Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 og síðan hafa þrír aðrir staðir ver- ið opnaðir. Íslendingar virðast því hafa tekið Dunkin Donuts opnum örmum og hefur keðjan meira að segja opnað stað í Reykjanesbæ. En Dunkin Donuts er ekki fyrsti skyndibitastaðurinn sem lífeyris- sjóðir á Íslandi fjárfesta í. Í fyrra var sömuleiðis greint frá því að fram- takssjóðurinn EDDA, sem er í eigu lífeyrissjóða eins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis, hefði keypt fjórðungshlut í Dominos-píts- um á Íslandi, eða móðurfélags fyrir- tækisins, Pizza-Pizza ehf. Nú í sum- ar var hluti þessara bréfa í Dominos á Íslandi seldur til Dominos í Bret- landi sem hefur séð skynsemina í því að fjárfesta í Dominos á Íslandi með þessum hætti. Íslenskir lífeyr- issjóðir eiga því óbeina eignarhluti í að minnsta kosti tveimur banda- rískum skyndibitakeðjum á Íslandi. Fyrir hrun fór fjárfestirinn Magn- ús Kristinsson í Vestmannaeyjum flatt á því að kaupa Dominos á Ís- landi fyrir allt of hátt verð og var fyrirtækið tekið yfir af lánardrottn- um þess í kjölfar hrunsins og lífeyr- issjóðirnir á Íslandi fóru sömuleiðis illa á alls kyns innlendum fjár- festingum á árunum fyrir hrunið. Staðan á Íslandi eftir hrun og setningu gjaldeyrishafta hefur verið sú að íslenskir lífeyrissjóðir hafa verið neyddir til að fjárfesta innanlands að mestu og hafa þeir gert það bæði með fjárfestingum í skráðum og óskráðum félögum. Árið 2010 áttu lífeyrissjóðirnir 10 prósent allra skráðra hlutabréfa á Íslandi, árið 2013 var talan komin upp í 43 prósent og í mars í ár var þessi tala komin upp í 50 prósent. Svo eru það allar óskráðu og óbeinu eignir sjóðanna í fyrirtækjum eins og Dominos og Dunkin Donuts. Er þetta einsdæmi í heiminum? Árni Pétur Jónsson segir, aðspurður um hvort hann þekki dæmi þess að lífeyrissjóðir í öðrum löndum hafi fjárfest í Dunkin Donuts, að hann sé ekki með á hreinu. Dunkin Donuts í Bandaríkjunum, Dunkin Donuts International, er hins vegar risa- stórt fyrirtæki, skráð á hlutabréfa- markað þar í landi. „Ég veit ekkert um það. Almennt séð er Dunkin Donuts fyrirtæki sem er búið að vera til mjög lengi [frá 1950]. Þeir eiga mjög fáa útsölustaði sjálf- ir. Langflestir staðirnir eru rekn- ir eins og staðurinn okkar, þetta eru „franchise“-staðir og reknir af aðilum eins og okkur. Það gætu hins vegar verið fagfjárfestar eða lífeyrissjóðir á bak við fyrirtækið í Bandaríkjunum. Víða í Evrópu eru hins vegar mjög margir leyfishafar, það er kannski einn leyfishafi með Berlín og svo annar með einhverja aðra borg. Þetta eru alls kyns aðilar sem maður hittir á fundum á veg- um Dunkin Donuts erlendis.“ Birgir Örn Birgisson, fram- kvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir að hann viti ekki til þess að lífeyrissjóðir í öðrum löndum hafi fjárfest í Dominos. Hann segir hins vegar að í Bandaríkjunum, Ástral- íu og Bretlandi, meðal annars, sé fyrirtækið skráð á markað og í eigu fjölmargra fjárfesta. Birgir Örn segir því að það kæmi honum virkilega á óvart ef einhverjir lífeyrissjóðir séu ekki líka á meðal fjárfesta Dominos erlendis. Ekki er því hægt að fullyrða, mið- að við fyrirliggjandi upplýsingar, hvort það sé einsdæmi að lífeyris- sjóðirnir íslensku kaupi hlutabréf í fyrirtækjum eins og Dunkin Donu- ts. Dunkin Donuts í Bandaríkjunum er hins vegar risastjórt alþjóðlegt fyrirtæki með tekjur upp á rúm- lega 614 milljónir dollara, eða ríf- lega 70 milljarða íslenskra króna, samkvæmt ársreikningi þess fyrir 2015 og selur þetta fyrirtæki leyfi á rekstri Dunkins Donuts út um allan heim. Móðurfélag Dunkin Donuts á Íslandi er hins vegar bara staðsett og með rekstur á Íslandi. Áhætta lífeyrissjóðanna sem fjárfesta í ís- lenskum fyrirtækjum eins og Basko ehf. og Dunkin Donuts er því bara bundin við Ísland. Heimsmet Íslendinga í innlendum fjárfestingum Í samtali við Fréttatímann segir Hersir Sigurgeirsson, stærðfræðing- ur og dósent í fjármálum við Há- skóla Íslands, að staða innlendra og erlendra eigna lífeyrissjóða hafi ekki breyst mikið síðastliðið ár. Hersir skrifaði skýrslu um fjár- festingar lífeyrissjóðanna árið 2014, ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann seg- ir lífeyrissjóðina hafa haldið að sér höndum í erlendum fjárfestingum þrátt fyrir að þeir hafi fengið aukn- ar heimildir til erlendra fjárfestinga – samtals 80 milljarða króna – vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum. Hann segir að 80 milljarðar séu svo lítill hluti af 3000 milljarða eignum líf- eyrissjóða að það þurfi miklu hærri tölu til að breyta hlutfalli innlendra og erlendra eigna þeirra verulega. „Það þarf bara miklu meiri erlendra fjárfestingu til að breyta þessu eitt- hvað að ráði. Þessir 80 milljarðar eru minna en þriðjungur af 10 pró- sentum af eignum lífeyrissjóða.“ Í maí í fyrra sagði Hersir að ís- lenskir lífeyrissjóðir ættu líklega heimsmet í innlendum fjárfesting- um: „Ég held það sé alveg óhætt að fullyrða að Ísland eigi þetta heimsmet. Íslenska kerfið er eitt það stærsta í heimi sem hlutfall af landsframleiðslu, eða um 1,5xVLF [Verg landsframleiðsla], og hlutfall erlendra fjárfestinga er innan við fjórðungur. Innlendar fjárfestingar eru því um 115% af VLF. Aðeins Hol- land er með stærra kerfi, 1,6x VLF, og þar eru 40-50% erlendar eign- ir svo innlendar fjárfestingar þar eru innan við ein landsframleiðsla. Noregur er einnig með stærra kerfi ef olíusjóðurinn er tekinn með en 97% af honum er í erlendum eign- um. Lífeyriskerfi annarra landa eru innan við 115% í heildina svo ekkert þeirra getur farið fram úr Íslandi.“ „Þessir 80 milljarðar eru minna en þriðjungur af 10 prósentum af eignum lífeyrissjóða.“ Lífeyrissjóðir í gjaldeyrishöftum og kaupin á skyndibitastöðum Litlar breytingar hafa orðið á hlutfalli innlendra eigna lífeyrissjóðanna á Íslandi síðastliðið ár. Sjóðirnir hafa ekki fullnýtt 80 millj- arða króna erlendar fjár- festingarheimildir og þó það yrði gert myndi það varla breyta hlutfalli innlendra og erlendra eigna með róttæk- um hætti. Íslenskir lífeyris- sjóðir eiga nú óbeint hluta- bréf í tveimur bandarískum skyndibitastöðum á Íslandi eftir að Dunkin Donuts var selt í vikunni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Bandaríski kleinuhringjastaðurinn Dunkin Donuts á Íslandi er kominn í meirihlutaeigu fjárfestingasjóðs, Horns III, sem er meðal annars í eigu íslenskra lífeyrissjóða eins og greint hefur verið frá. Hlutur Horns III í móðurfélagi Dunkin Donuts, Basko ehf., verður 80 prósent í kjöl- far viðskiptanna og Árni Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri og hluthafi í Basko ehf., segir að kaupverðið sé trúnaðarmál. Basko ehf. á einnig og rekur verslanakeðjurnar 10-11 og Iceland, auk innflutningsfyrir- tækisins Imtex ehf. og hamborgara- staðarins Bad Boys. Mikilvægustu rekstrareiningarnar í viðskiptunum eru 35 verslanir 10/11. Ísland ofarlega á heimslistanum Vegna gjaldeyrishaftanna síðast- liðin ár hafa íslenskir lífeyrissjóð- ir þurft að fjárfesta innanlands að langmestu. Eignir íslenskra lífeyr- issjóða nema um 3000 milljörðum króna eða sem nemur um 150 pró- sentum af þjóðarframleiðslu. Um það bil 25 prósent af þess- um eignum eru erlendar eign- ir en samkvæmt tölum OECD frá 2014 þá var Ísland í fimmta sæti á heimslistanum yfir minnstu er- lendar eignir lífeyrissjóðakerfisins í prósentum talið. Einungis lífeyr- issjóðir í Japan, Ísrael, Tékklandi og Mexíkó áttu minni erlendar eign- ir en íslensku sjóðirnir. Erlendar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóð- anna hafa hins vegar verið rýmk- aðar lítillega og hefur Seðlabanki Íslands veitt heimild til 80 milljarða króna erlendra fjárfestinga þeirra í skrefum. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki nýtt þá heimild nema að litlu leyti. Fyrst Dominos og svo Dunkin Donuts Fáir hefðu sennilega getað ímynd- að sér það Dunkin Donuts yrði í meirihlutaeigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta rúmu ári eft- ir að staðirnir opnuðu á Íslandi. Sagt var því í fjölmiðlum að löng röð hefði myndast fyrir utan fyrsta Dunkin Donuts staðinn á Laugavegi þegar hann opnaði í ágúst í fyrra Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Basko ehf., veit ekki til þess að lífeyrissjóðir í öðrum löndum hafi fjárfest í Dunkin Donuts en segir að móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum sé stórfyrirtæki skráð á markað og að í hluthafahópnum séu örugglega einhverjir lífeyrissjóðir. Dunkin Donuts bætist við Dominos sem eitt af þeim fyrirtækjum sem ís- lenskir lífeyrissjóð- ir eiga nú óbeinan hlut í gegnum fjárfestingarsjóð. Kleinuhringjafyrir- tækið er með fjóra staði á Íslandi. Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is Verð á mann í tvíbýli kr 622.000 Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Ástralía 18. nóv til 5. des 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.