Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 36
Gott er að undirbúa sig vel þegar ætl-
unin er að fara í berjamó, góðar upp-
lýsingar eru fáanlegar á síðu Berja-
vina á Facebook. Þar er hægt að deila
reynslusögum og uppskriftum.
Gott er að huga að skemmtiat-
riði þegar farið er í berjamó,
mælt er með að fara með
erindi úr Lóan er komin eftir
Jónas Hallgrímsson:
„Ég á bú í berjamó. Börnin smá
í kyrrð og ró, heima í hreiðri bíða.
Mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni
þrátt um byggð eða flugu fríða.“
Ef áhuginn liggur ekki í að hoppa í sveita-
skóna og fleygja sér í berjalyngið þá er
hægt að nálgast bláber í
búðum bæjarins
og blanda sér í
einn bláberja
mojito. Góðir
stundir og ekk-
ert vesen.
BERJAMÓ
UM
HELGINA
Tölum um…
Twitter rifrildi
Lóa Björk Björnsdóttir
„Elska að rífast á Twitter. Ég get leg-
ið upp í sófa heima og fengið sömu
útrás og sama adrenalín kick eins
og ef ég væri að glíma við krókódíl.
Eins erfitt og það getur orðið að tak-
ast á um hugmyndir í 140 stafabil-
um þá er það fullkominn vettvang-
ur til þess að hjóla beint í manninn
og gera það án þess að skammast
sín nokkuð. Hvet fleiri til þess að
taka þátt, sérstaklega stelpur.“
Bragi Valdimar
Skúlason
„Twitter er alla jafna rólyndisstað-
ur, þar sem fólk tístir sinni speki,
gamanmálum eða ályktunum um
tilveruna í friði fyrir nöldri, naggi
og tuði nettrölla. Stöku sinnum
slær þó í brýnu milli tístara og þá
ganga gusurnar á milli í löngum
– og oft ruglingslegum – bunum.
Ágreiningurinn getur snúist um
allt og ekkert; eftirlætishljómsveit-
ir, sérviskulegar fallbeygingar, Ís-
landsungfrúr, hundahald í strætó
og raunar hvað sem er annað. Oft-
ast rennur þó tísturum reiðin fljótt
og fljótlega taka hjartaþrýstingar
og endurtíst að ganga á milli deilu-
aðila á ný. – Eða þangað til einhver
dásamar kaup á vitavonlausum fót-
boltamanni eða mælir með glötuð-
um sjónvarpsþætti.“
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
CRAZY
FÖSTUDAG, LAUGARDAG & SUNNUDAG
AÐ L ÁGMARKI
GO
25%AF ÖLLUMVÖRUM
LANGVIRK SÓLARVÖRN
Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1 11.5.2016 13:10:35