppi er staðið. “ Grohe hefur verið leiðandi í tækninýjungum og ein af þeim er það sem kallað er „Cold start“. „Þegar þú skrúfar frá krananum, lyftir upp arminum í miðjunni, þá kemur aldrei heitt vatn, það þarf alltaf að draga arminn til vinstri til að hann fari að draga heita vatnið. Þetta sparar mikið – þó að heita vatnið sé vissulega dýrara erlendis þá kostar það líka hérna heima.“ Grohe er einnig með það sem kall- ast Cool touch en þá hitna ekki bað- og sturtutæki sem getur dreg- ið úr því að fólk brenni sig við að snerta heita krana og blöndunar- tæki. Fólk er farið að taka í meira mæli innbyggð sturtutæki, þau eru ekki ný af nálinni en eru dýrari svo salan dróst saman í kringum hrun. Nú er sala á slíkum tækjum að aukast enda stílhreint að hafa einungis blöndunartækin sýnileg. Á byko.is er hægt að sjá úrval hreinlætistækja og innréttinga auk þess sem hægt er að fara beint inn á síður birgja til þess að kynna sér úrvalið enn betur. Ásta Sigurðardóttir er stílisti í Byko og hefur komið að því að hanna og skipuleggja fjölda bað- herbergja. „Við erum með gott skipulag og góðar lausnir, bæði í kringum innréttingar og sturtu- lausnir og almennt skipulag baðherbergisins. Við erum með lausnir frá a-ö, alveg frá hönnun til lokaútgáfu,“ segir Ásta. Hún segir fólk almennt leita að sem mestu geymsluplássi fyrir baðherbergið, sama hver stærðin sé og hægt sé að finna mjög góðar lausnir fyrir minni baðherbergi þrátt fyrir lítið rými. „Hægt er að fá grynnri ein- ingar sem sparar mikið pláss og eins þynnri gerð af klósettkassa. Efri skápar gefa líka mikið rými.“ Ásta bendir á að speglaskápar séu mjög sniðugir, ekki síst í minni rými þar sem nýta þarf hvern fer- metra sem allra best. Bæði er hægt að kaupa speglaskápa en eins hannar Ásta slíka skápa. „Spegla- skáparnir sem við erum með eru ekki sérstaklega stórir þannig að ég hef pantað skápa sem ég hef síðan sett spegil á. Þetta hef ég gert í mörgum litum og öllum stærðum.“ Val á flísum á baðherbergið getur verið mikill höfuðverkur. Ásta ráð- leggur fólki ljósar flísar, ekki síst á minni rýmin. „Við erum með mikið af ljósum flísum í bæði gráum og beis tónum með hreyfingu í. Þegar litirnir eru alveg hreinir má varla detta hár á gólfið, þá sést það. Fólk gerir líka mikið af því að taka gólfflísarnar upp á vegginn, jafnvel í annarri stærð. Það hentar vel í minni rýmin,“ segir Ásta. Margir eru farnir að taka gler í stað sturtuklefa og það er einmitt tilvalið fyrir minni rými þar sem hægt er að stjórna stærð sturtunn- ar að miklu leyti. „Það ljær rýminu léttara yfirbragð að vera með gler. Við erum með glært gler og sand- blásið gler í sérpöntunum en það er líka sniðugt að setja sandblásna filmu á glerið, ef fólk vill ekki hafa glerið glært,“ segir Ásta og leggur áherslu á að umgengni við glerið skipti öllu máli. „Það þarf að skola glerið með köldu vatni eftir hvert skipti og ekki er verra að hafa sköfu líka, þá helst glerið fínt og það myndast ekki þessi ský sem smjúga inn í glerið og festast.“ Hvað lýsingu varðar er vinsælt þessa dagana að vera með lýsingu í speglinum eða svokallað ledljós bak við. „Þessi lýsing er eingöngu hugsuð sem stemningslýsing en vinnulýsing er best ef hún kem- ur frá hliðunum. Einnig er gott að hafa fallega lampa fyrir ofan spegla og svo þarf loftljósið að vera IP 44 sem er rakavarinn staðall.“ Plöntur geta gefið baðherberginu mikla hlýju og þrífast vel í rakanum. Ásta mælir þó ekki með að hrúga skrautmunum og prjáli inn á bað- herbergi og allra síst á lítil baðher- bergi. „Bæði er meira að þrífa og svo er mun hreinlegra að hafa sem minnst uppi á borðum.“ …heimili & hönnun kynning 14 | amk… LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Stílisti Ásta ráðleggur fólki allt frá hönnun að fullbúnu baðherbergi. Nýjasta tækni Gylfi Sigurpálsson veit allt um nýjustu tækni í hreinlætistækjum. Notalegt Plöntur geta gefið hlýlegt yfirbragð en best er að vera með sem minnst uppi á borðum. Frábær lausn Skúffur sem þessar geta rúmað alla smáhlutina sem fólk er gjarnan í miklum vandræðum með. Stílhreint Sturtugler er frábær lausn, ekki síst í lítil rými, en passa skal að skola glerið alltaf með köldu vatni eftir notkun til að halda því glæru sem lengst. Myndir | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.