Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 03.09.2016, Page 44

Fréttatíminn - 03.09.2016, Page 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Núna er ég með vöru-línu af matarílátum og blómavösum. Svo er ég vinna í skemmti-legu verkefni sem er olíukanna,“ segir Sigrún Jóna Norð- dahl keramikhönnuður sem hannar nytjahluti úr keramik. Fyrir litlu gleðina í lífinu „Oft veit ég ekkert alveg hvað ég geri næst. Stundum fæ ég bara inn- blástur og mér finnst gaman að spá í hvernig fólk er að nota hluti í kring- um sig,“ útskýrir hún. Þannig fékk hún einmitt hugmyndina að litlu blómavösunum, sem eru einstaklega skemmtilegir. „Hugmyndin spratt úr frá því að ég tíni oft blóm úti, eins og krakkar gera líka gjarnan, fer með þau inn og set í vatn. Margir eiga bara stóra vasa sem henta ekki undir þessi litlu blóm og oft enda þau í litlu glasi. Þannig ég fór að búa til litla vasa, fyrir litlu blómin. Litlu gleðina í lífinu. Það þarf ekki allt að vera stórt og mikið til að vera skemmti- legt og áhugavert, eða gleðja mann.“ Innblásturinn fær Sigrún Jóna einmitt langoftast úr umhverfinu í kringum sig og hinu daglega lífi. „Blómavasana þróaði ég svo áfram og þegar ég vann áferðina á þeim þá sótti ég svolítið í náttúruna. Ég pensla þá þannig að það myndast kannski smá fjallasýn í þeim. Ég geng sjálf mikið á fjöll og finnst það gaman, þannig að það er ekki skrýt- ið að ég fái hugmyndir þaðan. Um- hverfið á Íslandi er svo magnað og margbreytilegt.“ Keramik fyrir tilviljun Sigrún Jóna byrjaði að læra keram- ikhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík en kláraði svo BA gráðu í Contemporary applied art frá Uni- versity of Cumbria í Englandi. Ker- amikinu kynntist hún eiginlega fyrir tilviljun, þegar hún var að læra iðn- hönnun. „Það komu aðilar frá Mynd- listaskólanum og kynntu námið og ég man að mér þótti það strax mjög áhugavert. Kynningin sat í mér. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum síðar að ég sendi inn umsókn í nám- ið. Þá var ég á tímamótum og var að spá hvert ég ætlaði að stefna. Ég fann það svo um leið og ég byrjaði í nám- inu hvað keramikið átti vel við mig. Þetta var tilviljun að því leyti að ég hafði aldrei hugsað mér að þetta yrði það sem ég myndi gera, þó mig hafi alltaf langað að hanna og framleiða.“ Sigrúnu Jónu finnst keramikið sér- staklega skemmtilegt efni enda er það mjög margbreytilegt. „Maður er ekki fastur í einhverju einu, maður getur gert allt sem mann langar til. Mér finnst bæði gaman að hanna og gera og keramikið sameinaði þetta tvennt hjá mér. Handverksmaðurinn kemur inn í hönnunina. Áhugi á íslenski handverki Sigrún Jóna viðurkennir að það geti verið mikil vinna fyrir nýja hönnuði að koma hönnun sinni á framfæri, en hún reynir að vera dugleg við að skapa sér tækifæri og taka þátt í sýningum. „Endursölu- aðliar á Íslandi eru reyndar mjög opnir og viljugir fyrir því að selja íslenska hönnun og handverk. En maður þarf að sækjast eftir því og í því liggur vinnan. Svo eru mark- aðir eins og Handverk og hönnun sem er frábær vettvangur fyrir þá sem eru að byrja til að kynna sig. Ég var einmitt þar í fyrra og ætla aftur í haust. Svo eru pop-up mark- aðir hingað og þangað allan ársins hring. Íslenskir hönnuðir eru mjög duglegir í að koma sér á framfæri.“ Nú stendur einmitt yfir samsýn- ing í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem keramik er í aðalhlutverki. Sig- rún tekur þátt í sýningunni, ásamt Páli Einarssyni vöruhönnuði. Hún segir verkefnið hafa verið einstak- lega skemmtileg. Einnig er hægt að nálgast hönnun Sigrúnar Jónu í verslununum Kraum, Skúmaskoti og Húsi hand- anna á Egilsstöðum. Gaman að spá í hvernig fólk notar hluti Sigrún Jóna keramikhönnuður hannar nytjahluti úr keramik. Hún fær oftast innblástur úr umhverfinu í kringum sig og hinu daglega lífi. Fyrir litlu blómin Litlir vasar fyrir litlu gleðina í lífinu. Sigrún Jóna vildi gera litlu blómunum úr garðinum hærra undir höfði og hannaði vasa sem henta sérstaklega undir þau. Keramikið skemmtilegt Sigrún Jóna segir keram- ikið sameina hönnuðinn og handverksmanninn í sér. Þá býður efnið upp á mikla möguleika. Mynd | Rut …heimili & hönnun 8 | amk… LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Ég geng sjálf mikið á fjöll og finnst það gaman, þannig að það er ekki skrýtið að ég fái hugmyndir þaðan. Umhverfið á Íslandi er svo magnað og margbreytilegt. Gott úrval af svefnsófum 2ja og 3ja sæta með eða án tungu. Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 11 - 15 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Teg. Elsa 3 – 1 – 1 “TÍMALAUS CLASSIC” Teg. Antares 3 – 1 – 1 Teg. Cubo Teg. Como Teg. Pluto KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum DÚKAR FRÁ 2.990 KR. 40-80% AFSLÁTTUR 140X200 RÚMFÖT FRÁ 3.990 KR. SVUNTUR FRÁ 490 KR. VISKASTYKKI FRÁ 490 KR. OFNHANSKAR FRÁ 390 KR. GJAFAVÖRUR FRÁ 290 KR. BARNAFÖT FRÁ 250 KR. LAGERSALA LÍN DESIGN ÓTRÚLEGUR AFSLÁTTUR LAUGARDAG OG SUNNUDAG 3FYRIR2 AF ÖLLUM BARNAFÖTUM Glerártorgi Laugardag 10-17 Sunnudag 13-17 Auðbrekka 1 Laugardag 10-17 Sunnudag 10-17 LAGERSALAN ER NÚ Í A UÐBREKKU 1, KÓPAVO GI 70-80% AF ÖLLUM BARNA- FÖTUM

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.