Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Endur fyrir löngu, kannski fyrir 150 þúsund árum, birtist homo sapiens á sjónarsviðinu. Í fyrstu skar hann sig ekki mikið úr hópi annarra mann- tegunda sem þá voru uppi. Steini var lamið í stein, eldur logaði við fætur sofandi fólks og matar var leitað. En fyrir um 70 þúsund árum breyttist eitthvað í heilabúi þessarar nýju tegundar. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn Nokkur þúsund árum síðar hafði hann lagt plánetuna undir sig, kom- ið sér efst í fæðukeðjuna og útrýmt fjölda dýra- tegunda – þar á meðal öllum öðrum manntegund- um. „The rest is history“ ef marka má bókina Sapiens eftir sagnfræðinginn Yu- val Noah Harari, sem nú selst eins og heitar lummur um allan heim. Menn – það er að segja ýmsar tegundir mannsins – hafa verið til í um það bil 2,5 milljónir ára. Nán- C. Mann hefur til dæmis uppnefnt Harari „Reddit-notanda fræða- heimsins“ og vísar þar í vefsíðuna reddit.com þar sem einfeldnings- legar bollaleggingar um söguna líta stundum dagsins ljós. En þó þessir annmarkar séu á bókinni að sumu leyti, er hún einkar hjálpleg til glöggvunar á stærstu spurningun- um. Hún fær flesta til að líta örlítið í kringum sig og átta sig á hversu brenglaður veruleiki og saga manns- ins er í raun og veru. Texti bókar- innar er strangt til tekið líkari heim- spekilegri pælingu en sagnfræðilegu stórvirki. Það er mikilvægt að sagan sé okkur öllum aðgengileg og það er því ekki úr vegi að líta á eitt og ann- að úr bókinni. Þrjár byltingar Saga mannsins skiptist í þrjár stór- ar byltingar að mati Hararis. Mann- kynssagan hófst í raun með „vits- munalegu byltingunni“ fyrir um 50-70 þúsund árum, svo kom „land- búnaðarbyltingin“ fyrir um 12 þús- und árum sem færði manninn upp á enn hærra plan. Næstu árþús- undin fóru í að sameina allt mann- kynið og leggja undir okkur gervalla plánetuna. Og loks var það „vísinda- byltingin“ fyrir um 500 árum síð- an sem hefur gert okkur að óstöðv- andi og stórhættulegri dýrategund. En við munum, samkvæmt spám Hararis, hverfa á næstu öldum. Við munum ekki deyja út (ekki nema að stórslys verði), heldur uppfæra líkama okkar með líftækni svo að á endanum muni homo sapiens fræði- lega ekki lengur vera til. Ímyndun lykill alls Í þessari upptalningu var vitsmuna- lega byltingin líklega sú merkileg- asta. Erfðafræðileg stökkbreyting breytti heilastarfsemi mannsins og gerði honum kleift að nota tungumál á nýjan hátt. Maðurinn gat nú notað ímyndunaraflið til að fá stóra hópa til að vinna saman. Hvað er átt við með því? Jú, með því að risastórir hópar manna trúa sömu skálduðu sögunni – til dæmis um guði, pen- inga, þjóðsöngva, stjórnarskrá, verslunarmannahelgar, skrímsli, Pokemon Go og himnaríki – vinna þeir saman að sama markmiði. Talið er að „slúður“ um náungann og lygar hafi verið fyrsti vísirinn að þessari byltingu. Það væri herfi- legt kaos og rugl að hafa tíu þúsund simpansa á Péturstorgi í Róm, en tíu þúsund homo sapiens á Péturstorgi halda saman útimessu. Skáldskapur- inn – hlutir sem eru hvergi til í efn- isheiminum – límir þá saman. „Það eru engir guðir í alheiminum, engar þjóðir, engir peningar, engin mann- réttindi, engin lög og ekkert réttlæti utan við hina hefðbundnu ímyndun mannvera,“ skrifar Harari. Eina tegundin sem vinnur saman Við ráðum lögum og lofum á plánet- unni vegna þess að við erum eina tegundin sem getur stundað sveigj- anlegt samstarf á stórum skala. Sumar skepnur, eins og býflugur og maurar, geta unnið þúsund- um saman en aldrei sveigjanlega. „Býflugur geta ekki steypt drottn- ingunni af stóli og komið á komm- únísku þjóðfélagi,“ skrifar Harari. Önnur dýr, eins og simpansar og górillur, geta stundað sveigjanlegt og náið samstarf með nánustu fjöl- skyldumeðlimum sínum en aldrei með stórum hópum. Menn eru eina tegundin sem sameinar þetta tvennt. Við stundum sveigjanlegt samstarf þúsundum og milljónum saman – og það með ókunnugu fólki. Homo sapiens hefur verið uppi í um 150 þúsund ár. Mynd | Getty Homo sapiens sigraði heiminn með ímyndun að vopni Bók Hararis fjallar um alla mannkyns- söguna á frumlegan hátt. Hún kom fyrst út í Ísrael árið 2011 en selst nú eins og heitar lummur víða um heiminn. Yuval Noah Harari segir eitthvað hafa breyst í heilabúi mannsins fyrir um 70 þúsund árum. ast í allan þann tíma, eða þar til fyr- ir um tíu til tuttugu þúsund árum, voru ávallt margar tegundir manna uppi á sama tíma á jörðinni. Fyrir um 50-70 þúsund árum bjuggu til dæmis neanderthalsmenn í Evrópu, homo erectus á ýmsum stöðum í Asíu og homo sapiens, forfeður okkar, í Austur-Afríku. Fram að því höfðu tegundirnar deilt plánetunni án þess að rekast neitt sérstaklega á. Homo sapiens var, rétt eins og hinar tegundir mannsins, enginn merkilegur áhrifavaldur á jörðinni, heldur aðeins af ein af nokkrum tegundum dýra sem lifðu og nærð- ust í vistkerfum heimsins, rétt eins og marglytta, æðarfugl, háhyrning- ur eða simpansi. Af hverju bara við? Í dag er maðurinn óvanur því að hugsa um sig sem eina tegund innan ættkvíslar annarra manntegunda. En þegar við hugsum betur um það, finnst okkur skrýtið að nokkrar ólík- ar tegundir séu til af til dæmis bjarn- dýrum – skógarbjörn, svartbjörn og ísbjörn? Fyrir um 50 þúsund árum gerðist eitthvað því þá varð ein þessara manntegunda, tegundin okkar, skyndilega gífurlega uppi- vöðslusöm og breytti ásýnd jarðar til frambúðar. Fjöldi dýrategunda dó út og þar með taldar allar aðrar manntegundir. En hvað gerðist? Og hvernig hefur líf tegundarinnar okk- ar verið síðan þá? 400 blaðsíður um alla söguna Þetta er hin gífurlega stóra mynd sem ísraelski sagnfræðingurinn Yu- val Noah Harari dregur upp í bók- inni Sapiens sem út kom í heima- landi hans árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á yfir 30 tungumál. Í henni veltir hann fyrir sér stærstu spurningunum um titil- tegundina og áhrif hennar á jörðina. Þó að vísindin og gögnin á bak við flestar staðreyndir bókarinnar séu ekki frá Harari sjálfum komin, er hið stóra samhengi mannsins bæði í nútíma og mörg hundruð þúsund ára fortíð hans dregið upp á aðgengi- legan og nýstárlegan hátt. Þessi saga er þó auðvitað sögð á sannkölluðu hundavaði, enda er bókin ekki nema um 400 blaðsíður að lengd. Einföldun eða frábær hugvekja? Harari hefur verið gagnrýndur fyrir einföldun á sumum flóknum atburð- um og breytingum í sögu mannsins. Bandaríski blaðamaðurinn Charles
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.