Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 03.09.2016, Page 22

Fréttatíminn - 03.09.2016, Page 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Dýr Ástralíu hurfu Jörðin fann strax fyrir þessari vits- munalegu byltingu því hún hafði í för með sér vistfræðilegt stórslys frá byrjun. Maðurinn komst til Ástral- íu fyrir um 46 þúsund árum síðan og kom þar að ósnortinni náttúru. Líffræðingar hafa tímasett gríðar- legt útrýmingarskeið dýrategunda í Ástralíu við sama tímapunkt. Gríp- um niður í bókina: „Sjórinn skol- aði strax burt fyrsta fótsporinu sem maður steig á ástralskri strönd. En þegar landnemarnir herjuðu inn í landið skildu þeir eftir öðruvísi fót- spor sem aldrei verður afmáð. Þegar þeir héldu áfram fundu þeir furðu- legan heim með óþekktum verum eins og 200 kílóa, tveggja metra háa kengúru og pokadýrsljón á stærð við tígrisdýr, sem var stærsta rándýr álf- unnar. Risastórir kóalabirnir – alls engir krúttlegir bangsar – hömuð- ust í trjánum og ófleygir fuglar, tvö- falt stærri en strútar, voru á spretti um slétturnar. Skriðdýr í drekalíki og fimm metra langar slöngur lið- uðust um lággróðurinn. [...] Eftir örfá árþúsund voru nær allir þessir risar horfnir. Af þeim 24 áströlsku dýrategundum sem voru 50 kíló eða þyngri urðu 23 útdauða.“ Þegar for- feður okkar fóru yfir Beringssund- ið og til Ameríku gerðist það sama. Um 70% allra stórra dýra dó út á nokkrum öldum eftir komu manns- ins. Landbúnaðarbyltingin mistök? Homo sapiens lagði undir sig plánet- una á stuttum tíma og þá tók við landbúnaðarbyltingin. Harari hef- ur skemmtilega sýn á hana. Homo sapiens voru nánast alla sögu sína á jörðu veiðimenn og safnarar. Þau 200 ár sem nokkuð margir einstak- lingar tegundarinnar hafa unnið sem verkamenn eða skrifstofumenn í borgaralegu samfélagi, eða þau 10 þúsund ár á undan þar sem nánast allir homo sapiens unnu á ökrum eða sem hirðingjar, eru því aðeins eitt augnablik í samanburði við þau 150-200 þúsund ár sem skepnan hef- ur verið uppi. Harari bendir á nýj- ar rannsóknir í þróunarsálfræði. Sú fræðigrein byggir á að félagslegir og hugrænir eiginleikar mannsins séu afleiðing aðlögunar í gegnum söguna og hafi því mótast fyrst og fremst á tímabilinu okkar sem veiði- menn og safnarar. Þess vegna eru þarfir manna í dag enn mótaðar af líferni þessara forfeðra okkar. Það Leið okkur betur á steinöld? megi útskýra vanlíðan, streitu og ýmsa sálræna og líkamlega kvilla sem nútímamaðurinn þjáist af í hinu samt háþróaða samfélagi þar sem lífskjör hafa aldrei verið betri. „Hvers vegna hámar fólk í sig mat með alltof miklum hitaeiningum sem er óhollt fyrir það? Samfélög nútímans þjást vegna offituvanda- mála. Við skiljum ekkert hvers vegna við sækjum í sætasta og feitasta mat- inn sem hugsast getur, nema ef við skoðum fæðu veiðimannanna og safnaranna, forfeðra okkar,“ skrif- ar Harari. „Í skógunum sem þeir bjuggu var hitaeiningaríkur matur af mjög skornum skammti eins og fæða almennt var þá. Fyrir um 30 þúsund árum voru þroskaðir ávextir einu sætindin sem safnari rakst á. Ef steinaldarkona fann fíkjur í skógin- um var langsniðugast að háma þær allar í sig í einu áður en brjálaðir ba- víanar mættu á svæðið. Sú eðlisá- vísun að háma í sig slíka fæðu festist þannig í sessi í genum okkar.“ Einhæft og vansælt Eftir landbúnaðarbyltinguna varð fæða mannsins mun fábreyttari en áður. Í Asíu voru nú nánast einung- is hrísgrjón étin og í Miðausturlönd- um hveiti. „Fæða veiðimanna og safnara var mun betri. Enda er það ekki skrýtið – það hafði verið fæða mannsins í hundruð þúsunda ára og líkaminn hafði aðlagast.“ Auk þess breyttist lífsstíll manna gífurlega, þeir þjöppuðust saman á landbún- aðarsvæðum og lífið varð einhæfara. Í staðinn fyrir að þeytast um skóga, hóla og hæðir í leit að mat fór allt líf fram á ökrum, þar sem sama iðjan var stunduð dag eftir dag. Þetta telur Harari að hafi dregið mikið úr lífs- gæðum mannsins sem bjó við þessa lífshætti fram á okkar daga. Iðnaðarbúskapur versti glæpurinn Landbúnaðarbyltingin hafði ekki einungis áhrif á manninn sjálfan, hún hefur auðvitað einnig breytt dýralífi jarðar. Það hefur svo enn aukist eftir tilkomu vísindabyltingar- innar fyrir um 500 árum þegar mannkynið er orðið alltumlykjandi á plánetunni. Í dag er meirihluti allra stórra dýra á jörðu húsdýr, sem flest eru fórnarlömb landbún- aðariðnaðar, slátrunar á risastórum skala. Þetta telur Harari einn versta glæp mannkynsins. Því að á sama hátt og þróunarsálfræði útskýrir hvers vegna menn eru mótaðir af langri sögu sinni, gildir það sama um dýrin. Nautgripir eru til dæm- is félagslegar verur sem mótuðust í gegnum árþúsundin. Þegar þeir lifa í villtri náttúrunni þurfa þeir að nota félagslegar athafnir til að vaxa og dafna, nærast og fjölga sér. Þessi dýr þjást því mikið í landbúnaði nú- tímans þar sem ungviðið er til dæm- is oftar en ekki aðskilið frá öðrum skepnum og ýmsar aðrar hömlur eru lagðar á dýrin. Verðum við næst guðir? Síðustu kaflar Sapiens líkjast frekar skrifum vísindaskáldsöguhöfundar- ins Arthurs C. Clarke. Hann telur að með líftækni og öðrum háþró- uðum vísindum munu næstu ald- ir einkennast af tilraunum manns- ins til að „uppfæra“ líkama sína. Þá muni næsta byltingin hefjast þar sem menn breytast í nokkurs konar „guði“. Það er líklega hollast að velta því fyrir sér því saga mannsins hef- ur hingað til verið með ólíkindum. Annars er bent á bókina sjálfa, Sapi- ens eftir Yuval Noah Harari. Fáðu Opn heyrnartæki til prufu í 7 daga. Tímapantanir í síma 568 6880. www.heyrnartaekni.is Fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Nýtt heyrnartæki. Sannað að auðveldi heilanum að heyra. með BrainHearing™ tækni Heilinn vinnur á ótrúlegum hraða við að greina úr hljóðum. Nú getur þú fengið heyrnartæki sem heldur í við hann! Nýju Opn heyrnartækin frá Oticon búa yfir BrainHearing™ tækni sem vinnur úr hljóði á ofurhraða. Rannsóknir hafa sýnt að með Opn heyrnartækjum batnar talskilningur um 30%*, áreynsla við hlustun minnkar um 20%* og þú manst um 20% meira af samtölum þínum**. Opn heyrnartækin létta á álagi við að heyra og auðvelda þér að fylgja samræðum í krefjandi hljóðumhverfi. * Borið saman við Alta2 Pro heyrnartæki. | ** Ávinningur einstaklinga getur verið breytilegur og er háður tæki sem hefur verið notað.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.