Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Maður er alveg hættur að skilja í þessari veður-blíðu, hún veit varla á neitt gott.“ Þetta heyrð- ist sagt í heitum potti í kvöld- blíðunni á dögunum. Tveir eldri herramenn, líklega kunningjar frekar en nánir vinir, voru að tala saman í kraumandi pottinum. Við- mælandinn jánkaði þessu, vissu- lega væri veðurblíðan fyrirboði um eitthvað misjafnt. „Ætli þetta þýði ekki bara að kosningarnar í haust fari bara á einn veg,“ sagði hann. Þegar hér var komið við sögu var rétt að hætta persónunjósnum þarna í pottinum, enda umræðurn- ar farnar að snúast um pólitíska af- stöðu pottfélaganna tveggja. Hjátrú eins og þessi, um óvenju- lega veðurblíðu sem illan forboða, lifir góðu lífi meðal landsmanna og það þrátt fyrir að við lifum á upp- lýstum tímum vísinda og tækni. Mörg okkar halda upp á hin ýmsu hindurvitni og kerlingabækur, jafn- vel gegn betri vitund. Við vitum samt til dæmis vel að það er ekk- ert orsakasamhengi milli veður- blíðunnar og skjálftaóróa í Kötlu, en samt erum við mörg hver alveg til í að tengja þarna á milli þegar Katla minnir á sig og vill dilla sér aðeins. En hvað er þetta? Af hverju höldum við traustataki í svona tengingar og ýmis konar hjátrú þrátt fyrir allt það sem við vitum eða vitum að minnsta kosti að internetið veit og við getum flett upp og fengið á því skýringar. Og af hverju gerir maður þetta ekki bara með stæl og uppfærir þá hjá sér hjátrúna aftur í tímann, tekur upp ýmis konar fyrirmyndar hjátrú fyrri alda upp úr góðum og göml- um bókum? Ef við höldum áfram að velta fyrir okkur tíðinni þá gæti mað- ur tekið upp á því að fylgjast til dæmis með svokölluðum „haust- kálfum“ sem samkvæmt Íslenzk- um þjóðháttum Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili eru snögg og hörð íhlaup sem komið geta í september og október með frosti og snjókomu. Komi haustkálfarnir boða þeir gott veður framan að vetri, jafnvel til jóla. Falli hins vegar skógarlauf seint í september er ljóst að vetur verður harður. Möguleikarnir á að uppfæra hjá sér hjátrúna eru óendanleg- ir. Þannig geta kattaeigendur til dæmis fylgst með kettinum sínum á vissum dögum til að segja fyrir um veðrið, enda eru kettir víst sér- staklega næmir á veður. Kötturinn spáir þannig hláku ef hann þvær sér upp fyrir hægra eyrað á vetr- ardag, en ef hann hleypir klónum fram þegar hann teygir sig boðar það storm. Það sama á við, segir Jónas frá Hrafnagili, ef gamlir kett- ir taka upp á því að leika sér þrátt fyrir háa elli. Með krummanum, þeim kostulega fugli, er líka réttast að læra að fylgjast vandlega með. Kannski er það mikilvægt að gera það upp við sig í eitt skipti fyr- ir öll hvort maður ætlar að vera hjá- trúarfullur eða ekki. Allt of margir taka ekki skýra afstöðu í þessum efnum nú til dags. Þegar kemur að hjátrú er líklega best að segja af eða á. Vitanlega er hjátrúin einhvers konar varnarviðbragð, leið fólks til að fá botn í tilveruna sem getur ver- ið svo óendanlega flókin og marg- breytileg milli daga. Það er ekki til neins að amast við hjátrú, eins og ýmsir heimspekingar, kenni- og kirkjumenn hafa gert um aldir. Það var víst rómverski heimspekingur- inn Cíceró sem fyrstur fór rækilega að greina milli hjátrúar og trúar. Í þessu eins og svo mörgu öðru er línan fín og gráa svæðið stórt, en Cíceró vildi afleggja hjátrúna með öllu en rækta trúna. Cíceró var líka þekktur fyrir að hneykslast á sam- tíma sínum og á að hafa sagt fullur vandlætingar í frægri ræðu: „Hví- líkir tímar! Hvílíkir siðir!“ Hver segir að það sé ekki ein- hvern kjarna sannleikans að finna í gömlum kerlingabókum? Hver vill halda því fram að hann sé al- veg laus við hjátrú og hindurvitni á tuttugustu og fyrstu öld? „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!“ Nei annars, það var víst trú en ekki hjátrú. Guðni Tómasson ÚR HEIMI HJÁTRÚAR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Veldu þinn pakka og komdu með okkur í draumafríið á Gaman Ferða kjörum Verð miðað við 4 saman í íbúð. Ferðatímabil: 15.-22. október. Verð frá 119.600 kr. miðað við 2 fullorðna. Tenerife Apartamentos Aguamar *** 99.200 kr.Frá: Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 4.- 11. október. Hálft fæði innifalið. Verð frá 85.600 kr. miðað við 2 fullorðna. Kanarí Ifa Buenaventura *** 73.500 kr.Frá: Verð miðað við 4 saman í íbúð. Ferðatímabil: 19.-26. nóvember. Verð frá 109.900 kr. miðað við 2 fullorðna. Tenerife The Suites at Beverly Hills *** 94.800 kr.Frá: GAMAN Í VETUR! Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 8.-15. nóvember. Hálft fæði innifalið. Verð frá 137.500 kr. miðað við 2 fullorðna. Kanarí Dunas Suites **** 99.600 kr.Frá: Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, 20 kg taska og 10 kg handfarangur - sjá nánar á gaman.is Eftir að Hrunið vart gert upp kom í ljós að einn hópur var illa svikinn: starfsmönnum slitabúa föllnu bankanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.