Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Sagan með uppsteyt við höfundinn Djöflaeyjan er sagnamennska sem Íslendingar hafa elskað í þúsund ár; frásögn af raunverulegu fólki og atburðum sett fram með list skáldskaparins. Segja má að þessi aðferð sé svo samofin íslenskri menningu að Íslendingar hafi óvart búið til nútíma skáldsöguna innan Íslendingasagna. Þeir hafi ætlað að stundað sagnfræði en ekki ráðið við sig og misst sig í sagnamennsku. Þótt reynt hafi verið að halda bókmenntaumræðu á Íslandi innan marka listarinnar vill hún helst vera á beit á mörk- um sagnfræði og skáldskapar, einhvers staðar á milli Sumarhúsa og Vetrarhúsa. Það þykir auðgandi fyrir sálina að lesa Gunnarshólma en enn frekar ef fólk finnur Gunnarshólma sjálfan og gengur á hann. Sem kunnugt er voru sögur Þórarins Óskars Þórar- inssonar, Agga, kveikjan að bókum Einars Kárasonar. Framan af var samstarf þeirra kátt og glatt, eins og sjá á myndinni hér að ofan þar sem þeir brosa framan í heiminn með aðalpersónunni sjálfri, Bóbó á Holtinu. Þetta er í raun einstök mynd af íslenskum sagnaarfi. Ímyndið ykkur ef við ættum mynd af Agli Skallagríms- syni, óþekktum sagnaþul og Snorra Sturlusyni brosandi framan í okkur; þræðinum sem liggur frá raunveruleik- anum í gegnum munnlega sagnageymd að bókmennta- verkinu. Eftir því sem Djöflaeyjan reis hærra, seldist meira og víðar, varð að leikriti og bíó, vildi Aggi eigna sér stærri hluta sögunnar og krafði Einar um viðurkenn- ingu sem meðhöfundur, hið minnsta. Það var hins vegar óravegur frá sögum Agga og bók Einars, jafn langur og frá dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar að Heimsljósi Halldórs Laxness. Reglulega spretta upp heitar deilur um mörkin milli skáldskapar og raunveruleika, nú síðast um bók Hallgríms Helgasonar um ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, Konan við þúsund gráður. Það er á þessum vatnaskilum raunveruleika og skáldskapar sem mesta lífið er í umræðunni. Thor Vilhjálmsson þurfti að ganga einn með sínar uppdiktuðu persónur þar til hann skrif- aði bók um Einar Benediktsson ungan og var eftir það yndi allra landsmanna. Þessi skil að baki Djöflaeyjunni eru sérstök fyrir það að sagnfestukenningin holdgerðist í Agga og hótaði rithöfundinum málaferlum. Ég veit ekki hvort einhver bókmenntafræðingurinn hefur rannsak- að það, en mér kæmi ekki á óvart þótt þau leiðindi öll hafi gert Einar enn ákafari bókfestumann, svo mik- inn að hann hefur skrifaði bæði skáldskap og ritgerð- ir sem styrkja sýn okkar á rithöfundinn á ritunartíma Íslendingasagna. Eins og við uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarsson- ar á Englum alheimsins mun þetta samspil skáldskapar og raunveruleika spila sína rullu í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Djöflaeyjunni. Eins og Aggi umbreytti atburð- um í sagnamennsku og Einar hvoru tveggja í skáldskap, þannig mun leikhúsið vinna með allt þetta til að búa til enn nýtt verk. Það sést til dæmis af því að Aggi hengir upp ljósmyndir sínar af fyrirmyndum persóna Einars á ganga leikhússins. Djöflaeyjan er þannig lagkaka, þar sem hvert lag fyrir sig heimtar að fá að halda áfram að spinna þráðinn. Persónurnar spinna sögur jafnvel eftir að þær eru dánar. Þannig var Aggi sakaður um það fyrir fáum árum að hafa láðst að tilkynna andlát ömmu sinn- ar, Gógóar, í bók Einars, svo Tryggingastofnun greiddi ellilífeyri hennar inn á bók mánaðarlega í tíu ár eftir að hún dó í Fargo í Minnesota. Atburðir sem vel má sjá fyrir sér í bók Einars, en eru það ekki. verk; frábærar metsölubækur, frá- bær og vinsæl leiksýning og frábær mynd sem sló aðsóknarmet. Þetta er fáheyrð sigurganga á rétt rúm- um áratug. Fyrir tveimur árum setti Þjóð- leikhúsið upp Engla alheimsins, verk frá svipuðum tíma og sem hafði notið álíka velgengni eins og sögur Einars. Í þeirri sýningu brugðu Þorleifur Örn Arnarson og félagar á það ráð að vinna úr öllu samtímis; raunverulegum persón- um sem voru kveikja sögunn- ar, sögunni sjálfri, bíómyndinni og viðtökusögu alls þessa, ásamt breyttum hugmyndum um geð- veiki, meðvirkni, snillinginn og allskonar. Áhorfendur að Djöf laeyjunni geta ekki vænst slíks karnivals. Eft- ir sem áður verður ekki bara saga Einars á sviðinu heldur margt ann- að; sagan að baki sögu Einars og sagan sem hefur spunnist síðan sagan var sögð. Endursköpun töffheita Það á eftir að koma í ljós á sviðinu hversu vel sagan af þessum menn- ingarlega tómarúmi fátæks fólks, sem var nýflutt úr sveitinni í hús- næðishark á mölinni eftir seinna stríð, skilar sér til nútímans. Kannski upplifum við það öðruvísi í dag þegar við höfum gengið enn lengra inn í tómið. Þó þrjátíu ár séu ekki langur tími hafa hugmyndir okkar um alkóhólisma og meðvirkni breyst. Líka hugmyndir okkar um fátækt og mannlega reisn. Að ekki sé talað um töffaraskap. Líklega er Baddi mesti töffari íslenskra bókmennta. Kjartan Ragnarsson lét hann keyra inn á sviðið í gljáfægðum Cadillac. Hvaða önnur persóna íslenskra bókmennta stæði undir slíkri inn- komu. Kádílákur, Zippo, hvítur stuttermabolur og leðurjakki voru táknmyndir töffaraheita árið 1987. Kannski ekki í dag. Einar Kárason er helsti töffari íslenskra bókmennta. Hann hefur best allra varðveitt karlmannlegan svala sem Steinn Steinarr og fleiri þróuðu meðan Reykjavík var að breytast úr þorpi í bæ. Það er því nokkur Einar í Badda. Og Baddi í Einari, maður sem dreymir um að keyra yfir Bandaríkin á Cadillac. Leikhúsfólkið þarf því að komast í gegnum Einar til að setja nýjan töffaratón í Badda. Prins verður frekja En Baddi er líka ein sterkasta harmsögupersóna íslenskra bók- mennta. Hann er maður tveggja heima sem gat í hvorugum lifað. Hann passaði ekki inn í Ameríku vegna þess að hann var íslenskur lúði og hann passaði ekki inn í Reykjavík vegna þess að hann am- erískur töffari. Lífið er honum ekki samboðið og hann er ekki samboð- inn lífinu. Harmsaga Badda er líka sagan af hinum fagra sveini sem þúsund konur eyðileggja með eftirlæti. Hann er alinn upp eins og prins og er því alls ófær um að takast á við lífið. Eftirlætið býr til frekju sem tortímir þeim sem dekstra hana. Þetta er þekkt vandamál. Því hefur til dæmis verið haldið fram að dekstur afrískra mæðra við syni sína haldi aftur af þróun Vestur- -Afríku. Fólk hefur haldið því fram að þetta mein hrjái enn samfélag afrískra Ameríkana. Og við þekkj- um svo sem mörg dæmi þessa í okkar samfélagi, drengi sem hafa verið aldir upp sem prinsar og orðið óalandi og óferjandi frekjur, karlfauskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.